Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Cristiano Ronaldo. Ofmetnasti leikmaður heims?

Klárlega sanngjarn sigur. Þjóðverjar hófu leikinn af miklum krafti, eins þeir hefðu vaknað úr dvala og héldu haus allan tímann. Bestu leikmenn: Ballack, Schweinsteiger og Podolski ( nýr Tottenhamliðsmaður?). Cristiano Ronaldo sást ekki í leiknum. Kannski ofmetnasti leikmaður heims? Ballack var stórkostlegur í leiknum og þegar Portúgalir gerðu harða hríð að marki þýskra undir lokin stóð hann vörnina fyrir framan teiginn með miklum sóma. Til hamingju þýskir.
mbl.is Þjóðverjar í undanúrslit eftir 3:2-sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú einhver háðfuglinn kominn á stjá?

Þríbjörn? Hvað er í gangi? Ég sem ætlaði að ganga á Esjuna á morgun. No way!! En ég treysti Pólverjum. Eða er einhver háðfuglinn að gera at? Bíðum.
mbl.is Þriðji björninn á Hveravöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðborgarþjónninn minn

Svona eiga sýslumenn að vera. Þar sem ég bý í miðborginni hlýt ég að fagna þessu. Ef ég verð svangur á nóttunni eða vantar eitthvað að drekka, þá hringi ég bara í miðborgarþjóninn minn. Losna við liðið fyrir utan hjá mér, fara út með hundinn eða ef mig langar í........... nei annars, sleppum því. Þetta verður lúxuslíf um helgar. Þeir sem búa í Grafarvoginum geta bara hjálpað sér sjálfir.
mbl.is Miðborgarþjónar aðstoða borgarbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löwbann og Scolaribókardæmi

Löwbann, samkvæmt lögum feitra ríkra kalla, sem ferðast um heiminn og lifa í vellystingum í vernduðu umhverfi, á kostnað okkar sem elskum fótbolta. Maður móðgar ekki fjórðu prímadonnuna án tvöfaldrar refsingar. Þú ert heppinn að vera ekki sendur heim. Hún gæti misst lystina á kavíarnum og kampavíninu. Upp í stúku með þig. Þú sérð líka miklu betur þaðan. Málið dautt.
mbl.is Scolari vill að banni Löw verði aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúl

Það er ekki verra að hafa kúlu á heilanum en að hafa lag á heilanum. Stundum fær maður þá flugu í höfuðið að maður hafi fengið kúlu á ennið. Kúl. En það er ekkert kúl að vera andvaka. Þá þarf maður að yrkja. Um heima og geima.
mbl.is Plánetur á ferðalagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadrukkinn á hjóli? Nei ósköp "venjulegur" borgari

Ég lagði bílnum mínum  við Laugaveginn í dag í blíðunni. Urmull af fólki spígsporaði á gangstéttunum og naut góða veðursins eða var þar í einhverjum erindagjörðum, eins og gengur. Nema hvað. Allt í einu heyri ég dynk og lít upp. Þá hafði hjólreiðamaður keyrt á bílinn minn. Hann féll við en reis á fætur og steig á bak hjólhestinum og hjólaði burt. Ég stökk út úr bílnum og kallaði á eftir honum: Meiddirðu þig? Hann varð hálf hvumsa við, en svaraði: Ha, nei, það held ég ekki. Skemmdi ég nokkuð bílinn þinn? Ég svaraði að bragði: Ha, nei, það held ég ekki. Svo hvarf hann ásamt spúsu sinni í mannhafið. Ég varð vitni að því að fjöldi manns hjólaði á gangstéttunum, sem iðuðu af gangandi fólki, en af hjólinu skyldi fólk ekki. Með poka á stýrinu, hjólandi hægar en gangandi vegfarendur, slagandi á milli manna eins og dauðadrukkið væri, sér og öðrum til stórhættu. Auðvitað á fólk að leiða hjólið sitt undir svona kringumstæðum. Er þetta svona töff að vera á hjólinu, hvað sem það kostar? Ég bara spyr sisona. En auðvitað erum við á Íslandi. Þar er ekkert verið að spyrja um leyfi. Gildir einu hvort keyrðir eru niður bílar, börn eða gamalmenni. Það er ÉG, sem er úti að hjóla.

Það verður að gera allt til að Kópavogsbúar komist ekki til Reykjavíkur.

Það verður auðvitað að gera allt til þess að Kópavogsbúar komist ekki til Reykjavíkur. Gaddavírsflækjurnar eru hluti af þeirri aðgerð. Það er ekki nóg að vera með varðturninn Borgarspítalanum. Það getur alltaf eihver sloppið. Verst með blessaða hundana. Voru þeir kannski á öfugum flótta?


mbl.is Hundarnir fundnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan í öndunarvél-- hjá Bergi Thorberg

Minni á verk mitt um íslensku krónuna í öndunarvél í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30. Opið 14-17 alla daga. Titill verksins er : From patient--To patient. Í verkinu tengi ég krónuna við fullkomna öndunarvél. Kveðjur. Thorberg.
mbl.is Gengi krónunnar aldrei lægra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Gamlárskvöld í gær?

Aumingja dýrin. Það er ekkert nýtt að dýr verði ofsahrædd t.d. á Gamlárskvöld í öllum látunum. Hundar í minni familíu hafa skriðið í felur um áramót. Nema einn. Franskur Bulldog. Hún gelti bara á móti, þá fjögurra mánaða gömul, og urraði og lét öllum illum látum og vildi vera með í hasarnum. Hundaeigendur geta náttúrulega búið dýrin sín undir lætin um áramót að einhverju marki. Það er verra þegar þetta kemur á öllum árstímum. Ég vona svo innilega að dalmatíurnar komi í leitirnar fljótlega og jafni sig á óskundanum.
mbl.is Hundar trylltust við flugelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björninn til Skagastrandar

Einhvern veginn finnst mér að varðveita eigi Björninn á Skaga, þar sem leitaði landgöngu. T.d. á Skagaströnd, en þar er mikil menning í gangi þessa dagana. Hins vegar er góð sú hugmynd forstöðumanns safnsins á Stokkseyri að lokka birni með æti inn í búr. Mér fannst dálítið skrýtið að það kæmi aldrei inn í umræðuna um birnina tvo fyrir norðan.
mbl.is Hvítabjörninn á Stokkseyri?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband