Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

400 hundruð manns í vinnu hjá Baltasar Kormáki

Ja, nú er nóg að gera hjá Balta mínum, bara 400 manns í vinnu og bætast örugglega fleiri við. Það er bara einn hængur á fyrir okkur Íslendinga að hin nýja mynd Balta: Run for her life, er ekki tekin á Íslandi. Þetta sýnir hvað menningin getur skapað mörg störf og auðvitað eigum við Íslendingar að spýta í og stórauka íslenska sem erlenda kvikmyndagerð á Íslandi. Sem og aðra menningu. Það skilar sér alltaf til baka á einhvern hátt. Menningin er fjöreggið, sem við verðum að passa upp á, ekki minnast hennar bara í hátíðarræðum.

Ráðvilltir og stjórnlausir amatörar sem þéna milljónatugi á viku

Stórstjörnur Frakka léku eins og ráðvilltir og stjórnlausir amatörar og áttu sannarlega skilið að tapa leiknum. Þjálfarinn hlýtur að fjúka eftir þessa keppni og ýmsir leikmenn liðsins sjást ekki oftar í landsliði Frakka. Ítalir hafa oft byrjað stórmótin rólega og átt í basli framan af en oftar en ekki náð mjög langt. Það gæti alveg orðið raunin núna. Hollendingar áttu aldrei í vandræðum með Rúmena og eru með stórskemmtilegt lið. Fullkomnlega sanngjarn sigur.


mbl.is Ítalir fylgja Hollendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björninn sá étur ekki fleiri æðaregg. Svo mikið er víst.

Æ æ. Björninn er allur. Við bíðum frekari frétta um hvað hefur gerst. Auðvitað var vitað að eitthvað gat farið úrskeiðis. Það var það sem gerðist.
mbl.is Ísbjörninn að Hrauni dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugurnar syngja við fallega rós. Fagurklædd börnin fá af mæðrunum hrós

Auðvitað er fjölmenni í miðborginni. Allt fer vel fram undir styrkri stjórn Benónýs Ægisonar.  Peysufötin og börnin og og blöðrurnar á sínum stað. "Flugurnar syngja við fallega rós. Fagurklædd börnin fá af mæðrunum hrós. Á austurvelli er ástfangið par. Ákveðið í því að elskast þar. Trúbador syngur á torginu lag. Tilbúinn í þennan himneska dag." (Bergur Thorberg 1987). Vonandi verður ekki of mikill galsi í fólki þegar kvöldar. Í gærkvöldi og alla nótt var ekki mikill svefnfriður í mínum húsum fyrir góðglöðum nátthröfnum. Gleðilega þjóðhátíð.
mbl.is Fjölmenni í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað fyrir dýranafnanefnd.

Ég sting upp á bjössi verði kallaður Bjössi Hraunkló Eða Björn Skagan. Eða bara Lúlli. Og sá fyrri: Þverár- Björn.
mbl.is Vill nefna björninn Ófeig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sko Björgólfana

Sko Björgólfana. Enn eitt sinn eru þeir tilbúnir að leggja sitt að mörkum. Til náttúruverndar og menningar. Sem kostar sitt. Til eftirbreytni fyrir þá sem eiga nóg af aurum.
mbl.is Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virrænt og flott

Það verður að hrósa fólki líka. Þetta kalla ég fljóta og vitræna afgreiðslu. Til hamingju með þetta.
mbl.is Erfið aðgerð framundan að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar verk?

Það er ekki skrýtið að það gangi sundum erfiðlega að selja íslenska list. Fróðlegt væri að vita hvers konar verk er hér um að ræða. Eru þetta olíuverk, akrýlverk, vatnslitaverk eða eitthvað annað? Og hve stór eru þessi verk? Það er löngu þekkt að útlendingar banki upp á í húsum og bjóði málverk á slikk. Spurning um gæði, aftur á móti.
mbl.is Með 550 málverk í farteskinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanda sig... Það er málið

Nú verður að vanda sig. Íslenska þjóðin fylgist grannt með framvindu mála. Ég kom oft að Hrauni á Skaga sem barn og þar er mjög fallegt umverfi, þó afskekkt sé og frekar eyðilegt við fyrstu sýn. Auðvitað verður að huga að æðarvarpinu, viðkvæmt sem það er. Þá væri fróðlegt að vita hve lengi þessir tveir birnir hafi hugsanlega dvalið hér á landi, ef þess er nokkur kostur. Þeir eru kannski að flýja olíu í Alaska? Hver veit? Er ekki hægt að gefa honum að éta? Til að koma honum úr varpinu? Koma þessara tveggja bjarna til Íslands er hið undarlegasta mál. Eru það loftslagsbreytingar sem valda? Eða eru þeir að flýja mannanna verk, sem út af fyrir sig hafa og eru á leiðinni með að valda miklum loftslagsbreytingum. Vanda sig, það er aðalmálið.
mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olía eða ísbirnir?

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Og.... gamalt. Vantar nú meiri olíu? Til að kynda bálið? Sem brennur Bandaríkra mönnum í hag? Út um gjörvalla heimsbyggðina. En við Íslendingar, erum nú fljótir að ganga frá svona smámálum. Ef villist ísbjörn, að okkar Ísaköldu Landi, þá er hann drepinn strax. Málið dautt.
mbl.is Mega hrekja ísbirni á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband