Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Af hverju er ég svona gáfaður?

Kári reddar öllu. Nú fæ ég loksins að vita af hverju ég er svona gáfaður. Ekki hef ég vit á því sjálfur. Svo mikið er víst. Svo fæ ég líka að vita af hverju ég hugsa svona hratt. Svo hratt að ég er löngu búinn að gleyma hvað mér datt síðast í hug. Hvar var ég aftur...... já......... nei..... það held ég ekki......og þó.........
mbl.is Íslensk erfðagreining stefnir að síðasta takmarki líffræðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan í gjörgæslu

Bendi enn og aftur á verkið mitt: From patient- to patient, íslenska krónana í öndunarvél í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30.
mbl.is Gengi krónunnar í sögulegu lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskræningjaskip

Ég er sammála einum bloggvina minna um nota orðið sjóræningjaskip í merkinguni: Skip sem veiða í leyfisleysi fiskveiðiráðs á ákveðnu hafsvæði, er rangt. Í mínum huga eru og voru sjóræningjaskip, skip sem rændu því sem er og var á sjó en ekki því sem er í sjónum. Veiðiþjófaskip eða fiskræningjaskip, væru miklu nærtækari orð. Tillögur óskast.
mbl.is Engin sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn heim að fósturjarðar sinnar strönd og hlíðum

Þetta er örugglega ísbjörn. Nú getum við verið alveg viss. Hann sést á göngu við BJARNARFELL við BJARNARVÖTN. Hreyfir sig þunglamalega enda kominn heim og mamma er búin að gefa honum nóg að éta, feginn að hafa endurheimt týnda soninn, sem hvarf út í hinn stóra heim fyrir margt löngu en fann loksins klakabrot til að ferja sig heim að fósturjarðar sinnar strönd og hlíðum. Íslenska þjóðin fagnar endurkomunni og samfagnar fjölskyldunni allri.
mbl.is Hvítabjörn á Skaga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórbrotin kona á braut

Fallinn er frá einn af almestu snillingum sem íslenskt leikhús hefur eignast. Hún kom eins og stormur inn í leikhúsið á sjöunda áratugnum og þann storm hafði ekki lægt er kallið stóra kom. Það var unun að fylgjast með starfi þeirra hjóna, Brynju og Erlings, og ljóst er að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni, því Benni sonur þeirra er einn albesti leikari og leikhöfundur samtímans. Verk þessarar samhentu fjölskyldu eru og hafa verið stórkostleg í gegnum tíð sem á stundum var ekki tilbúin fyrir þeirra framtíðarsýn en sem betur fer æði oft. Margir munu minnast Brynju því margir voru samstarfsmennirnir og ég hygg að flestum sé samstarf við hana eftiminnilegt. Við drúpum höfði til minningar um þessa stórbrotnu konu og ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til Erlings og Benna. Blessuð sé minning Brynju Benediktsdóttur. 
mbl.is Andlát: Brynja Benediktsdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar Evrópumeistarar

Bless bless Ítalía. Ítalía átti allsekki skilið að komast lengra í keppninni. Forn frægð dugði ekki í kvöld. Leikurinn var ákaflega tilþrifalítill en sigur Spánverja þó sanngjarn. Ég er samt hræddur um að Spánverjar verði að spila mun betur en í kvöld ,ef þeir ætla sér eitthvað í undanúrslitum gegn Rússum, sem eru með ungt, frískt og frábært lið, það yngsta í keppninni. Ég vona enn og spái að Rússar verði Evrópumeistarar. Og hana nú.
mbl.is Heimsmeistararnir fallnir úr keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Riddarinn á hvíta hestinum

Eina sem þeir sáu var ljós hestur á Skagatá!!! Eins og það sé eitthvað grín??? Vita þeir ekki að þetta var riddarinn á hvíta hestinum sem allar stelpur fyrir sunnan eru að bíða eftir!! Hann er þarna í viðbragðsstöðu ef fleiri ísbirnir láta sjá sig. Ekki gera grín að honum. Hreint ekki. Nei!!!!!
mbl.is Engir hvítabirnir sjáanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpur: Deita bara lækna eða lögfræðinga

Með tilliti til fyrrgreinds slyss ættu konur að hafa eftirfarandi í huga:

Nr. 1: Alltaf að vera með lokuð augun þegar þær fara í G-strenginn.

Nr. 2: Sleppa bara G-strengnum og ganga nærbuxnalausar. (Hann hylur hvort sem er ekki neitt).

Nr. 3: Láta alltaf prófessional manneskju klæða sig í strenginn.

Nr. 4: Deita bara lækna og ef það gengur ekki, þá lögfræðinga.

 


mbl.is Nærbuxnaslys kært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mömmusyndrom

Enn einn mömmusyndrom glæpurinn? Ussssssss............
mbl.is Framdi morð og skrifaði um þau
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrossakaup á Grænlandi

Þetta er alger óþarfi. Ingibjörg Sólrún er á Grænlandi til að redda okkur hvítabjörnum til að viðhalda spennustiginu hjá íslensku þjóðinni. Og enn fiskast í sjónum og bændur framleiða kjöt sem nægir okkur til viðurværis, svo okkur vantar ekki ennþá neitt ísbjarnarkjöt. Fregnir hafa borist af því, að Gæslan hafi flogið yfir Hveravelli í leiðinni og séð þar ógrynni af hrossaflugum og þá flaug mér í hug að þetta væru hrossakaup hjá henni Ingibjörgu, þarna á Grænlandi.
mbl.is Hvítabjarnaflug í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband