Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ólympíuleikar eru dýrt spaug..... fyrir suma.....

Nú er hart í ári hjá blessuðum Kínverjunum sem starfa í sendiráði landsins hér á landi. Íslenska kreppan bliknar borin saman við þá seyru sem þeir mega lifa við. Nú hafa auðvitað allir fjármunir kínverska ríkisins farið í Ólympíuleikana og enginn afgangur til, handa starfsmönnum ríkisins, a.m.k. er ekkert til fyrir þá sem húka hér norður í rassgati, fjarri stútfullum pottum á Ólympíuleikum. Af hverju mega þeir ekki hirða smá arfa blessaðir ef hann gerir þeim gott. Einhvern veginn verður blessað fólkið að lifa. Eða hvað? Við Íslendingar ættum að taka þá til fyrirmyndar og nýta betur þær afurðir sem við annars hendum sem ónýtum mat en getur reynsti hinn besti matur, fullur af næringu og góðum vítamínum. Það segi ég.
mbl.is Sendiráðsmenn hirða grænmetisúrgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft yfir Strikið

Fer Tarantino loks yfir strikið? Ég sá hann einu sinni í Kaupmannahöfn og hann var eitthvað að versla í miðborginni með fríðu föruneyti og ég gat ekki betur séð, en að hann hafi oft farið yfir Strikið, því ekki voru allar búðir sem hugnuðust honum, sömu megin á Strikinu. Svo það er langt síðan Tarantino fór yfir Strikið. Hafið mín orð fyrir því. Jájá. Svona er það nú.
mbl.is Fer Tarantino loks yfir strikið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auf wiedersehen

Þetta er nú bara fínt. Þetta eru frændur okkar Danir, ein af nýlenduþjóðunum okkar og auðvitað höldum við með þeim. Alveg ótrúlegt að heimsmeistararnir Þjóðverjar, séu úr leik. Hver hafði búist við því? Ekki hann ég. Danir eru ekki af baki dottnir. Hreint ekki. En þetta er áfall fyrir Þjóðverja sem státa af sterkustu handboltadeild í heimi. Það dugði ekki hér.
mbl.is Öruggur sigur Dana - Ísland í þriðja sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róaðu þig niður með hrútleiðinlegum fjármálaráðgjafa

Ég fæ nú ekki séð að það sé boðskapurinn í auglýsingum frá Lottó að menn rói sig niður. Þvert á móti er hvatt til gegndarlausrar eyðslu eins og röddin í útvarpinu er alltaf að tala um. Lýður heitir han víst eða Jón Gnarr. Hann lifir í vellystingum og lætur allt eftir sér og ætli millurnar hafi ekki líka safnast  saman hjá Jóni Gnarr, ef ég þekki auglýsingabransann rétt. Aldrei hef ég heyrt eða séð eitthvað um fjármálaráðgjöf og það að róa sig niður í auglýsingum frá Lottó. Ég er alveg pollrólegur yfir þessu en þeir hjá Lottó ættu kannski að drífa sig á fund með hrútleiðinlegum fjármálaráðgjafa og róa sig aðeins niður. Og passa upp á að hafa kortið með því fjármálaráðgjöf er sko hreint ekki ókeypis. Ónei.
mbl.is „Nauðsynlegt að róa sig niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spjótin flugu um helgina......... á Íslandi

Þó Ásdís hafi lítið getað kastað spjótinu undanfarið þá skutu margir íslenskir karmenn spjótum sínum um liðna helgi. Hvort þeir hafi náð lágmarkinu eða hvar spjótin lentu er ekki ljóst á þessari stundu, en árangur bestu kastanna kemur í fyrsta lagi í ljós eftir níu mánuði. Kannski líta þá dagsins ljós spjótkastarar framtíðarinnar sem verða landi sínu til sóma í hvívetna.
mbl.is Ásdís hefur lítið getað kastað spjótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Synir Faraós hefðu átt að vinna

Það var ekki mikill neisti í íslenska liðinu í nótt ( reyndar hófst leikurinn kl. 9.00 að kínverskum tíma). Þeir áttu ekki skilið jafntefli og hefðu átt að tapa leiknum. Kannski var um eitthvað spennufall að ræða en á svona móti verður að halda einbeitingu allan tímann. Snorri Steinn var eitthvað dapur í gær en hann verður bara þeim mun betri í átta liða úrslitunum. Egyptar verða bara betri og betri í boltanum og eiginlega synd að svona gott lið þurfi að fara heim. Að vísu keyra þeir of mikið á einum manni og það gengur aldrei til lengdar.
mbl.is Aftur gerði Ísland jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína eða Kastrup

Ja nú eru Danir orðnir tæpir maður. Þeir þurfa sigur gegn Þjóðverjum. Annars er það bara upp í flugvél: Kastrup takk!! Nú situr gremjan í þeim frá Íslendingaleiknum og gæti orðið til að hefta leik þeirra. Þjóðverjar eru jú heimsmeistarar, svo þetta getur orðið strembið fyrir frændur okkar Dani. En ég vona svo sannarlega að Danir komist áfram, því þeir eru með hörkulið. Áfram Danmörk!!
mbl.is Rússar unnu stórsigur á Suður Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fólk blágræna vatnsins á flótta"

Stífla brast í Miklagljúfri í dag. Havasupai indjánar eru þeir einu sem búa í Miklagljúfri árið um kring. Þeir eru aðeins um sexhundruð talsins og eiga kannski um 200 afkomendur annars staðar. Þeir hafa búið í gljúfrinu a.m.k. 800 ár og búa í bænum Supai. Sjálft orðið Havasupai mætti útleggja sem: "Fólk blágræna vatnsins". Þeir lifa náttúrulega að stórum hluta til á túrisma sem er mikill á svæðinu. Nú er bara að vona að takist að bjarga bænum, íbúunum hefur verið bjargað, því þarna liggja mikil menningarverðmæti og mikil synd ef Havasupai indjánarnir þyrftu að fara að temja sér aðra lífshætti sem alls ekki passa þeim.

A young Havasupai girl, circa 1900

 


mbl.is Stífla brast í Miklagljúfri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geislavirk efni?

Þetta er alveg ótrúleg frétt. Barn greinist með krabbamein 8 mánaða gamalt og þegar það er tveggja ára er það komið með fimm kílóa þungt illkynja æxli í nýra! Þvílíkur harmleikur en greinilega færir skurðlæknar þarna á ferð. Sameinuðu þjóðirnar og sérfræðingar benda á að mengun valdi fjölgun krabbameinstilfella. Spurningin er bara: Hvers konar mengun? Er það þessi "hefðbundna" mengun (t.d. aukið magn koldíoxíðs í andrúmslofti), eða eru þetta kannski geislavirk efni sem hafa leystst út í andrúmsloftið, jörðina og drykkjarvatnið, og hugsanlega þá vegna úraníumúrgangs eða annara eiturefna, kannski helst þeirra sem notuð hafa verið t.d. í Írak á undanförnum árum? Í tíð Husseins og síðar? Hvað veit ég?
mbl.is Fjarlægðu fimm kílóa illkynja æxli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirþjálfari Íslands er ekki þjálfari Keflvíkinga...... kannski sem betur fer

Engu líkara en Þróttarar hafi skilið allan sinn þrótt eftir heima í kvöld. 5-0!!!!! Ég hef ekki séð Keflvíkinga spila í sumar en líklega eru þeir þess megnugir að landa titlinum í ár, nú þegar FH virðist vera að gefa eftir. Og nágrannarnir í Grindavík sýndu grannakærleik með því að vinna FH. Já, það er eitthvað spennandi að gerast í boltanum suður með sjó. Það er annað uppi á teningnum uppi á Skaga. Þar virðist ríkja algert lánleysi og ekki séð fyrir endann á þeim vondu málum sem yfirþjálfari Íslands virðist hafa komið þeim í.
mbl.is Keflavík - Þróttur R., 5:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband