Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Úlfar í sauðagærum

Kynferðislegt ofbeldi og reyndar allt ofbeldi er óafsakanlegt. Svo þegar maður les nánast daglega um fólk sem misnotar aðstöðu sína í líki hjálpandi engla ( þekkt fyrirbæri innan stofnunar eins og kirkjunnar til dæmis), þá sest maður niður, grætur, bólgnar út af reiði og missir um stund trúna á manneskjuna, þó maður viti innst inni, að sem betur fer er oftast um undantekningar að ræða. En aldrei skal þetta viðgangast þó manni finnist stundum að hinir svokölluðu valdhafar séu ansi seinir til verka, er svona hryllileg mál koma upp. Og ég get krossað mig upp á það að þetta er ekki hið fyrsta sinn og því miður ekki það síðasta.
mbl.is Börn kynferðislega misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr dýrlingur.

Í dag hefur fæðst nýr dýrlingur á Íslandi. Hin heilaga Jenný af Örk. Minnumst þessa dags í framtíðinni.

Víkingasveitin til London

Nú er lag fyrir Björn Bjarnason að senda víkingasveitina til London til að kenna bresku lögreglunni hvernig á að fást við svona hryðjuverkamenn og fá rós í hattinn áður en hann verður sendiherra. Og jamm og já já.
mbl.is Atvinnubílstjórar mótmæla í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjólka mjólka mjólka

Það verður alltaf til yfrið nóg af sporgöngumönnum. Og græðgin í peninga verður seint sogin úr mannfólkinu. Mjólka, mjólka, og það klingir í kassanum. Uss uss.
mbl.is Ný Bond bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann var einn af þessum stóru

Jæja. Þá er hann allur blessaður. Blessuð sé minning Sydney Pollacks. Það er kannski óviðeigandi að vitna í Stuðmenn og segja "Hann var einn af þessum stóru", en einhvern veginn var það þannig að, ef maður sá nafn hans tengt einhverri kvikmynd, þá var nánast alltaf eitthvað áhugavert á ferðinni. Þannig upplifði ég það að minnsta kosti. Hvort sem hann var bak við myndavélina eða fyrir framan hana. Maðurinn sjálfur var nokkurs konar gæðastimpill á pródúktið. Enda starfaði hann alla tíð með þeim bestu í bransanum. Margir munu minnast hans og sjálfur get ég farið út á leigu og endurnýjað kynnin þegar ég vil. Það er ekki slæmt. Takk Mr. Pollack.


mbl.is Sidney Pollack látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunni Kjaftur og Dylan

Bíð spenntur eftir hádegiskaffinu á Grand Rokk til að heyra í Gunna Kjafti vini mínum lýsa fyrir mér tónleikunum af sinni alkunnu innlifun í viðfangsefnið. Komst því miður ekki sjálfur en sá hann síðast og sat á fremsta bekk. Hann klikkaði ekki þá, þó einhverjir nostalgíugaurar væru að kvarta yfir of mikilli keyrslu og enginn kassagítar,ææææææ. Gaa og hyg dig i Danmark, Dylan.
mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán Máni

Minnir á senu úr skáldsögu Stefáns Mána, þess frábæra rithöfundar, Skipið. Kynngimögnuð og frábær bók eins og bók hans Svartur á leik. Mæli með að menn lesi þessar bækur, hafi þeir ekki þegar gert það.
mbl.is Skipi rænt við strendur Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Hæstiréttur

Til hamingju Hæstiréttur. Þetta kalla ég að réttarkerfið virki. Við Pólverjann unga vil ég segja: Gangi þér vel á Íslandi, en það er bannað að stela, hafir þú gert það.
mbl.is Framsal Pólverja ógilt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffiverk fyrir kaffiþyrstan

Ég hefði glaður gefið þessum kaffiþyrsta manni lítið kaffiverk til að skoða í rólegheitum, ef hann var svona kaffiþurfi. Kannski bara kaffi í bolla líka, ef það hefði getað orðið til þess að beina honum út af þessari hættulegu braut, sem hann virðist vera staddur á.
mbl.is Kaffiþyrstir þjófar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hærrilaunadagurinn

Eins og ég sagði fyrr í morgun í  sambandi við samninga BSRB við ríkið, verður þessi dagur seint kallaður Hærrilaunadagurinn, þó H dagur sé.
mbl.is Hægri umferð 40 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband