Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nossari peppar upp íslenska liðið

Gaman að heyra að Nossarinn er að peppa íslenska liðið upp og spáir þeim sigri. Ég er ekki viss um að við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikið íslenska liðið er í heimsfréttunum. Menn gapa af undrun út um allan heim yfir, að 300 þúsund manna þjóð geti náð svona langt á Ólympíuleikum. En Gunnar Pettersen hittir naglann á höfuðið þegar hann að megin ástæðan fyrir velgengninni sé markmaður í heimsklassa og svo séu Íslendingar að sýna klassa leik í vörninni. Það hefur löngum verið vitað að góður árangur í handbolta og fótbolta byggist oftar en ekki á góðum markmanni og góðri vörn. Ofan á það má alltaf byggja. Það er einmitt það sem er að gerast hjá íslenska liðinu í Kína. Það er líka rétt hjá herra Pettersen að vi´höfum allt að vinna. Það er ekki slæmt að vinna silfur á Ólympíuleikum. Gleymum því ekki. En GULLIÐ er innan seilingar, gleymum því ekki heldur, kæru landar.
mbl.is Norski landsliðsþjálfarinn spáir Íslendingum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17. júní

Í dag er 17. júní haldinn hátíðlegur um land allt. Svo verður 17. júní aftur eftir 2 daga. Skrýtið?
mbl.is Ráðherra boðar þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætis byrjun

Þetta er hið besta mál. Nú hrósum við Dómsmálaráðuneytinu fyrir skjót viðbrögð. Vonandi fær þessi maður að vera á Íslandi eins lengi og hann sjálfur vill og málinu þar með lokið. Þetta er allavega ágætis byrjun.
mbl.is Eiginkona Paul Ramses grét
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra veifið

Þeir hafa ekki ennþá séð stóra veifið frá Dorit en það kemur þegar Íslendingar taka GULLIÐ. Það er aldeilis að Dorit hefur nuddað snilldina út úr Loga sem var stórkostlegur í leiknum. Segja má að það hafi ekki komið að sök að við vorum einum færri stóran hluta leiksins: Við vorum með Dorit á pöllunum. ÍSLAND ER STÓRASTA LAND Í HEIMI!!!!!!!! Við elskum þig Dorit...
mbl.is Þegar Dorrit veifaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísalandshraðlestin óstöðvandi

STÓRKOSTLEGT!!!!!!!!! Aldrei nokkurn tíma hef ég séð neitt í líkingu við þetta. Íslendingar leika til gullverðlauna á Ólympíuleikum!! Hverjum hefði dottið það til hugar fyrir leikana. Ekki mér. Þetta er það lang lang lang besta sem ég hef nokkurn tíma séð til íslenskra íþróttamanna á erlendri grund. Allt lið spilaði vel og þrátt fyrir að vera reknir út af hvað eftir annað fyrir litlar sakir yfirpiluðum við stórlið Spánverja hvað eftir annað. Ný stjarna er fædd í markmanninum Björgvini Gústafssyni en að öðru leyti er ekki hægt að taka neinn sérstakan út, allir sýndu góðan leik. Nú bíða Frakkarnir og ég er hræddur um að þeir verði að sýna allar sínar bestu hliðar ef þeim á að takast að ráða við þessa Ísalandshraðlest sem unnið hefur hug og hjörtu , ekki bara íslensku þjóðarinnar, heldur heimsbyggðarinnar allrar. Húrra húrra húrra húrra......... 

Hrein unun

Það er hrein unun að fylgjast með strákunum þessa stundina. Þvílíkt lið. Að vísu gerum við nokkur mistök í hita og hraða leiksins en það gera Spánverjar líka. Mér finnst heldur halla á okkur í dómgæslunni en það jafnast vonandi út í seinni hálfleik. Verst var að missa niður 4 -5 marka forskot en Björgvin er að brillera í markinu. Við tökum þetta á liðsandanum og hörkunni. Áfram Ísland!!!!!!
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferfalt húrra kl 14.00....... Ísland lengi lifi..........

Nú er bara að vinna eins og brjálæðingur í þrjá tíma, fá sér sterkt kaffi í hádeginu og sleppa sér síðan fyrir framan skjáinn og hrópa ferfalt húrra um kl. 14.00. Kemur þetta nokkuð spánskt fyrir sjónir?
mbl.is Óhræddir og fullir tilhlökkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalsmerki Íslendinga

Einn af kostum okkar Íslendinga er og hefur verið, hvað þeir eru vel tímasettir. Hugmyndir sem fæðst hafa í útlöndum læðast hingað heim löngu seinna og eru dubbaðar upp sem íslenskar hugmyndir. Þetta hefur tíðkast mjög lengi í auglýsingabransanum og listheiminum og á fleiri sviðum og Íslendingar hafa keppst við að hrósa hugmyndaauðgi samlanda sinna. Við erum svo sannarlega vel tímasett í olíuleitinni. Marga dreymir um það að lifa í olíuríkinu Íslandi í vellystingum. Þar verða engir skattar og engin verðbólga. Við svífum um á íslenskum olíuskýjum og lítum niður á annara þjóða kvikindi, sem eru þarna einhvers staðar og lifa við sult og seyru. Og þetta með tímasetninguna. Þegar olían loksins finnst í hafinu út af Íslandi, þá þarf heimurinn ekki á neinni olíu að halda lengur. Enda komnir aðrir orkugjafar sem gera sama gagn og eru mun vistvænni. Þetta mun sýna svo um munar, hvað við Íslendingar erum alltaf vel tímasettir. Þetta er svona með vinnuna á Íslandi. Hér mæta alltaf allir í vinnuna á réttum tíma. Er það ekki? Allavega , þegar við mætum, þá tökum við til hendinni, ja svona eftir tvo til þrjá kaffibolla og morgunslúðrið. Við vitum alveg hvenær við eigum að byrja að vinna, því við erum svo vel tímasett. Við vitum alveg hvenær á að skipta um borgarstjóra til dæmis og við vitum alveg hvenær við eigum að fara að sofa. Það er ekki fyrr en við höfum drollað eitthvað fram eftir nóttu. Þess vegna þurfum við svona mikið kaffi á morgnana, til að koma okkur í gang. Góð tímasetning. Það er aðalsmerki okkar Íslendinga. 
mbl.is Olíurisar sýna áhuga á borun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota

Hér sjáið þið andlit Iceland. Það er gjaldþrota eins og pólitíkin í Reykjavíkurborg.

kerry-katona.jpg


mbl.is Andlit Iceland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo kalla þeir það rall!!!!!

Hvar var löggan? Ekki hafa þeir ekið um á löglegum hraða? Já já, svo kalla þeir það rall!!! Öllu má nú nafnið gefa!!! Það er ekki sama Jón og séra Jón!! Ekki frekar en í borgarpólitíkinni. Usssssssssss ......þetta er nú meiri tvískinungurinn!! Sýslumaður og lögreglustjóri!!!! Ég segi nú ekki meira en það. Ég skal sko nota þetta á lögguna þegar þeir stoppa mig næst. Það er næsta víst. Ójá.
mbl.is ,,Alveg hreint magnað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband