Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Til hamingju með kallinn

Það er bara hressandi að lesa bloggið hennar Ásísar. Hún skrifar mjög persónulega um sína hagi og mér finnst bara ekkert að því. Þetta virðist vera stúlka sem veit hvað hún vill og hvert hún vill stefna. Þá er blogg móður hennar, Eyglóar Söru, einkar hressilegt líka. Og flottar myndir á báðum bloggsíðunum. Áfram stelpur og til hamingju með kallinn þinn Ásdís.
mbl.is Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er "pógó"?

Ekki finnst mér skrýtið að Guðmundur vinur minn sé ennþá í sjokki. Hann ber jú ábyrgð á því að allt fari vel fram í skólanum sem hann hefur stýrt um árabil og gert að einum besta grunnskóla á landinu. Hver á von á svona ósköpum? Sem betur fer urðu engin slys á mönnum en hæglega hefði eitthvað getað farið úrskeiðis. Svo voru fíkniefni í spilinu, sem gera málið náttúrulega mun alvarlega. Vonandi verður hægt að kenna þessum ógæfupiltum lexíuna núna, í eitt skipti fyrir öll. En eitt skil ég ekki í fréttinni. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað "pógó" er. Það orð hef ég aldrei heyrt áður.
mbl.is „Eiginlega bara enn í sjokki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir leika sér með peningana

Ekki þekki ég nú málavexti alla í þessu máli en það lítur þannig út að Hafnfirðingar ætli að næla sér í vænan skilding hjá Orkuveitunni, sem er í eigu okkar Reykvíkinga, að vísu fyrir að láta eftir hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Enn eitt klúðrið í borgarmálunum. Hvers konar leikir eru sífellt í gangi með fjármuni okkar Reykvíkinga? Minni á húsakaupin á Laugaveginum í tíð Ólafs F sem borgarstjóra og Villa sem formanns Borgarráðs. Svo ég tali nú ekki um að fjórir borgarstjórar skuli vera á launum. Forkastanlegt.
mbl.is Um milljarður í dráttarvexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta köllum við lýðræði

9% Reykvíkinga eru mjög fylgjandi nýjum meirihluta í Reykjavík!!!!!! 14% frekar hlynnt honum!!!! Svona virkar lýðræðið á Íslandi. Við vitum alveg hverjir eru fyrstir til að notfæra sér það. Eða hvað?
mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmetinn leikmaður

Darren Fletcher, sem oft hefur nú verið úti í kuldanum hjá Man U, heldur þeim á floti þessa dagana. Ég hef nú oft sagt það við fjandvini mína í Man U, að Darren Fletcher hafi verið mjög vanmetinn leikmaður genum tíðina. Það er að koma í ljós núna. Ég held meira að segja, að hann hafi einhvern tíma sagt: "Minn tími mun koma". Ég hef alltaf verið hrifinn af honum sem leikmanni og finnst að hann hafi ekki fengið nóg tækifæri hjá Man U. En að Man U sé komið á fljúgandi siglingu, eins og einhver sagði á blogginu, það er nú barasta út í hött og allt of snemmt að fullyrða eitthvað um það.
mbl.is Fletcher tryggði United sigur á Fratton Park
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agaleysi og leti

Þarna sjáum við svart á hvítu agaleysi okkar Íslendinga, virðingarleysi og LETI!! Við nennum ekki að labba og bílnum skal lagt fyrir utan þann stað sem við ætlum að heimsækja. Það er ekki til umræðu að labba nokkra tugi metra, að ég tali nú ekki um ef það er lengra. Það er ekkert verið að pæla í því hvort gangandi vegfarendur komist leiðar sinnar eða ekki. Eigum við ekki að reyna að laga þetta? Ha? Kæru landar.
mbl.is Fyrsti skóladagurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir með sig

Félag sem skuldar 90 milljarða vill ekki selja einn leikmann þó boðið sé í hann 5,7 miljarðar!! (ca. 38milljónir punda). Þó David Villa sé þrusugóður leikmaður og gott að hafa í sínu liði, þá þykir mér þeir brattir maður, hjá Valencia. Svo ekki sé meira sagt. 
mbl.is Valencia hafnaði 5,7 milljarða boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eiga þetta skilið frekar en margir aðrir

Ég er almennt á móti svona orðuveitingum. Stundum gapir maður bara yfir vali á því fólki sem orðuna fær. Kannski bara fyrir að vinna vinnuna sína, sem oftar en ekki er vel borguð. En fyrst að það tíðkast að veita hana þá eiga strákarnir hana skilið, svo sannarlega. Jafnvel miklu fremur en margir aðrir. Þetta er náttúrulega stórkostlegt afrek hjá þeim og verður lengi minnst. Þeir hafa líka sýnt okkur fram á hvað hægt er að gera  og hversu langt er hægt að ná með þrautseigju , þrotlausri þjálfun og einbeitingu. Þetta er auðvitað mikil hvatning fyrir unga Íslendinga sem sjá að næstum allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi. Ég verð nú líklega ekki viðstaddur á Bessastöðum en ég ætla svo sannarleg að hylla þá á Laugaveginum á miðvikudaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Það eiga þeir skilið. En ég ætla helst að sleppa því að hlusta á lofræður einhverra ráðamanna, sem eru að reyna að slá sér upp á öllu geiminu. Nei takk.


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kenna þeim lexíuna strax

Þetta er EKKI í lagi!!!!! Staðarvalið hræðilegt, Útjaskaðir töffarar að ná sér í prik hjá unglingum. Ekki láta þá sleppa með þetta. Kenna þeim lexíuna strax, áður en það verður of seint. Ég meina STRAX.
mbl.is Ofsaakstur á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sá ljótasti?

En sá ljótasti? Það hefur náttúrulega ekki verið valinn ljótasti keppandinn. Allt varð að vera svo fínt hjá Kínverjum. Og skakkar tennur voru bannaðar. Svei'attan.


mbl.is Fallegasti ólympíukeppandinn valinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband