Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Mynd frá maí

Þetta er hvorki frá mars eða apríl. Þetta er mynd frá maí, tekin í Brasilíu.
mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær kemur kakan þín og jólin?

Kaupahéðnar landsins verða nú sjálfsagt ekki lengi að ná í þessa smáaura. Og Ríkið sjálft. Og hinar svokölluðu umönnunarstéttir landsins eiga ennþá bara að annast um aðra án verðugra launa. Ekki er ég ríkisstarfsmaður en kommon... hvenær kemur kakan og jólin? Og nota bene: Er ekki H-dagurinn í dag? Hægri umferð á Íslandi í 40 ár? Hann stendur að minnsta kosti ekki undir nafni sem Hærrilaunadagurinn. Svo mikið er víst. Og "verkalýðsforingjar" brosvipra út í annað.
mbl.is Samningar gerðir við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur barnsins

Í tilefni af degi barnsins tek ég mér leyfi og birti ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem mér hefur alltaf hugnast sem gott skáld. Ljóðið heitir "BARNAGÆLA".

segðu mér sögu

segðu mér söguna af því

þegar þú dast í sjóinn

þegar þú braust rúðuna

þegar þú tjargaðir hanann

þegar þú kastaðir grjóti í gumma

þegar þú söngst klámvísuna fyrir ömmu þína

þegar þú laugst að afa þínum

þegar þú skiptir um haus á fiskiflugunum

þegar þú stiklaðir yfir ána rétt ofan við fossinn

þegar þú skreiðst undir girðinguna á rósuhústúninu

þegar þú drapst rottuna

þegar þú gekkst aftur á bak í poll í sparikjólnum

þegar þú reifst nýju svuntuna

þegar þú drakkst brunnklukkuvatn

þegar þú skemmtir skrattanum á sunnudegi

þegar þú kvaldir ljósið á jólunum

þegar þú hlóst í kirkjunni

þegar þú klifraðir upp á dvergasteininn

þegar þú bentir á skip

þegar þú steigst á strik

þegar þú blótaðir þrisvar í röð

þegar þú varst lítill strákur

eins og ég mamma mín

( Vilborg Dagbjartsdóttir)

Kæru börn: Til hamingju með daginn í dag og alla daga.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á suðupunkti í Ráðhúsinu

13 gráður í borginni. Dásamlegt í sundinu í dag. Eyddi þremur tímum í laugunum. Allt að 100 gráður í Ráðhúsi Reykjavíkur (allt á suðupunkti). En það er bara eins og vant er, þessa dagana.
mbl.is Aðeins 13 gráður í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flótti úr borginni?

Hitti kunnan athafnamann í gær. Sá sagðist vera að flytja úr borginni eftir áratugabúsetu. Sagðist ekki lengur þola þessa ringulreið sem ríkti í stjórnkerfi borgarinnar. Eitt í dag. Annað á morgun. Ekki mjög gáfulegt að byggja atvinnustarfsemi á, þar sem allt gæti breyst á einni nóttu. Geðþóttaákvarðanir misviturra manna gætu hæglega rústað starfsemi hans á einni nóttu. Best að drífa sig strax og leyfa þeim að leika sér áfram í sandkassanum. Það er svo saga til næsta bæjar, að meirihluti sem mælist með 28% fylgi geti setið áfram við völd. Ég er ansi hræddur um, að í ríkjum sem við berum okkur svo gjarnan saman við, væri löngu búið að boða til nýrra kosninga. 
mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu í embætti borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rasmussen og Himmelbjerget

Nú fer Rasmussen að rukka fyrir fjallgöngur líka. Fótspor túrhestana skemma fjöllin í Danmörku. Það er verst að hann fær lítið sem ekkert í kassann fyrir Himmelbjerget. Það er varla nokkur maður semur finnur það.
mbl.is Vill verðleggja náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skautadansarinn sem sló í gegn.... á plasti

Plushenko. Skautadansarinn mikli. The plastic ice danser. Hann væri góður í mynd eftir Mel Brooks. Kóreógrafían í rússneska atriðinu var eins og atriði úr gamanmynd. Grátbroslegri slíkri. Ha ha ha.........
mbl.is Rússar unnu Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestur-Evrópuþjóðir: Hættum þessari vitleysu

Lofum þeim að leika sér þarna austan tjalds. Ég legg til að vestrænar þjóðir dragi sig alfarið út úr þessari vitleysu. Það myndi engu skipta þó Vestur-Evrópuþjóð kæmi með heimsklassalag, hún ætti ekki séns. Svo veit ég ekki afhverju ég er að æsa mig út af þessu, nema ef vera skyldi að framlag Íslands í ár var óvenju glæsilegt og átti skilið betri örlög.
mbl.is Ísland endaði í 14. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegt

Stórkostlegt!!!!!!!! Það verður erfitt að toppa þetta!!!!! Miklu betra en í undanriðlinum. Áfram Ísland!!!!!!!!

Danska hirðin vill franskt..... og Maríur

Það er eitthvað við þetta franska sem danska hirðin er hrifin af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún sýnir það. Vonandi kemur það í ljós síðar hvað það virkilega er. Og svo er það nafnið María. Sérkennilegt.
mbl.is Danir fengu nýja prinsessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband