Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ólafur og Fjöllyndir

Ég segi nú bara Guð minn almáttugur eins og einn sambloggara minna komst að orði. Ólafur ætlar...... Ólafur vill þetta og hitt.... Ólafur lætur af embætti borgarstjóra (það eina jákvæða)..... Ólafur vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni....... Ólafur vill ekki þetta eða hitt.... Hverjum er ekki skítsama um það hvað Ólafur vill eða vill ekki hvað varðar borgarmálin. Ég segi það enn og aftur: Ólafur, snúðu þér að einhverju öðru þar sem þú getur gert gagn, því það getur þú örugglega, bara ekki í borgarmálunum....... láttu nú gott heita hvað þau varðar...... please....
mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manchester-Keflavík-Hverfisteinn

Batnandi mönnum er best að lifa. Hér áður fyrr var ástandið um borð í flugvélum í millilandaflugi vægast sagt oft á tíðum skrautlegt og stórhættulegt. Stór hluti farþega blindfullur og púandi út í loftið. Nú er búið að taka fyrir reykingarnar og kannski hafa þessir menn verið svona sólgnir í sígarettuna að þeir hafa gersamlega tapað áttum. Ég held samt ekki. Mennirnir hafa einfaldlega verið blindfullir og hafa verið það þegar þeir gengu (skriðu) um borð. Eitthvað vantar upp á eftirlitið þarna sýnist mér. Mannaumingjarnir hafa kannski verið að drekkja sorgum sínum eftir að Man U gerði bara jafntefli í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni? Nei nei segi bara svona. Allavega er þetta ljótt mál og tími til kominn að taka á þessum hlutum af festu. Það vitum við sem munum hvernig þetta var hér áður fyrr. Það ástand viljum við ekki aftur.
mbl.is Tveir flugdólgar leiddir burt í járnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pöntunarinnbrot

Já, það kreppir að hjá smákrimmunum eins og öðrum. Það er alþekkt að í kreppuástandi aukast innbrot. Þessir smákrimmar eiga þá ekki eins létt með að afla sér viðurværis (aðallega peninga fyrir dópi) og innbrot á heimili aukast. Því er stolið sem best er að koma í verð og þá vaknar spurningin: Hver kaupir svo dótið af liðinu? Það er hinn endinn á innbrotinu. Leiðir kreppan til þess að hinn "venjulegi borgari" slær á samvisku sína og kaupir ódýrt? Það er ekki ólíklegt í sumum tilfellum. Ég held jafnvel að sumir séu svo samviskulausir að þeir hreinlega panti sér vöru hjá innbrotsþjófum. "Mig vantar sjónvarp, fartölvu, síma, myndavél o.s.frv. Bíllinn minn var hreinsaður um daginn en þeir höfðu þó lítið upp úr krafsinu. Hann stóð í opinni bílageymslu á bak við hús. Og öruggt er að þjófar fylgjast með ferðum fólks og slá svo til þegar enginn er nærri.
mbl.is Einhver virðist vera að safna í hreiðrið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blokkera skytturnar

Nú er að sjá hvernig Íslendingum tekst að leysa þetta verkefni. Aðal vandamálið að mínu mati verður að halda saman vörninni því menn verða að spila að einhverju leyti framliggjandi vörn vegna þeirrar ógnunar sem felst í stórskyttum Pólverja. Ef tekst að blokkera skytturnar og hjálpa þar með markmönnunum, eiga Íslendingar góða von. Það verður vaknað snemma í fyrramálið á þessum bæ og fylgst grannt með og ég verð líklega ekki einn um það.
mbl.is „Þekkjum pólska liðið vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berbatov verði kyrr

Þetta verður kaaaaaaanski til að bjarga Arsenal eitthvað í vetur. Svona lagað ættu Tottenham menn að gera líka og gera nýjan samning við Berbatov og borga honum vel og hætta þessu kjaftæði að láta hann fara til Man U, sem allt og alla vill gleypa í krafti auðs síns. Og hananú!!!!!!

Tottenham's unsettled Bulgarian striker Dimitar Berbatov - Dimitar Berbatov urges end to Tottenham Hotspur-Manchester United impasse

mbl.is Adebayor með nýjan samning við Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lukkupottur á réttan stað

Þetta er alveg frábært. Þarna koma aurarnir sér vel. Það er ekki létt að vera útlendingur fjarri ættjörð sinni, læra nýtt tungumál (mjög erfitt) og oftar en ekki vinna einhver láglaunastörf (fleiri en eina vinnu), til að ná endum saman. Það hef ég sjálfur reynt. Svo innilegar hamingjuóskir til þessarar lánsömu fjölskyldu. Megi hún njóta vel.
mbl.is Hjón með 3 börn fengu stóra vinninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum það líka

Pólverjar skulu það vera. OK. Ég held að það sé nokk sama  hverjum við mætum í átta liða úrslitum. Pólverjar eru firnasterkir með sínar hávöxnu stórskyttur en hin liðin eru það líka. Ég held að það eina sem skipti máli núna sé, að við spilum vel, náum okkar besta leik. Við þekkjum handbolta og fótboltasöguna þar sem oftar en ekki mörg stórlið hafa farið tiltölulega rólega af stað á stórmótum, en fíleflst svo með hverjum leik og að lokum staðið uppi sem sigurvegarar. Ég held að öll þessi lið séu fær um að fara alla leið og engin leið að spá fyrir um framhaldið en, Áfram Ísland. Við getum það líka.
mbl.is Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óháð eða háð?

Marsibil er örugglega hin vænsta stúlka........ þó hún hafi verið í Framsóknarflokknum.. Nei segi bara svona. Það er eitt sem stingur mig í yfirlýsingu hennar og hefur með hugtök að gera. Hvernig er hægt að starfa óháð að borgarmálunum en starfa jafnframt með minnihlutanum. Hún er góð viðbót við minnihlutann en hvernig getur hún þá verið óháð? Heimskinginn ég skil greinilega ekki hvað það er, að vera óháður. Hvað með Ólaf Magnússon? Er hann óháður eða háður? Ég er alveg jafnnær.

                                  Marsibil

mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Homemade

Þetta hlýtur að vera íslensk útrásarhugmynd. Við Íslendingar erum svo vel tengdir í Kanada. Jahá, heimagert klámefni. Heyriði samtölin: Nei vá þetta er hann Siggi!! Aldrei hafði mér dottið til hugar að hann væri með svona stóran........, Nei bíddu nú, Magga var ekki svona gleið þegar hún var að skríða heim af barnum í gær......... Við konuna: Heyrðu Kolla mikið djö.... er þetta líkt þér...... Nei nei nei, þetta er ekki ég........ no way......
mbl.is Kanadamenn fá heimagert klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknin er á viðkvæmu stigi

Þetta hljómar eins og frétt af rannsókn í eiturlyfjamáli eða morðmáli. "Rannsóknin er á viðkvæmu stigi". OK ef lífi fólks hefur verið stofnað í hættu þá er það náttúrulega óforsvaranlegt en mér finnst bara löggan úti á landi oft á tíðum taka sig of hátíðlega. Smámál eru meðhöndluð eins og um stórmál væri að ræða og úlfaldar gerðir úr mýflugum. Og svo er hlaupið með allt smotterí í fjölmiðla. Eru menn að reyna að ganga í augun á Reykjavíkuryfirvaldinu og fá fyrir það punkta? Eða finna menn einfaldlega svona mikið til sín þegar þeir eru komnir í búninginn? Ég tek fram að þetta á ekki við alla lögreglu á landsbyggðinni, en býsna algengt samt. Það held ég.
mbl.is Rannsókn á viðkvæmu stigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband