Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Dólgar og dálkar

Þetta er dapurleg frétt. Tekin úr nútímanum. Best að taka það varlega í rútuferðum á næstunni. Og halda sig frá veiðimönnum, ef maður er á ferðalagi. Er öruggara að taka flugið en rútuna? Er ekki eitthvað af dólgum og dálkum þar líka? Ég þori ekki lengur í göngutúrinn sem ég ætlaði í. Rétt áðan. Maður veit aldrei.................  kannski mætir maður vélmenni sem svífst einskis? Þá er nú betra að hundurinn pissi inni. Í þetta eina skipti. Og svo ekki meir. Nema................................
mbl.is Maður afhöfðaður í rútu í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næturró í 101

Löggan reisir lítinn kofa

við Lækjartorgið.

Nú er þeim sem þurfa að sofa

þar með borgið.


mbl.is Nýtt hús lögreglu á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apótekin í bankana?

Meðalmenn eru ofarlega á lista ríkisskattstjóra þetta árið eins og endranær. Það eru ótrúlegir peningar í meðulum enda bryður íslenska þjóðin pillur sem aldrei fyrr. Og pillur eru dýrari á Íslandi en í öðrum löndum. Eins og reyndar flest annað. T.d. bankaþjónusta. Því kemur ekki á óvart að bankamenn séu ofarlega á þessum lista. Það er þó gott að þetta fólk greiðir verulegar fjárhæðir í ríkissjóð. Það eru víst sumir sem, þrátt fyrir miklar tekjur, finna sér leið gegnum skattakerfið og koma út á núlli eða því sem næst. Næst á dagskrá er að framleiða peningapillur, einhvers konar forðapillur, sem teknar eru fyrsta hvers mánaðar og eiga að virka í heilan mánuð og forða mönnum frá því að hanga á horreiminni. Þær pillur verða að sjálfsögðu framleiddar af meðalmönnum og til sölu í bönkum, gegn hóflegri álagningu. Alllir græða: Meðalmennirnir, bankamennirnir, ríkissjóður og hinn peningapilluétandi sauðsvarti almúgi.
mbl.is Greiðir 450 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri næsti fréttastjóri á RÚV?

Mér fannst ég vera í gamla Sovét. Og stundum var ég í einræðisríki í S-Ameríku. Og líka í Reykjavík Iceland. En samt var ég bara að horfa á Kastljós. Þar var borgarstjóri Reykjavíkur að kenna Helga Seljan, út á hvað fjölmiðlun gengi. Og allt í beinni. Ekki fannst mér Helgi þurfa á þeirri kennslustund að halda, þó borgarstjóri héldi það. Tími skilrúmana er genginn í garð og ekki pukrast lengur í dimmum bakherbergjum. Borgarstjóri í beinu sambandi við borgarbúa. Þetta er betra en "Nýju fötin Keisarans".

Afgangur handa aumingjum?

Jæja. Þá er Bússinn búinn að finna módelið fyrir Ísland. Nú er bara að keyra sambærilegt frumvarp í gegn hér á landi og málið afgreitt. Gæti jafnvel orðið afgangur til handa fólki á leigumarkaði og þeim húsnæðislausu, þó það sé nú frekar ólíklegt. Enda ekki hugsað ýkja mikið til þess hóps í íslenskum stjórnmálum (né amerískum).
mbl.is Bush samþykkir 300 milljarða sjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klósettskrímsli

Spurningin er hvort hægt er að segja að mannuxinn hafi vanrækt konuna. Þetta er misnotkun. Hann hefur getað gengið að henni vísri á baðherberginu og misnotað hana þar. Ljótt ef satt er. Fleira í fréttinni bendir til þess að ekki sé allt í lagi með þennan mannuxa. Er hann geðfatlaður eða glæpamaður? Ljót saga.
mbl.is Vanrækti konuna á klósettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grímur í giftingarhugleiðingum

Nú er ekki veður vott

og varla neitt í klessu.

Ansi fær hann Grímur gott

að gifta sig í þessu.


mbl.is 29 gráður og sólskin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konungur skógarins

Þá vitum við hvað Norðmenn gera við konunga sína. Þeir setja þá í pott og matreiða  fyrir vini sína. Gaman hefði nú verið heyra hvað elgurinn hafði til málanna að leggja. Sjálfur konungur skógarins. Áður en hann var borinn fram. Það er eins gott að halda vöku sinni þegar Norðmenn bjóða til veislu. Ekki síst ef maður er konungur.
mbl.is Geir heimsækir vini í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliglöp?

Leikmenn Man U reskjast eins og leikmenn annara liða. Það gera þjálfararnir líka. Að halda því fram tæpum mánuði áður en leiktímabilið hefst að eitthvert ákveðið lið geti varla blandað sér í titilbaráttu á komandi leiktíð: Eru það ekki bara elliglöp? Farið að hrikta í stoðunum, sem einu sinni voru styrkar? Spurt verður að leikslokum, hvað svo sem Alex Ferguson lætur hafa eftir sér.
mbl.is Ferguson hefur efasemdir um titilvonir Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friður?

Bandaríkjamaður lendir í Ísrael? Er það eitthvað nýtt? Að lofa öllu fögru er fallegt og fínt. Koma fagnandi til friðar, fyrir fullt og allt? Hver trúir því?
mbl.is Obama kominn til Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband