Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fjörtíu ára stríðið

Á ekki Napóleon að hafa sagt eitthvað í þessa veru: Mér þykir vænna um vini mína en ættingja. Vini mína vel ég sjálfur. Mér þykir þessi frétt segja mun meira um kennara drengsins og stjórnendur skólans en barnið og fjölskyldu þess. Auðvitað hlýtur barnið að vera í fullum rétti að bjóða hverjum sem því þóknast heim til sín í veislu og skólinn hefur ekkert með það að gera. Hlutverk kennarans getur alveg verið að fræða börnin um jafnræði og samkennd, en að grípa inn í með þessum hætti er út úr kú. Annars er fréttin ruglingsleg, því það er sagt að faðir drengsins hafi kvartað við umboðsmanns sænska þingsins, en jafnframt að skólinn hafi farið með málið fyrir sænska þingið. A.m.k. er ljóst að sænska þingið á fyrir höndum vandasamt verk á haustdögum, að úrskurða í þessu mjög svo "flókna" máli. Nú skil ég af hverju Alli frændi hefur ekki talað við mig í 40 ár.
mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruútrásarmenn míga á lögreglusamþykktir

Jæja. Þar kom að því að Reykjavík sló út Akureyri í lögreglufréttum. 113 mál á sjö tímum. Það er nú dágóður slatti. Margir hafa NÁTTÚRULEGA verið uppveðraðir eftir NÁTTÚRUTÓNLEIKANA og drifið sig í miðborgina til að fá NÁTTÚRULEGA útrás. Það eru nefnilega ekki bara bankarnir sem eru í útrás. Íslenskar tilfinningar verða líka að fá útrás, á Íslandi, með mjög svo jöfnu millibili, þ.e.a.s. minnst um hverja helgi. "Átta brutu gegn lögreglusamþykktum". Jahá! Af hverju eru hlutirnir ekki bara sagðir hreint út? Átta manneskjur voru staðnar að því að míga á almannafæri! Það þykir mér að míga utan í hlutina að kalla það að "brjóta gegn lögreglusamþykktum". Annars svaf ég á mitt græna í alla nótt, svo það hefur ekki verið mikil umferð náttúruútrásarmanna um miðborgargötuna mína í nótt. Hreint ekki.
mbl.is Mikill erill hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir níu mánuði.........

Það var mikil náttúra í tónleikagestum í Laugardalnum í kvöld. Svo fylgir hún þeim inn í nóttina og eftir níu mánuði verður örtröð á fæðingarstofum spítalanna um allt land og íslensk náttúrubörn líta þar dagsins ljós í fyrsta sinn. Þau fá sigurrósir að gjöf og það verða gróðursettar fyrir þau íslenskar bjarkir. Ég spái því.
mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður vinur lögreglunnar gripinn af sérsveitinni í Grímsey

Jahá. Eru nú ofbeldismennirnir að flýja fastalandið og farnir að herja á friðsama eyjarskeggja? Að senda þurfi sérsveitarmenn út í Grímsey finnst mér nú bara stórfrétt. Það er nú leitun á betra fólki en sem byggir Grímsey og nú fær það ekki lengur að vera í friði fyrir ribböldum með hnífa og barefli. Ég setti inn stutta færslu í gær um ólætin sem hafa verið á Akureyri undanfarið og ég ætla rétt að vona að allt hafi verið með kyrrum kjörum þar á meðan sérsveitarmennirnir brugðu sér af bæ. Er ofbeldi að aukast stórlega í okkar samfélagi eða er fréttaflutningur samtímans bara orðinn öflugri en áður var? Ég held að það blasi við að það sé að aukast. Við Íslendingar verðum að spyrna duglega við auknu ofbeldi, hvort sem það á sér stað á almannafæri eða inni á heimilum landsins. Sú viðspyrna verður að speglast í viðhorfum fjöldans og í réttarkerfinu. Við verðum að horfast í augu við raunveruleikann og leita orsaka aukins ofbeldis, hvar sem það kemur fram og hvenær sem er. Að lokum: Ég hef aldrei skilið orðið "góðkunningi" lögreglunnar. Orðið sjálft gefur til kynna að þetta séu bestu vinir lögreglunnar. En það er nú víst ekki þannig, skilst mér.
mbl.is Vopnaður maður handtekinn í Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Moggafólk

Frábært hjá ykkur Moggafólk að sýna tónleikana beint fyrir okkur að njóta sem ekki komumst á tónleikana. Ekki síst þeir sem eru staddir erlendis. Einhverjir tækniörðugleikar gerðu vart við sig en nú er allt í góðum gír. Sigurrós komin í gang í blíðunni. Nú hefði Jakobína Sigurðardóttir verið stolt af unga fólkinu hefði hún lifað, svo einhver sé nefndur sem barist hefur fyrir hreinni náttúru landsins. Áfram Einar, áfram Sigurrós, áfram Björk og allir hinir. Lengi lifi hrein náttúra Íslands.
mbl.is Fjölmenni í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páfi trampar á Kristi

Þá vitum við það. Páfi klæðist ekki fötum eða skóm frá neinum tískuhúsum. Nei, hann  klæðir sig í Krist á hverjum degi. Allt er þetta samkvæmt heimildum úr hinu obinbera dagblaði Páfagarðs. Kristur er sem sagt ekki innan í Páfa, heldur þarf hann að klæðast honum á hverjum degi. Og trampar svo á rauðum Kristi daglega.
mbl.is Páfi klæðist ekki Prada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið þreyttum að sofa

Alltaf skulu þessir flugumferðarstjórar vera með einhver læti. Lofið þreyttum að sofa var einhvern tíma sagt og að vekja aumingja flugmennina með einhverjum gjallanda er náttúrulega bara að fara yfir strikið. Greyin búin að fljúga sólarhringum saman til að spara farþegum í fargjöldum sem hafa örugglega verið sofandi líka. En án gríns. Er þetta hægt? Starfsfólk flugfélaga er keyrt áfram til að spara, því samkeppni er mikil og maður þorir varla að hugsa þá hugsun til enda að flugmenn freistist til að fá sér örvandi lyf eða einn gráan til þess einfaldlega að halda sér vakandi. Menn muna eflaust eftir þessum rússnesku, sem voru leiddir dauðadrukknir frá borði hér um árið.
mbl.is Sofandi flugmenn fóru framhjá áfangastaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýni og "the Golden boy"

Það er allt í lagi að vera bjartsýnn. En það dugir ekki alltaf. Er nokkuð skrýtið að Gulldrenginn langi nær sínum heimaslóðum og lendi þá þar hjá einu besta og frægasta félagsliði heims? Svo ekki sé nú talað um peningana, en laun hans og tekjur af auglýsingum myndu margfaldast ef hann færi til Spánar. Ef svo færi að hann meiddist á næsta tímabili eða hreinlega ætti slæmt tímabil, þá getur það orðið of seint fyrir "Golden boy" að færa sig um set, a.m.k. í bráð. Ég skil vel áhyggjur United manna en fótbolti er ekki bara lífið heldur líka "bunch of money.
mbl.is Ferdinand bjartsýnn á að Ronaldo verði um kyrrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartir tímar framundan fyrir þann í neðra

Já já, menn geta sagt að þetta sé Hafnarfjarðarbrandari en ég er ansi hræddur um ekki. Það hefur borið mikið á þessum í efra undanfarin misseri. Menn hafa lofað hann í hástert, þakkað honum á hverjum degi fyrir allt gullið sem þeir hafa grætt, alla fínu bílana, fermetramörg einbýlishúsin, allar utanlandsferðirnar, flatskjáina, virkjanirnar og síðast en ekki síst fyrir alla góðu bankana, sem hafa lánað peninga í tonnum í alla dýrðina. Ó my God, thank you. Þetta hefur farið nett í taugarnar á þeim í neðra, sem brýst nú fram á markaðinn með miklum krafti. Menn heyrast nú sótbölva út um allar jarðir: Helv... bankarnir, andsk..... ríkisstjórnin, djöf........ verðbólgan,  helv...... okur, þetta er nú meiri djöfu.......... ótíðin, hvers konar djöfu...... verð er á þessu og þar fram eftir götunum. Nú hefur Kölski hafið gífurlega auglýsingaherferð, sem byrjar í Hafnarfirði, með því að láta menn bjóða kolsvarta leðju sína til gatnagerðar á 666.666.666 kr. Og viti menn, Hafnarfjarðarbær kokgleypti agnið og virðast nú bjartir tímar framundan fyrir þann í neðra. Andskotinn hafi það.
mbl.is Buðu 66.666.666 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glastonbury komin í gang

 

 

 Glastonbury komin í gang!!!! Let's rock and roll!!!!!

null


mbl.is Glastonbury hátíðin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband