Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Koma svo

Þetta byrjar ekki nógu vel. En þetta er langt í frá búið. Markvarslan þarf að smella og sendingarnákvæmni að aukast. Markmaður Frakkana er að sýna stórleik og hefur tekið fullt af dauðafærum. Fimm mörk er ekkert í handbolta, en franska liðið er firna sterkt. Nú er að duga eða drepast. Við getum alveg náð þessu upp. Koma svo!!!!!
mbl.is Ísland í 2. sæti á ÓL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kafli í mannkynssögunni

Jæja þá er að setja sig í stellingar. Þetta er að skella á. Var ekki sofnaður fyrr en 03.30 og vaknaður 07.00 en það er alltaf tími til að sofa meira!!! Er að drekka morgunkaffið og borða ostabrauðið mitt, ég er bara svangur því enginn var kvöldmaturinn í gær út af listabröltinu. Jæja, sófinn kallar á mig, þó mér takist örugglega ekki að sitja kyrr í honum. fíldjarfir til leiks. Annars virðist franski þjálfarinn bera virðingu fyrir íslenska liðinu, nema þetta sé sálfræði trix til að svæfa okkar menn með því að hæla þeim. En strákarnir koma fíldjarfir til leiks. Það er ég sannfærður um. Koma svo og klára þetta og skrifa stórkostlega mannkynssögu. ÁFRAM ÍSLAND.
mbl.is Íslendingar lýsa upp handboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þúsund þakkir til ykkar allra

Var að koma heim af sýningunni minni á Laugavegi 51. Þvílík örtröð í allan dag og bara gaman. Gestir voru á öllum aldri og áberandi var hvað lá vel á öllum og allir virtust skemmta sér vel. Marga bloggvini mína var ég að sjá í fyrsta skipti og voru það fagnaðarfundir. Við þá segi ég sérstaklega: TAKK FYRIR KOMUNA. Og auðvitað við alla hina líka. Því miður gat ég ekki farið á sýningar hjá öðrum vegna þess að ég var að mála í allan dag og ekki fór ég á tónleika eða yfirleitt neitt. Sá ekki einu sinni flugeldasýninguna. Labbaði út kl. 01.30 en fram að þeim tíma var alltaf fólk hjá okkur. Veðrið lagaðist með kvöldinu og var bara býsna gott þegar lúnir fætur báru mig heim. Menningarnótt(hátíð) er löngu komin til að vera og er hátíð allra kynslóða. Alveg frábært. Það er skammt stórra högga á milli og þetta var nú aldeilis fábær upphitun fyrir handboltann í fyrramálið. Nú er bara að ná smá svefni og vakna hress og senda sterk hugskeyti til strákanna í Peking, fara svo í sundhöllina og taka smá sprett áður en maður tekur sýninguna niður með svolitlum söknuði. Takk allir þeir er keyptu af mér verk og vonandi getið þið notið þeirra. Gaman væri að fá sendar myndir á ímeilinu sem teknar voru á sýningunni, þeir sem því nenna en ekki er það nú skilyrði! Guys: I love you all. Megi draumar ykkar verða ljúfir og góðir í nótt.

Menningarnótt

mbl.is Flugeldasýning á sundunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýning á Laugavegi 51

Nú er nóg að snúast. Er með sýningu á Laugavegi 51. Veriði velkomin.
mbl.is Menningarnótt sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gull gull gull og fleiri gull. Það eina sem hann hugsar um er bara gull gull gull

Til hamingju Norðmenn!!!! Það yrði nú saga til næsta bæjar ef Íslendingar tækju nú gullið í karla handboltanum. Og svo er íslenskur þjálfari með norska teyminu í kvennaboltanum!!! Ísland verður Mekka handboltans. Ísland Noregur. GULL GULL. Það hljómar næstum of vel til að geta verið satt. En gæti svo sannarlega orðið raunveruleiki morgundagsins. Enn og aftur til hamingju Norðmenn. Áfram ísland.
mbl.is Norðmenn ólympíumeistarar í handbolta kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djúphugsaður handbolti

Það myndu hrynja mörg tár á vanga ef Íslendingar hömpuðu gullinu í fyrramálið. Gleðitár. Þetta er orðið svo stórt hjá strákunum að öll heimspressan liggur í þeim. Vonandi láta þeir ekkert trufla sig í undirbúningnum. Það er einhver aukin dýpt komin í liðið. Einhver dulin heimsspeki sem skilar heimsklassaárangri. Eitt er víst. Þetta gerist ekki af sjálfum sér. Og Ólafur og Guðjón Valur koma fram sem hugsuðir meira heldur en handboltamenn í fjölmiðlum. Djúphugsaður handbolti í framkvæmd. Frakkarnir mega vera á tánum til að ráða við það. Gull og íslenskur þjóðsöngur. Það hljómar unaðslega.
mbl.is „Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir strikið

Það er greinilega dýrt að fara yfir strikið í Formúlunni. Ég væri alger öreigi ef ég fengi sekt í hvert skipti sem ég fer yfir strikið. Að auki fer Alonso yfir strikið heima hjá sér. Það er öllu verra.


mbl.is Alonso fær þunga sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laugavegur 51 á Menningarnótt

Ég verð með innsetningu og eitthvað kaffigums á Laugavegi 51 á Menningarnótt. Ég er auðvitað svo latur að ég verð alltaf í kaffi og auðvitað á hvolfi. Gaman væri að sjá ykkur þar. Dúllurnar mínar. Sov godt.

 


Lummó

Æi. Voðalega er þetta eitthvað slöpp kveðja. Er ekki komið nóg af yfirlýsingum úr Ráðhúsi Reykjavíkur í bili? Ég þykist vita að góður hugur fylgi að baki kveðjunni en þetta hljómar hallærislega og er hreint engin frétt. Hvað með Óla? Sendir hann kveðju líka en fær ekki inni hjá Mogganum? Strákarnir okkar! Ógeðslega lummó og gömul tugga. Á að fleyta sér eitthvað á þessu? Æi, afsakið. Maður á ekki að vera að tuða svona á gleðidegi. Sorry.
mbl.is Hanna Birna sendir strákunum kveðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýjar kveðjur

Frábært að fá svona hlýjar kveðjur frá frændum okkar á Norðurlöndum. Þeir hafa ekki alltaf talað svona hlýtt til okkar og kannski ætíð álitið okkur "litla liðið", en það getur engum dulist að frammistaða íslenska liðsins er nánast af öðrum heimi, eins og nefnt hefur verið í þessu sambandi og Ísland komið í allra fremstu röð handboltaþjóða í dag. Fjölmiðlamenn eru gapandi af undrun um allan heim og þetta er gífurleg auglýsing fyrir fámenna þjóð um gjörvalla veröldina. Danmark, Sverige, Norge, Finland: Tack skal ni ha, mange tak.....................
mbl.is „Sköpunarkraftur af öðrum heimi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband