Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Tíðar geimgöngur.

Jæja. Mikið held ég að blessaðir mennirnir verði fegnir að geta sturtað niður eftir 2-3 daga. Þetta er farið að minna á frásögn úr Laxdælu. Þeir geta nú kannski skipst á að fara í geimgöngur svona til að hvíla sig á.......... þið vitið.
mbl.is Geimskot Discovery tókst vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæstar vonir að Leiðarljósi fyrir Nágranna

Kreppa? Hvaða kreppa? Það er orðið ansi dýrt að bara vera á landinu og ekkert mikið dýrara að hverfa úr landi um stundarsakir, þrátt fyrir ferðakostnað og hótelkostnað. En Seðlabankinn reddar þessu nú öllu fyrir okkur á næstunni, því þar sitja menn með Glæstar vonir að Leiðarljósi, tilbúnir að rétta Nágrönnum hjálparhönd. 
mbl.is Helmingur landsmanna ætlar til útlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði í felum

Er ekki bara kominn tími til að kjósa? Hvernig getur þetta haldið svona áfram? Og Vilhjálmur ætlar að verða borgarstjóri. Ég á marga vini sem eru sjálfstæðismenn. Þeir eru pirraðir og reiðir. Hvað er hægt að bjóða borgarbúum upp á þetta lengi? Þetta á sér ekki hliðstæðu, hvorki hér né í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Þetta minnir á allt annað sem þarf ekkert að nefna hér. Það vita flestir hvað ég á við. Núverandi meirihluti borgarinnar okkar myndi skora nokkur stig með því að segja af sér núna. Ég botna ekkert í forystu sjálfstæðisflokksins að láta þetta viðgangast. Þetta er ekki bara sandkassaleikur. Þetta er valdhroki af verstu gerð. Við höfum öll eitthvað til okkar ágætis en þetta er bara einum of langt gengið. Eða hvað finnst ykkur?
mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu Lísa--- Ræs!

Komdu Lísa. Ræs! Þetta segir Böggi vinur minn þegar hann ræsir Lísu spúsu sína á morgnana, að eigin sögn. Svipað segir homminn þegar hann vekur lessuna vinkonu sína á morgnana: Komdu lessa. Ræs. En fyrir utanríkisráðherran sjálfan hlýtur að hafa verið skemmtilegra að hitta meðlimi Kiss, en að sitja eilífa fundi með einhverjum hrútleiðinlegum byrókrötum, sem aðallega voru í því að afhenda henni einhverjar þingsamþykktir, sem soðnar voru saman í skyndi og voru henni alls ekki að skapi. Það held ég nú bara.


mbl.is Condoleezza og Kiss í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar niður í tær

Er nú ekki nóg í gangi á svæðinu samt. Og fólk á fullu að reyna að halda ró sinni. Þurfa einhverjir fylliraftar að vera að slást ofan á allt saman? Og ráðast á mannvirki!!! Ég hélt að náttúran væri nú búin að gera nóg. Viðkomandi ættu að skammast sín niður í tær.
mbl.is Ólæti á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skápaleit

Ég er búinn að leita í öllum skápum á heimilinu en því miður, engin kona. Samt hef ég lúmskan grun um að einhver sé í íbúðinni þegar ég er að heiman. Ég sé það á sápustykkinu og sjampóinu sem eyðast ansi hratt og eins á rauðvíninu og ostinum sem bara bókstaflega hverfa. Í gamla daga man ég eftir allsherjar skápaleit eftir að allar ullarflíkur á heimilinu voru komnar með loftgöt. En þá var ekki verið að leita að konum heldur einhverju kvikindi sem heitir mölur. Það fundust nokkur kvikindi og eftir það voru engin loftgöt á ullarflíkum. Ég bendi öllum einhleypum körlum landsins á,  að leita nú vel í öllum skápum. Það er aldrei að vita hvað leynist þar.
mbl.is Fann konu í skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austgrafarsvarfdælsk fegurð

Austgrafarsvarfdælsk fegurð. Allt í lagi með það. Ætli sú austfirska sé úr Fagradal? Til hamingju stúlkur. En LCN, Valensia og Sothys. Hvað er það? Hver var kosin Bónusstúlkan? Kaffistúlka ársins er................ þá vaknar minn maður til lífsins. Æj æj, það var engin kaffistúlka í ár. Kannski næst. Maður bíður og vonar. 
mbl.is Alexandra Helga valin ungfrú Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokakippir? Varla

Vonandi voru þetta lokakippirnir en því miður líklega ekki. Bestu kveðjur til allra fyrir austan fjall. Hlustaði á viðtal við Ragnar skjálfta í gær þar sem hann sagði peningaþurrð hamla mjög því að hægt væri að spá betur um yfirvofandi skjálfta. Ráðamenn: Heyriði það. Upp með veskið. Öðru eins hefur nú verið eytt og það í lítilvægari verkefni.
mbl.is Snarpir eftirskjálftar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar sönnunargögn?

Hvers konar sönnunargögn eru lögð fram í svona máli? Sendi kallinn konuna í læknisskoðun? Eða er hann læknir sjálfur? Hér er svo sannarlega vegið að kvenfrelsi og franska réttarkerfið rennir þarna stoðum undir kreddur. Annars er þetta ein hálffréttin enn þar sem blaðamaður kemur með hálfsoðna frétt og vantar fleiri staðreyndir til að mynda sér skoðun á þessu máli. En það er svo sem okkar daglega brauð að lesa þannig fréttir. Því miður. En konan má prísa sig sæla að losna við svona kreddukall.
mbl.is Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera á snúrunni

Hvernig haldið þið að ástandið í áfengismálum Íslendinga væri, ef menn fengju ekki að vera á snúrunni á Íslandi? Og væru sektaðir að auki? Ég er hræddur um að SÁÁ mætti sín lítils í snúrubanni. Svo ég tali ekki um húsmæðurnar sem myndu fylla marga Austurvelli og nota Jón Sigurðsson í aðra upphengjuna og Alþingishúsið í hina. Já, það yrði aldeilis líf í tuskunum. Ó, jájá. Svoleiðis er nú það.
mbl.is Snúrubann afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband