Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ísland-Spánn 31-28

Það sést á upptalningunni í þessari frétt hversu framarlega Íslendingar eru í handboltaheiminum í dag. Snorri Steinn markahæstur, Guðjón Valur í 4. sæti og Alexander í 8-12. sæti. Arnór Atlason og Óli Stef með flestar stoðsendingar og svo má lengi telja í statistíkinni. Ég hef trú á því að við getum unnið Spánverja og spái íslenskum sigri 31-28. Og hananú!!
mbl.is Snorri Steinn markahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Huntelaar til Tottenham

Það er eiginlega ótrúlegt að það skuli ekki einhver vera búinn að tryggja sér þjónustu Huntelaar ef hann er falur. Maður hefur séð hann með Ajax og hann er ótrúlega góður leikmaður. Að geta keypt hann fyrir 20 milljónir punda er ekki mikið miðað við það verðlag sem ríkir í knattspyrnuheiminum í dag. Ég myndi alveg sætta mig við að Man U fengi Berbatov ef Tottenham fengi Huntelaar. Það er þó frekar ótrúlegt ef Real Madrid er komið í spilið.


mbl.is Real Madrid vill Huntelaar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vélhjólamaður sér fram á bjarta framtíð í kvikmyndum

Þessi ógæfusami maður verður að reyna að snúa þessu upp í eitthvað gott sjálfs sín vegna. Það er náttúrulega út úr korti það sem hann gerði. Hann er náttúrulega núna, vanur að setja hluti á svið og á hugsanlega bjarta framtíð fyrir sér í kvikmyndum. Og kannski bróðir hans líka. Fyrsta handritið sem hann ynni að gæti fjallað um tryggingasvik og í restina kæmi svo virðulegur treiler: Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum. Nöfnum hefur verið breytt af tilitssemi við hinar raunverulegu persónur. Það er dýrt að gera kvikmyndir í dag. Sjóvá reddar því. Þeir eiga nóg af peningum sem heiðarlegt fólk hefur greitt þeim í formi iðgjalda fyrir að tryggja heimili sín, bíla og vélhjól, svo eitthvað sé nefnt.
mbl.is Sviðsetti innbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margrét þarf ekki að fara á taugum út af honum Fúsa sínum.

Margrét Sigfúsdóttir þarf ekki að fara á taugum vegna hans Fúsa síns. Hann er til fyrirmyndar á öllum sviðum og hefur oftar en einu sinni komið inn á í Peking og hreinlega límt saman vörnina og er einn af máttarsólpum landsliðsins. Og skorað af línunni. Ef allir væru eins og hann Fúsi, gætu allar mæður landsins verið stoltar og áhyggjulausar. Það segi ég.
mbl.is Fylgist með syni sínum á Ólympíuleikunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spjótakóva best

Það munar bara einum staf að blessuð konan heiti Spjotakova. Það hefði nú verið skondið. Er það ekki?
mbl.is Spotakova ólympíumeistari í spjótkasti á nýju Evrópumeti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik, lygar og græðgi eru syndir þrjár

Ég held að það blasi við öllum sem vilja sjá að Sjálfstæðismenn hafa vélað til sín völdin í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Þetta hefur kostað borgarbúa mikla peninga og stjórnmál hefur sett mikið niður fyrir vikið. Þetta er staðreynd. Hitt er svo annað mál að vert er að skoða það siðferði sem ríkir hjá F-listanum(Ólafi F. Magnússyni) og Framsóknarflokknum, sem hafa leiðitamir fylgt Sjálfstæðisflokknum eins og rollur í bandi, enda verið launað með góðu plássi við kjötkatlana. Ég held að sagan muni dæma þetta tímabil sem svartan blett í stjórnmálasögu þessarar þjóðar. Að endingu má svo ekki gleyma því að Ólafur F. Magnússon hefur ekki reynst góður til samstarfs. Ég hef sagt það áður: Hann á að snúa sér að öðru þar sem hann getur gert gagn, en Ólafur hefur ýmsa hæfileika sem gætu nýst vel á öðrum sviðum. Og um valdafíkn Framsóknarflokksins þarf vart að fjölyrða.
mbl.is Svik, lygi og pólitísk slátrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KK dúettinn (Kommúnistar og Kapítalistar)

Minna getum við nú ekki gert fyrir hann Gísla vin okkar en að hækka launin hans, nú þegar hann af fórnfýsi sinn heldur til náms í Skotlandi. Auðvitað fer hann þangað til að fullnuma sig í þeim fræðum sem hafa legið til grundvallar stjórnun borgarinnar unanfarin misseri. Hráskinnaleikur borgar sig og að vera nánast á fullu kaupi við nám (sem borgarbúar borga) er jafnvel betra en í gamla Sovét. Annars er það alveg merkilegt hvað Sjálfstæðismenn leggja orðið mikið upp úr því að tína það versta út úr kommúnisískum og kapitalískum fræðum og klína því svo yfir á borgarbúa. Oft á tíðum eingöngu sjálfum sér til framdráttar. Svo er bara aukaatriði að núverandi meirihluti í borginni nýtur eingöngu stuðnings um rúmlega 25% borgarbúa. Það skiptir ekki máli fyrir þá sem gera allt til að ná sér í gott sæti við kjötkatlana.


mbl.is Gísli Marteinn fær launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Hin svokölluðu "stóru lið" í enska boltanum eru ekki mikið fyrir að skiptast á leikmönnum eða selja hvert öðru leikmenn. Þau selja sína leikmenn til minni liða eða til útlanda. Til að forðast að aðalandstæðingarnir verði sterkari á kostnað þess sem selur. Aftur á móti eru þau dugleg við að hirða bestu leikmennina frá hinum svokölluðu "minni liðum", í krafti mikilla peninga, sem þau hafa yfir að ráða. Áð lokum ætla ég að vona að Tottenham Hotspurs gefi ekki krónu í afslátt af minnst 30 milljón punda manninum Dimitar Berbatov, ef svo færi að hann yrði seldur til Man U. Hann er svo sannarlega þess virði, miðað við þau verð sem hafa verið í gangi á leikmannamarkaðnum. Oftar en ekki ganga svo stóru liðin fram með hálfgerðum hroka og þykjast geta gert allt í krafti auðsins. Það er ekki gott fyrir fótboltann. Hreint ekki.
mbl.is Sá fyrsti frá Manchester United til Arsenal í 34 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lofarðu að gera þetta aldrei aftur vinur?

Að aka leigubíl á höfuðborgarsvæðinu er að verða eitt hættulegasta starf sem til er á höfuðborgarsvæðinu. Menn eru skornir og barðir og misyndismennirnir á eftir peningum leigubílstjórans. Fæstir leigubílstjórar aka um með mikla peninga á sér m.a. vegna aukinna kortaviðskipta. Spurning hvort ekki eigi að setja svona hlífðargler á milli farþega og bílstjóra eins og tíðkast víða erlendis, þó það hefði ekki hjálpað í þessu tilfelli. Á svona ofbeldi þarf að taka af hörku. Menn eru algerlega varnarlausir við að vinna vinnuna sína og eiga sér einskis ills von. Í þessu tilfelli var greinilega um undirbúinn glæp að ræða, sem gerir málið enn alvarlegra. Þegar kemur svo að dómskerfinu, að taka á svona málum, hefur maður horft upp á að þau nánast gufa upp, á meðan annar málarekstur, þar sem ekkert ofbeldi er í spilunum, kostar þjóðfélagið tugi ef ekki hundruð milljóna króna og ekkert til sparað til að ná fram sakfellingu. Af hverju gildir þetta ekki í ofbeldismálunum? Þetta þarf að laga. Við þurfum að útrýma ofbeldinu. Það gerum við m.a. með því að skerpa all verulega á dómum í ofbeldismálum og auka fræðslu í þjóðfélaginu um afleiðingar ofbeldis. Margir í þessu þjóðfélagi lifa við örkuml eftir tilefnislaust ofbeldi á meðan gerendurnir fá klapp á bakið og sagt er við þá: Svona gerir maður ekki. Ætlarðu að lofa að gera þetta aldrei aftur? Vinur?


mbl.is Leigubílstjóri barinn og rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á sínum stað

Á meðan íslenskir ráðamenn baða sig í sviðsljósinu og í frægðarljóma íslenska handboltalandsliðsins, skrifa bandarísk dagblöð tóma þvælu um íþróttina sjálfa og Ísland....... og Björk, Björk, Björk. Mér sýnist allt vera á sínum stað og eins og það hefur löngum verið............ og verður líklega lengi enn...
mbl.is Jia-you Is-land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband