Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Það er fnykur af þessu máli

Auðvitað óska ég Söru Björk og hinum stelpunum til hamingju með frábæran árangur og skil vel að hún hafi verið með í maganum síðan í gær. Sjálfur fékk ég líka heiftarlega í magann fyrir þremur dögum en mér fannst ekki leggjandi á þjóðina að gera það að blaðamáli. Það hefði orðið fnykur af því máli.
mbl.is Sara Björk: Með í maganum síðan í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó!!!!!!

Ég vil endurtaka hamingjuóskir mínar til Rússa. Ótrúlegt lið! Framtíðin er björt í Rússneskum fótbolta. Ég vísa til bloggsins míns strax eftir leik.

 


mbl.is Rússar í undanúrslit eftir sigur á Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússland valtar yfir stjörnum prýtt lið Hollendinga

Aldrei spurning. Fyllilega verðskuldaður sigur.Rússar með ótrúlega skemmtilegt lið. Ég spáði þeim sigri fyrir leikinn. Arshavin Stórkostlegur leikmaður. Vonandi verða þeir heimsmeistarar. Með yngsta liðið í keppninni. Hollendingar litu út eins og amatörar. Ég sá Rússa leika við Svía og þá sá maður strax að það bjó mikið í þessu liði. Áfram Rússland.

Grafinn lifandi... Djö...... sjálfur

Djöfullinn sjálfur!!!! HVER gerir svona lagað? Það verður að ná í það eða þau kvikindisillþyrmi , sem gera svona lagað. Og loka þau inni til betrunar, ef það er þá hægt. Eru menn í tölvuleik, bíómynd ? Eða útúrdópaðir? Blindfullir? Eða bara illgörn kvikindi sem ættu skilið sömu meðferð? Engin afsökun gildir í þessu máli. Þáð hljóta að vera leiðir til að rekja uppruna vesalings dýrsins. Það er heilög skylda manna að leita skýringa á svona firringu. Djö.................
mbl.is Dýraníðings leitað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruud van Nistelroy til Tottenham...............?

Já já. Markakóngur til Fenerbache en Berbatov og Ruud van Nistelroy saman í framlínu Tottenham. Hljómar vel.
mbl.is Markakóngur Spánar til Fenerbache
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kormákur er ekki "sá seki"

Sjálfur bý ég neðarlega á Grettisgötunni og fer ekki varhluta af hávaða er hlýst af "góðglöðum" nátthröfnum sem parkera sér fyrir utan húsið mitt eða nota götuna sem hraðbraut út á "lífið" og heim af "lífinu". Sú ferð getur verið bæði hröð og hávaðasöm um helgar. Ekki hef ég lesið umrædd ummæli Kormáks og ekki dettur mér til hugar að kenna honum um það. Vandamálið er miklu stærra en svo að kenna megi þar einum aðila um. Fari hávaðasamir gestir Kormáks og Skjaldar þaðan, finna þeir bara annan stað til að fá útrás fyrir þann hraða sem þeir hafa í sig látið. Hávaði berst frá mörgum "skemmtistöðum" í miðborginni og rölti fólks í annarlegu ástandi, þeirra á millum. Sjálfur fer ég með veggjum ef ég er seint á ferð um helgar, til að vera ekki fyrir fólki sem veitt fátt um, hvað það er að gera. Auðvitað hefur reykingabannið áhrif til aukins hávaða og óláta. Fólk slangrar um með bjórflösku í hendi og sígarettu í kjaftinum, því ekki má það reykja inni. Reykingabannið títtnefnda er dæmi um lögboð, sem ekki var hugsað til enda. Annarlegt ástand margra í miðborginni um helgar er ekki Kormáki Geirharðssyni að kenna eða sambærilegum veitingamönnum. Þar er um þjóðfélagslegt mein að ræða sem við öll hefðum gott af að hugleiða. Ekki síst stjórnmálamönnum úr takt við tímann. Ekki þykir mér gott að missa nætursvefninn eða týna upp glerbrot fyrir utan hjá mér að morgni. En ég hef valið að búa í miðbænum og ég einn get ekki ráðið því hvenær stjórnvöldum finnst tilhlýðilegt að veitingamenn loki dyrum sínum. Í miðbænum um helgar er fólk frá öllum heimshornum, öllum landshlutum og öllum hverfum borgarinnar. Svo má kannski segja að menn skíti ekki heima hjá sér og geri það bara í miðbænum í staðinn. Þetta mál varðar okkur öll og kominn tími til að við uppgötvum það.
mbl.is Hávaðinn óþolandi að sögn íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pálmi kominn í fatahengið

Jæja þá er Pálmi kominn í fatahengið. Eða er það ekki rétt skilið hjá mér að hann verði yfirhafnarvörður? Hann klárar sig í því strákurinn, Það er ég viss um.
mbl.is Pálmi Gestsson hafnarvörður í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Modric. Ný stjarna er risin

Náði bara að horfa á seinni hálfleik og þetta varð ótrúlegur leikur. Svei mér þá ef Tyrkirnir áttu þetta ekki bara skilið. Þvílík barátta. Til eftirbreytni. En augnakonfekt var að fylgjast með nýjum liðsmanni okka Spursara Modric. Þvílíkur leikmaður. Nammi namm.
mbl.is Tyrkir unnu í dramatískum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selur ísbjarnarkjöt og feldi

Hún er auðvitað að kaupa ísbirni á fæti eða að selja Grænlendingum ísbjarnarkjöt og isbjarnarfeldi. Big buissness.
mbl.is Ráðherra heimsækir Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hengilása á frystigeymslur

Æi, greyin. Þeir hafa verið svangir. En athygli vekur að þeir stálu hvalkjöti en ekki nautakjöti, asnakjöti eða svínakjöti. Þeir eru náttúrulega orðnir sólgnir í hvalkjöt, eftir að hafa elt japanska hvalveiðiskipaflotann og nælt sér í bita og bita þar, sem fallið hefur frá borði japanskra veiðiskipa og líkað vel. Nú verður Hvala- Kristján að setja rammgerða hengilása á sínar frystigeymslur því langreyðarkjötið þykir víst afar ljúffengt. Bragð er að þá barnið finnur.
mbl.is Grænfriðungar handteknir fyrir þjófnað á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband