Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Krónuklám

Upp og niður kvað hún amma

upp og niður sögðu pabb' og mamma.

Upp og niður upp og niður

upp og niður sungu öll í kór.

Þetta er ekkert sem maður heyrir í svefnherbergjum landsmanna. Þetta er úti um allt, alls staðar.

Íslenskur veruleiki. Krónuverkið mitt er í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Sjón er sögu ríkari.


mbl.is Krónan styrkist um 1,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíu englar

Bergur Thorberg: Biðhetjur, Biðenglar

 

Tíu englar fyrir nóttina.

Góða nótt


Happatalan þrettán?

Ef Tyrkjum tekst að halda í við Þjóðverja í þessum leik verða þeir ekki bara þjóðhetjur heldur hetjur um allan heim. Þeir geta að vísu kennt sjálfum sér að einhverju leyti um hvernig komið er fyrir þeim, því þeir hafa leikið af mikilli hörku, leikið mjög fastan bolta, eins og sagt er, enda bæði laskaðir og einhverjir  í banni. Vafasamt er þó, að allt sem sést hefur til þeirra á vellinum, sé fótboltanum til framdráttar. Vissulega baráttuglaðir en mjög harðfættir. Þetta minnir á söguna um tíu litla negrastráka, þeir hafa horfið einn af öðrum, og nú standa þeir eftir þrettán (útispilarar). Hver veit, kannski verður það happatalan þrettán, sem fleytir þeim alla leið? Annað eins hefur nú gerst.

Hvað er í gangi?

Hvernig er það? Fjallar Landsbankadeildin orðið bara um Stefán Þórðarson og Guðjón Þórðarson? Er deildin of lítil fyrir þá og þeir of stórir fyrir deildina? Eða er deildin of stór fyrir þá og þeir of litlir fyrir deildina? Ég botna ekkert orðið í þessu. Er einhver hasar í gangi milli þjálfara Skagamanna og KSÍ? Er von að maður spyrji.
mbl.is „Hann sló mig í andlitið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsameistari Ríkisins

"Húsameistari ríkisins sagði: Ekki meir, ekki meir" 
mbl.is Bjarndýrsútkall í Langadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt siðgæði "siðmenntaðra " þjóða

Ja það er vandlifað í henni versu. Það má ekki drepa hvalina og helst ekki skoða þá heldur. Það eina sem eftir er, er að setja bara á algert sjóferðabann svo verur hafsins geti synt um og fjölgað sér í friði  fyrir dýrvondri mannskepnunni. Hvað með aumingja rollurnar sem fá ekki frið fyrir byssuglöðum ísbjarnarveiðimönnum þessa dagana? Og hvað með aumingja manneskjuna sem er að drepast úr hungri út um alla heimsbyggðina? Kannski vegna þess að hinn svokallaði "siðmenntaði" heimur er óþreytandi við að þröngva sínu tvöfalda siðgæði upp á þjóðir og menningarhópa sem kæra sig ekki hót um það? Ég bara spyr? Er ekki líka voðalega vinsælt að halda ráðstefnur um alla skapaða hluti í boði hússins? Ég þekki alla vega nokkra sem nærast á því sækja ráðstefnur út um allann heim, allt borgað af Ríki eða einkageira en árangurinn af þessum "ráðstefnum" lætur oftar en ekki á sér standa. Og flestum virðist standa á sama um það.
mbl.is Hvalaskoðun gagnrýnd í Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Humarveisla í Vestmannaeyjum?

Æi. Maður verður þá humarslaus næstu helgi ( eins og reyndar flestar helgar). Það er að skemmta skrattanum í skötulíki að halda eitthvað annað. Nema maður drífi sig til Vestmannaeyja. Kannski verður humarveisla þar? Kannski er bara nóg að fara niður á Fiskistofu? Hvað veit ég? Nei, ég segi nú bara si sona.
mbl.is Landaði humri framhjá vigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að skipta um kindarlegur í þjóðinni

Sáust ekki bara spor eftir kindur? Ha? Það er ósköp eðlilegt. Sauðunum var öllum fórnað þegar týndi sonurinn kom loksins heim. Eins og ég sagði í gær. Sem sagt: Búið að éta allar rollurnar. Svo nú heyrist ekkert jarm lengur á Skaga. Ef maður vill heyra almennilegt jarm, þá verður maður að fara til Reykjavíkur. Hitt er annað mál svo að þjóðarsálin gangi nú almennilega, verður að skipta um kindarlegur í henni, annars er hætt við að hún lendi bráðlega á hálum ís(birni). Og auðvitað verður löggan á Sauðárkróki að fara að passa sig. Þeir eru orðnir ansi kindarlegir. Maður veit aldrei hvað fólki dettur í hug þegar það sér hana næst. 
mbl.is Björninn væntanlega rolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Black out- Finito

Í dag sjá allir Íslendingar hvítt. Á morgun verður allt grátt. Hinn daginn verður svo allt svart. Black out. Finito.
mbl.is Leit að bjarndýri stendur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

skepnan.ég

Nú verður gaman að lifa!!!!! Nú geta allir fengið takmarkalausa útrás fyrir egóið. Pælið í'ðví bara: absoloutly.best, most.beautiful, devil.hell, god.heaven, bergur.besti, abroddinn.nuna, enginn.vandi, ekkert.mál, einfaldlega.bestur, besti.bloggarinn. Auðvitað geymi ég öll bestu lénin fyrir mig, skepnurnar ykkar, svo þið stelið þeim ekki frá mér. skepnan.ég
mbl.is Ný rótarlén væntan.leg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband