Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvaða nýjum lánum?

Hvaða nýjum lánum? Eru bankarnir ekki hættir að lána? Og hver hefur efni á að taka lánin? Er þetta ekki bara auglýsingabrella? Bara að velta þessu fyrir mér.
mbl.is Kaupþing lækkar vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inter 1- Chelsea 0

Mourinho er mættur til leiks á ný. Farinn að safna í sarpinn. Lampard kominn til Ítalíu og fleiri Chelsea menn gætu verið á leiðinni. Kannski Carvalhio næstur á eftir Lampard. Eitt er nánast víst að Mourinho hefur ekki tekið að sér knattspyrnustjórastarfið hjá Inter, nema að fá væna fúlgu til að spila úr og klófesta þá leikmenn sem honum finnst vanta í hópinn hjá Inter. En gott að kallinn er aftur kominn í boltann. Það verður gaman að fylgjast með honum í vetur.
mbl.is Lampard farinn til Inter
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgíuflipp og veðurblíðuvax

Nú fer ég á nostalgíuflipp. Nú verð ég að drífa mig austur og endurnýja kynnin af síðasta vetri. Finna slydduna leika um líkamann og þvo burtu þetta veðurblíðuvax sem hefur sest á mann undanfarnar vikur. Úff. Það verður svalt og hressandi maður. Maður lifandi.
mbl.is Varað við snjókomu og hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og minkétandi urriðarnir

Nú þegar veiðitímabilið er að hefjast hjá mér hringi ég beint í Össur urriðamálaráðherra og spyr hann hvernig ég eigi að haga mér gagnvart urriðanum. Það er greinilega ýmislegt að varast í veiðiskapnum. Hitt er annað mál að það er kannski hið besta mál að urriðinn éti meindýrið mink, en svo er önnur saga hvort maður vill leggja sér minkétandi urriða til munns.
mbl.is Urriði át mink
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugumferðarstjórar rífast um verkin mín

Ég er greinilega á rangri hillu. Og þó. Ég gæti selt flugumferðarstjórum verkin mín. Þeir hljóta að geta greitt mér gott verð. Og þá brosir veröldin framan í mig og flugumferðarstjórana. Þeir með falleg verk og ég, með peningana þeirra. Þá get ég líka gefið hjúkrunarfræðingum nokkur verk þeim til yndisauka. Þeir eiga það skilið.
mbl.is Búið að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri. Ólátabær?

Hvað er í gangi í höfuðstað Norðurlands? Þessum annars friðsemdarbæ. Það eru álíka margar fréttir sem berast af alls kyns ólátum þaðan og úr miðbæ Reykjavíkur. Af fréttum að dæma er allt á kafi í eiturlyfjum með tilheyrandi ofbeldi. Við munum eftir götuóeirðunum á bíladögum og ýmsu fleiru. Þetta er grafalvarlegt. Þó hefur mér stundum fundist að lögregla hafi gert úlfalda úr mýflugu í ýmsum málum en það á nú við um fleiri lögregluumdæmi á landsbyggðinni. Maður hefur séð forsíðufréttir í stílnum: Tekinn með 0.3 grömm af hassi. Það hljóta að vera hin stórhættulegu hörðu efni og vaxandi ofbeldi sem lögreglan á að einbeita sér að. Það finnst mér. 
mbl.is Átök innan fíkniefnaheimsins á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man U til Portúgal

Jæja. Þá losnar maður um stundarsakir við Man U bullurnar frá Íslandi. Þær fara nú allar til Portúgal til að þamba Soccerade. Það verður að styðja sína menn. Fram í rauðan dauðann. Það held ég nú.
mbl.is Ronaldo auglýsir íslenskan íþróttadrykk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barið á Grænlendingum.... eins og venjulega

Djö....... tvöfalt siðferði. Íslendingar og Japanir veiða hvali í vísindasky(i)ni!!! Heiðarlegir Grænlendingar fá ekki að veiða örfáa hvali eins og þeir gerðu og hafa gert um árabil án þess á nokkurn hátt að trufla lífríki sjávar. Og þeir selja ekki afurðirnar út um allar jarðir, nei þeir lifa einfaldlega á þessu eins og öðru sem finnst í þeirra nánasta umhverfi. Hinar svokölluðu siðmenntuðu þjóðir ættu að skammast sín niður í skott. Svo þegar það hentar t.d. Japönum og Íslendingum, þá eru þeir frumbyggjasjómenn!! Svei!!!!
mbl.is Mega ekki veiða hnúfubak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki voru þetta fyllibyttur í miðbænum á

Ég hef aldrei skilið þetta með ókristilegan tíma á nóttunni. Er það ekki þá sem englarnir eiga að vaka yfir okkur? Og í sambandi við garðsláttinn, ekki voru þetta fyllibyttur í miðbænum. Ó nei.
mbl.is Garðsláttur á ókristilegum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar rústa Rússum

Aldrei spurning. Rússar, sem sýnt hafa góða takta til þessa í keppninni, voru heillum horfnir, og hittu fyrir ofjarla sína í mjög svo taktísku og vel spilandi liði Spánverja. Úrslit 3-0 fyrir Spán. En er ekki fótbolti leikur 22 manna sem leika í nítíu mínútur og Þjóðverjar vinna? Einhver sagði það. Var það kannski Gary Linaker? Gott ef ekki er. En Áfram Spánn.
mbl.is Spánn mætir Þýskalandi í úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband