Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Getum farið alla leið

Það eru ekki til nógu stór orð til að lýsa leik Íslendinga gegn Pólverjum. Hreint út sagt: STÓRGLÆSILEGT!!!!!!! Ég hef aldrei séð Íslenskt landslið leika á jafn öruggan og fumlausan hátt. Það gekk hreinlega allt upp, vörn, sókn og stórkostleg markvarsla sem var öðru fremur lykillinn að sigrinum, en hvergi var veikan hlekk að finna. Íslendingar komnir í undanúrslit á Ólympíuleikum!!!!! Það gerist ekki betra. Nú er bara að halda forminu, þá komumst við enn lengra, en við mætum annað hvort Spánverjum eða Króötum í undanúrslitum. Til hamingju strákar. Þið getið farið alla leið, ekki spurning. Áfram Ísland!!!!


Stórkostlegur leikur

Ég hef aldrei, aldrei, aldrei séð strákana spila svona góðan bolta. Þeir hreinlega fara á kostum og hafa gjörsamlega lokað á skyttur Pólverja. Björgvin Gústafsson er að sýna leik í markinu sem ég hef ekki séð íslenskan markvörð gera í landsleik. Stórkostlegur!!! Sóknin góð, hraðaupphlaup og línusendingar ganga upp. Vörnin mjög hreyfanleg og þétt. Nú er bara að halda út og keyra á það. Stórkostlegur leikur íslenska liðsins. Hreint út sagt!!!!
mbl.is Ísland í undanúrslit á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Esja er ekki sama og Esja

Gott að blessaður maðurinn er fundinn. Mér brá soldið þegar ég sá fyrstu fyrirsögnina "30-40 manns leita á Esjunni". Ég hélt að 30-40 lögreglumenn væru að leita að dópi hjá nýju hljómsveitinni þeirra Krumma í Mínus og Daníels Ágústs sem heitir Esja. Svo reyndist ekki vera. Sem betur fer. Nú sofna ég rólegur. Góða nótt.


mbl.is Maðurinn fundinn í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi í Keflavík?

Hvað er að ske í Keflavík? Maður handtekinn fyrir að kveikja í bíl í kvöld. Önnur frétt á forsíðu mbl: Maður handtekinn fyrir tvö innbrot í kvöld. Í dag: Maður gengur inn á lögreglustöðina í Keflavík með sprengikúlu. Í gær: Maður handtekinn fyrir að rota mann sem var að vinna vinnuna sína. Hvað er eiginlega í gangi? Þeim sem gengur svo vel í fótboltanum!!!
mbl.is Kveikt í bíl nærri fjölbýlishúsi í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rusl-al-fatah

Heyrt á götunni: "Góðan daginn Bergur". "Ha?" "Hver ert þú? "Ég, ég er rusl-al-fatah". "Nú, ertu skæruliði eða hryðjuverkamaður?" "Ég hryðjuverkamaður, ha ha ha, nei það er ég sem losa þig við allt draslið"."Nú, ertu leigumorðingi, lögfræðingur eða handrukkari?" "Nei, ég er nú bara venjuleg rusl-al-fatah, sem lifi á þínu rusli". "Ertu með einhvern kjaft?" "Já, hérna, þú skutlar bara draslinu upp í mig hér"."Djöfull ertu með stóran kjaft". "Já, ekki veitir nú af til að geta tekið á móti öllu þessu helvítis drasli sem þú og samborgarar þínir eiga að gefa mér, en hendið í staðinn út um hvippinn og hvappin"."Hvað er hvippur og hvappur?" "Það hef ég ekki hugmynd um, láttu mig bara hafa draslið". "Hvaða drasl?" "Nú draslið sem þú ert með í lúkunum"."Þetta er ekki drasl, þetta er afrit af málefnasamningi nýs meirihluta í borginni okkar....... við sundin blá". "Ég hef nú heyrt þennan áður, svona komdu með hann, eða ætlar þú að ganga hér um og skíta út alla borgina með þessu plaggi? Nú langar mig í eitthvað létt og sykursætt svona í desert. Eitthvað til að kjamsa á og tæta í sundur". "OK, hirtu þá helvítið og verði þér að góðu". "Takk Bergur minn. Og ef þú finnur fleiri svona kvikindi, láttu mig þá fá þau. Ég skal tæta þau í mig. Þú manst, hrein torg fögur borg hm... "Já svoleiðis, heyrðu, ég verð að drífa mig". "Bíddu Bergur, geturðu gert mér einn greiða?" "Nú, hvað?" "Viltu láta flytja mig niður í Ráðhús, ha please? Þá fengi ég alltaf nóg af sykurhúðuðu ógeðslega væmnu drasli og ég yrði aldrei svöng, ha?" Heyrðu rusl-al-fatah, ég er farinn að gefa öndunum.......bless. 
mbl.is Talandi ruslafötur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrar ferðir til Nýja Sjálands

Það er verst hvað það er dýrt að fljúga til Nýja Sjálands með svo stuttum fyrirvara. Nei ég segi bara svona. 80.000 þúsund klámstjörnur!!!!!! Hvaðan koma þær allar? Ætli það séu einhverjir Íslendingar þarna? Mér finnst það líklegt. Alla vega er nokkuð ljóst, að í ljósi ólátanna er urðu hér um árið þegar halda átti hér ráðstefnu um erótík, þá fá einhverjir landar mínir hland fyrir hjartað þegar þeir lesa þetta. Ég er nokkuð viss um það. En þetta er kannski í lagi annars staðar, bara að það gerist ekki á Íslandi. Það hefur stundum verið kallað tvöfalt siðferði. Ójá.
mbl.is Grænt ljós á skrúðgöngu berbrjósta klámmyndastjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegt viðtal

Sannarlega viðtal sem léttir lundina. Við samgleðjumst þessu fallega og duglega fólki. Til hamingju. Það vantar fleiri svona viðtöl í fjölmiðla á Íslandi. Takk fyrir.
mbl.is Milljónamæringar í Fellunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamma..... Ég vil fá Véstein...mamma ...gerðu það....mamma..

Véstein heim! Véstein heim!! Það hefur ekki verið mjög burðugur árangurinn hjá íslenska íþróttafólkinu á Ólympíuleikunum hingað til. Eitthvað virðist ekki stemma. Kannski liggur skýringin á því , í því, að okkar bestu þjálfarar í hinum ýmsu íþróttagreinum eru í útlöndum , þar sem þeir fá miklu betur borgað og gert betur við þá þar á allan hátt. Það hlýtur að vera einhver góður styrktaraðili sem gæti tekið að sér að borga góðum þjálfara gott kaup. Ég er viss um að þetta bæri árangur, því nóg er af talentunum. Þeir þurfa bara að fá að þroskast undir leiðsögn góðs þjálfara. Talandi um styrktaraðila, það vantar peninga í listina líka, bara svo því sé haldið til haga. Hm......., en, til hamingju Vésteinn.
mbl.is Lærisveinn Vésteins ólympíumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ég hef nú séð það verra" viðmótið

Ég tek undir með kollegum mínum á blogginu: Það á að loka svona menn inni og láta þá virkilega skynja afleiðingar gjörða sinna. Ofbeldi er alltaf slæmt en skilaboð sem yfirvöld senda almenningi í þessu landi eru líka oft ansi undarleg þegar kemur að ofbeldisbrotum. Ég segi það enn og skrifa: Það lítur oft út fyrir að ofbeldi sé ekki litið nógu alvarlegum augum hér á Íslandi. Eitthvað svona "ég hef nú séð það verra" viðmót. Helst þarf brotaþoli að vera nánast dauður til að eitthvað sé gert. Sjálfur hef ég lent í tilefnislausu ofbeldi á virkum degi í Reykjavík og var meiddur alvarlega, en ekki þurftu ofbeldismennirnir að líða fyrir það, þó þeir næðust með veski mitt og síma á sér. Við lifum á 21. öldinni en ekki á Sturlungaöld. Burt með hvers kyns helv...... ofbeldi með öllum ráðum. Margir hafa misst heilsu sína, andlega og líkamlega, bara vegna þess að einhverjir brjálæðingar hafa komist upp með það að berja mann og annan, ef þeim svo þóknast. Svo stela menn einu kjötlæri sér til matar og þá verður allt brjálað! Það er eitthvað að í dómskerfinu þegar kemur að ofbeldi. Það þarf að laga.
mbl.is Á gjörgæsludeild eftir líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fraus í hel

Hvernig getur svona lagað gerst á hátæknisjúkrahúsum nútímans? Og dánarorsök litlu stúlkunnar liggur ekki fyrir!!! Hún hefur frosið í hel! Þetta minnir á söguna um gamla manninn í Chile,sem var úrskurðaður látinn, kominn í kistu og allt, en slapp með skrekkinn, því það var gluggi á kistunni og í gegnum hann sást að hann var á lífi. Ég held að það fyrsta sem hann sagði eftir að uppgötvaðist að hann var á lífi: Ég er þyrstur!! Alveg með ólíkindum og stutt í kviksetningu.
mbl.is Fyrirburi sem fannst á lífi látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband