Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
25.8.2008 | 10:41
Kominn tími
Er ekki ágætt að hann byrji strax á þessu verkefni? Það fer nú að koma tími á kallinn hjá Man U. Er það ekki?
Vilja að Ferguson stýri Ólympíuliði Breta 2012 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.8.2008 | 09:21
Ég skal
Ég skal eiga þau. Ekki málið.
Hver á verkin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 22:19
Þorgerður versus Dorit
Það er gott fyrir Þorgerði Katrínu að Íslendingar náðu svona langt á Ólympíuleikunum. Það kemur henni betur í sviðsljósið. Þó Dorit hafi nú vinninginn, enn sem komið er.
Árangur Íslands skiptir miklu máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2008 | 21:38
Húmor eða hroki?
Þessi annars svo viðkunnarlegi maður, sem ég vona nú að verði forseti Bandaríkjanna, miðað við það sem er í boði, mætti nú kannski laga hjá sér húmorinn en auðvitað meinti hann að hann ætlaði sér að verða forseti í 8 ár, því dætur hans eru bara 10 og 7ára. Varla deita þær mikið á næstu fjórum árum nema þær séu svona bráðþroska og tilvonandi forseti svona frjálslyndur að jaðri við lögbrot?
Hótar að siga leyniþjónustunni á kærastana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2008 | 20:54
Keflavík á góðri leið
Ég held að Keflvíkingar séu á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Það eru alla vega öngvir meistarataktar í KR, svo mikið er víst.
Guðjón jafnaði fyrir KR í blálokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 20:04
Örvænting grípur Guðna
Guðni verður náttúrulega að fara út á land til að finna einhverja Framsóknarmenn. Ekki finnur hann þá í Reykjavík, svo mikið er víst. Hjákátleg tilraun til fylgisaukningar. Framsóknarflokkurinn hefur löngum sótt í valdið á Íslandi án þess að hafa til þess nokkuð umboð. Það sjáum við t.d. í Reykjavík.
Guðni í fundaherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 19:29
Tannlausir FHingar
Hvað er að ske hjá FH? Það er eins og Aston Villa hafi dregið úr þeim allar tennur. Svei mér þá!
FH vann upp þriggja marka forskot Fjölnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 15:23
Flaggað í LOGAFOLD, ÓLAFSGEISLA og SNORRABRAUT,
Hvað eru menn að tala um að skíra götur í höfuðið á hetjunum okkar? Eins og kemur fram í þessari frétt er löngu búið að því. Flaggað í LOGAFOLD. Svo hefur örugglega verið flaggað líka í ÓLAFSGEISLA. Ég sá fána við SNORRABRAUT og á HEIÐARVEGI í Vestmannaeyjum. Og svo hefur flaggað í BJÖRGVIN í Noregi. Og líka í VALHÖll, VALASKJÁLF og VALSHEIMILINU. Flestir hafa verið FÚSIR til að flagga. Það má sjálfsagt finna fleiri götur sem skírðar hafa verið í höfuðið á hetjunum okkar. Man einhver eftir fleirum?
Íslendingar flagga fyrir strákunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2008 | 09:45
Á heimaslóðir á ný
Jæja þá er það ljóst. Shevchenko plummaði sig aldrei í ensku deildinni og erfitt að gera sér grein fyrir hvers vegna, því hann er góður knattspyrnumaður. Nú eru þeir báðir farnir úr úrvalsdeildinni, Shevchenko og Rebrov. Þeir spjara sig einfaldlega betur annars staðar. Ég er viss um að Shevchenko fílar sig eins og heima þegar hann kemur til íÍtalíu aftur. Gaman væri að vita hvað Chelsea fær fyrir hann. Það eru örugglega ekki 30 milljónir punda, svo mikið er víst.
Shevchenko á leið aftur til AC Milan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2008 | 09:21
Ekki gráta
Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði. Þetta er stórkostlegur árangur lítillar þjóðar. Gleymum því ekki. Frakkar áttu sigurinn skilið, voru betri á öllum sviðum. Markvarslan frábær, hraðinn mikill, og vörnin samanlímd og erfitt fyrir Íslendinga að koma sér í góð færi og ef þau gáfust tók markmaðurinn skotin. Én Íslenska þjóðin getur verið stolt af strákunum og þeir eiga skilið höfðinglegar móttökur þegar þeir koma heim. Silfur á Ólympíuleikum er einfaldlega stórkostlegur árangur. Framtíðin er björt og engu að kvíða. Íslenskur handbolti er kominn á hærra plan og strákarnir hafa hrifið með sér þjóðina sem aldrei fyrr og þetta er búið að vera ein hátíð allan tímann og hefur þjappað saman íslensku þjóðinni, sem sannarlega er gott á þessum síðustu og verstu. Ekki gráta. Bara fagna. Þessa verður lengi minnst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)