Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Aftur og aftur

Ef Þorgerður Katrín vill fara aftur til Peking þá gerir hún það. En geri hún það þá bara á eigin vegum. Hún er búin að vera þarna og veita sinn móralska stuðning, líkt og forseti Íslands og frú. Ég veit að það er mikill handbolti í fjölskyldu Þorgerðar Katrínar og bara sjálfsagt að þau hjónin fari og rækti sitt áhugamál. En sem fulltrúi íslensku þjóðarinnar og í boði hennar aftur......... nei, það finnst mér ekki. Ég hef ekki trú á því að strákarnir spili betur þó menntamálaráðherra sitji á pöllunum. Hún þarf líka að sinna öðrum hlutum, svo sem skólamálum og menningarmálum (listum). Það gerir hún ekki meðan hún er í Peking. Held ég að minnsta kosti.
mbl.is Íhugar að fara aftur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra eftir tepásuna

Æi þið verðið að fyrirgefa, það var barasta ekkert gaman að horfa á þennan leik. Seinni hálfleikur var skárri enda mun betur mannað í liði Íslendinga eftir tepásuna. Að sleppa inn marki af svo löngu færi var líka slappt af Stefáni og auðvitað áttu Íslendingar að vinna þennan leik. Eftir allan hraðann í handboltanum var eins og maður væri að horfa í slow motion (ultra rapid) og ég var hálfsofnaður í leikslok. En það verður þó að segjast eins og er að sendingar hafa batnað og strákarnir reyndu að spila góðan bolta og markið var flott, en........... við eigum bara dálítið langt í land með að geta stjórnað leik á okkar forsendum.. því miður.
mbl.is Ísland gerði jafntefli við Aserbaídsjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgarfréttir

Þær sorglegu fréttir voru að berast að tveir menn hafi lokast inni í súrefnislausu rými í Hellisheiðarvirkjun og látið þar lífið. Lögregla verst allra frétta af tildrögum slyssins en Selfosslögregla er á staðnum ásamt sjúkraliði og starfsmönnum Vinnueftirlitsins. Hræðilegar fréttir. Fólk á staðnum fær áfallahjálp.


mbl.is Banaslys í Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegur assgoti

Þeir sem eru síðastir verða fyrstir. Og öfugt. Það er gömul saga úr gamalli bók. Nema náttúrulega sá okkar er síðast fer, sveipaður verður böndum. Nú ætla ég að drífa mig fyrstur svo ég verði ekki síðastur í sófann til að horfa á landsleikinn. Síðast sofnaði ég þar fyrstur og vaknaði síðastur. zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz. En í alvöru talað: Í fyrsta hlaupinu var ég síðastur en í síðasta hlaupinu var ég fyrstur. Er þetta ekki merkilegur assgoti.
mbl.is Varð fimmti en fékk bronsverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjum hina ötulu starfsmenn Sorphirðunnar

Ég skil vel reiði hinna svokölluðu ruslakalla. Það verður að líta á heildarmyndina og þjónustustigið áður en hlaupið er út í einhverja einkavæðingu. Ég þekki mann sem vann við götusópun hjá borginni áður en sá pakki var einkavæddur. Samviskusamari og duglegri manni, hef ég vart kynnst um ævina. Hann sópaði göturnar í miðborginni og var hvers manns hugljúfi enda duglegur með afbrigðum og gerði í raun og veru miklu meira en honum bar. Enda voru göturnar og ýmis port sem hann tók í leiðinni, nánast eins og allt væri stífbónað. Hann fékk að vísu vinnu eftir einkavæðinguna en hrökklaðist fljótlega úr starfi vegna aukins álags og ósanngirni að honum fannst. Afleiðing: Þessi harðduglegi maður mælir nú göturnar, þó hann vilji ekkert öðru fremur en vinna og fá fyrir það tilhlýðilega virðingu. Eins og hann fékk. Enda afbragðs verkmaður. Enda sést það í hverfinu þar sem ég bý að hans verklags nýtur ekki lengur við. Enga einkavæðingu í ruslinu. Punktum basta.
mbl.is Ruslakarlar öskureiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sovét gamli snýr sér nú ekki við í gröfinni

Ég segi nú bara eins og bloggkollegar mínir segja: Hver borgar brúsann? Haukur Leósson eða við? Okkur sauðsvörtum almúganum kemur það náttúrulega ekkert við. Ekki frekar en annað sem fram fer á rándýrum árbökkum í vinahópi eða í bílakjöllurum siðspilltra stjórnmálamanna. Sovét gamli snýr sér nú ekki við í gröfinni yfir svona lítilræði. Hreint ekki.
mbl.is Vilhjálmur Þ.: Ekkert annað en vinarboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn skal það heita

Jæja, þá er það klárt. Spánn skal það heita. Íslendingar ættu að eiga góða möguleika gegn Spánverjum, sem ekki hafa sýnt neitt sérstakt á þessum leikum. Ég held að það sé bara gott að sleppa við Kóreubúa. Þeir leika mjög hraðan bolta út um allan völl, sem virðist ekki passa okkur alveg. Ef við spilum eins og í morgun, er ekki spurning að við vinnum þann leik. En Spánverjar eru seigir og eru greinilega vaxandi í leik sínum. Svo það er bara eitt í stöðunni: Spila jafn fumlaust og í morgun og við spilum um gullið. Eitt er næsta víst, eins og einn góður maður sagði: Öll þjóðin mun fylgjast með strákunum á föstudaginn og senda þeim baráttuhugskeyti. Jamm.
mbl.is Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gorbinn ennþá með

Gorbinn er ekki dauður úr öllum æðum. Hann hefur ýmislegt til síns máls. Nú er bara að sjá hvort menn eru ennþá að hlusta á Gorbachev. Hann er glúrinn karlinn og á að sjálfsögðu sinn sess í pólitískri sögu Rússlands. Svo troðfyllir hann stóra sali víðsvegar um heiminn þegar hann heldur fyrirlestra. Ég missti því miður af honum þegar hann kom til Íslands en hann var víst góður hér er mér sagt.
mbl.is Gorbachev skammar vesturlönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsmálaráðherra í sjóinn

Þetta er eitthvað fyrir íslenska stjórnmálamenn. Það veitir ekki af að dýfa þeim almennilega í kalt vatn með reglulegu millibili. Ef farið er eftir norsku reglunum þá  þarf eitt vitni af gagnstæðu kyni að vera viðstatt þegar þeir dýfa hausnum undir yfirborð sjávar og á berassanum þurfa þeir að vera er þeir skella sér í sjóinn. Konurnar þurfa ekki að gera sér vonir um að sjá eitthvað stórkostlegt neðan mittis pólitíkusanna því ég held að kaldur sjórinn sjái til þess að grillspjótin skreppi all verulega saman og ekki sjáist mikill munur á kynjunum er þeir stíga upp úr köldum sjónum. Það væri alveg tilvalið fyrir dómsmálaráðherra okkar, hinn þrautþjálfaða Björn Bjarnason að reyna fyrir sér í þessu, þó hann megi nú kannski ekki við því að verða öllu svalari en hann er. Það held ég nú.
mbl.is Dómsmálaráðherra synti nakinn í Barentshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2-0 fyrir Ísland

Jæja, nú er að gíra sig niður eftir stórkostlegan sigur Íslendinga á Pólverjum í handbolta. Í kvöld eru það ekki lengur hendur sem skipta máli heldur fætur. Það er í raun skrýtið að Veigar Páll skuli ekki vera í landsliðinu eins og hann hefur leikið vel að undanförnu. En Ólafur er landsliðsþjálfari og við treystum honum. Gaman verður að fylgjast með Eiði Smára spila aftar á vellinum en það er svo sem ekkert alveg nýtt. Hann hefur alltaf verið duglegur að taka þátt í miðjuspilinu. Ísland -Azerbajdan í kvöld: Eigum við að segja: 2-0 fyrir Ísland?
mbl.is Veigar væri í byrjunarliði Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband