Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

"Stelpurnar okkar". Öll viljum við eiga þær

Nú verður íslenska þjóðin að sýna í verki að hún stendur við bakið  á stelpunum sínum. Nú höfum við öll eitthvað að hlakka til. Þær þurfa móralskan stuðning og fjárhagslegan stuðning sem getur fleytt þeim enn lengra. Ekki hefur staðið á þjóðinni að styðja "strákana sína" en nú er komið að "stelpunum okkar" Framfarirnar eru miklar og það verður að halda dampi. Norðmenn, Danir og Svíar hafa markvisst unnið með kvennalandslið sín undanfarin ár (og það hefur skilað sér í frábærum árangri þessara liða), og nú er komið að okkur. Áfram stelpur! Þíð eruð frábærar. Ef eitthvað verður afgangs af peningum, þá tökum við listamenn á móti fjárframlögum, en bara ef við höfum unnið fyrir því. (Djók)
mbl.is „Núna eigum við alla möguleika í heiminum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIGTRYGGUR VANN

Mikið helv..... er þetta sniðugt hjá þeim glímumönnum. Einhvern veginn hefur þeim tekist að draga saman 14 þjóðir sem vita lítið sem ekkert um glímu og: BINGÓ!! Við erum orðnir heimsmeistarar! Það er eitthvað annað en í boltaíþróttunum. Boltamenn gætu lært mikið af glímukóngum. Þeir hafa glímt við ýmiss vandamál í gegnum tíðina en nú er málið leyst. SIGTRYGGUR VANN.
mbl.is Klappað og klárt fyrir HM í glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skil ég af hverju...........

Nú skil ég af hverju mér er alltaf illt í bakinu. Shit.
mbl.is Bakveikur vegna hamagangs í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska landsliðið í róbótafótbolta

Hefði ekki verið ráð að senda bara íslenska karlalandsliðið í fótbolta í þessa keppni? Þar er hvort sem er engin sjálfstæð hugsun í gangi og þetta hefði verið fínasti vettvangur fyrir það. Ég segi nú bara svona.
mbl.is Íslendingur á EM í róbótafótbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar lögregluskýrslur upp á borðið!!!!!

Nú sverfur til stáls. Allar lögregluskýrslur upp á borðið!!!!Moggamenn: Ósmekklegt að birta bara mynd af einum skemmtistað úr allri flórunni í miðbænum.
mbl.is Íbúar miðborgar vilja gögn lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

From patient - To patient - íslenska krónan í öndunarvél - gjaldmiðill í gjörgæslu

Þetta er sýnishorn af verkinu mínu From patient -To patient, sem er til sýnis í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Íslenska krónan í öndunarvél- Gjaldmiðill í gjörgæslu. Athugið að andardráttinn vantar, en hann er hluti af verkinu.


Tyrkir frábærir

Eins og ég sagði áðan: Frábær leikur. Tyrkir eiga heiður skilinn fyrir hetjulega baráttu og yfirgefa keppnina með mikilli sæmd. Þeir voru meira inni í leiknum í kvöld og hefðu hæglega getað unnið. Til hamingju Tyrkland. En eins og ég sagði áðan: Þjóðverjar tóku þetta á reynslunni (og seiglunni).

Frábær leikur!!!

Hreint út sagt: FRÁBÆR LEIKUR!! Tyrkirnir berjast eins og ljón, búnir að eiga tvö sláarskot yfirspiluðu Þjóðverja gjörsmlega fyrsta hálftímann. Þjóðverjar aðeins komnir í gang og skoruðu úr sínu fyrsta færi. Staðan 1-1 og ómögulegt að segja til um úrslit leiksins. Samt verður að telja að Þýskir taki þetta á reynslunni og seiglunni en Tyrkirnir hafa sýnt það áður að það má aldrei afskrifa þá. Nú bíðum við bara eftir seinni hálfleik.
mbl.is Þjóðverjar unnu Tyrki 3:2 og leika til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðhjól eru til að hjóla á..... ekki í

Hitti hjólaviðgerðarmanninn minn á Hverfisgötunni í dag en hann hefur gert við mín hjól í 15-20 ár. Hann brosti út í bæði. Sem er svo sem ekkert nýtt, ákaflega geðgóður maður og greiðvikinn. Hann sagði að það hefði aldrei verið meira að gera hjá sér en nú. Enda kominn með aðstoðarmann. Það var ekkert sérstaklega mikið að gera hjá honum þegar ég fór að biðja hann um aðstoð varðandi hjólin, en nú er öldin önnur Og svo leigir hann út einhver ósköp af hjólum. Ég hef nú ekki verið neitt sérstaklega duglegur við hjólreiðar undanfarin ár en er að hugsa um að breyta því. Ég hef verið mikið á flakki í útlöndum og einhvern veginn ekki komið mér upp hjólarútínunni aftur. Notað bílinn allt of mikið, sem oft er hreinasti óþarfi, þar sem ég bý í miðbænum og sæki flest sem ég þarf þar. En að finna lyktina inn á verkstæði hjá þeim gamla var eins og að verða barnungur á ný og fiðringur fór um allan kroppinn. Vel á minnst: Okkur vantar fleiri handverksmenn í miðbæinn. Það er frábært að hjóla, svo lengi sem við pössum okkur á að hjóla ekki í reiðhjólin eins og þessi danski sem misnotar þau kynferðislega.
mbl.is Engin kreppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með seiðing í rasskinnunum

Ég get alveg sagt að ég sé góður í golfi, en ég er það ekki. Eiður Smári getur líka alveg sagt að hann sé góður í golfi, þó hann sé það ekki. Sjálfur hef ég aldrei þorað að spila golf því ég hef séð hvernig vinir mínar heltakast af golfbakteríunni og engin leið til baka. Það sama gildir um hestamennskuna. Síðast reið ég út 14 ára gamall og það var voða gaman, en ég er ekki frá því að ég sé með seiðing í rasskinnunum allar götur síðan. Það er þó hugsanlegt að það sé eftir annars konar reið. Við ykkur með sauruga hugsunarháttinn vil ég taka fram, að ég er ekki hommi.
mbl.is „Get ekki sagt að ég sé góður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband