Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ósmekklegt

Vitið þið það, kæru landsmenn: Þetta finnst mér ósmekklegt.
mbl.is Kínaferðir kostuðu 5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Silfurgallinn á leiðinni

Ég ætla rétt að vona að þeir verði búnir að sauma á mig silfurgallann sem ég pantaði á mánudaginn. Ef það klikkar á ég nóg af álpappír og læt það þá nægja. Bíð spenntur, svo spenntur að ég ætla að sleppa því að horfa á barnatímann í dag.
mbl.is Silfurvélin á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í stoðunum

Ég held að hrikti svolítið í stoðunum hjá Arsenal um þessar mundir. Leikmannahópurinn er einfaldlega ekki nógu breiður og góður. Ég held líka að þetta eigi við hjá fleirum af hinum svokölluðu "stórliðum", nema kannski Chelsea. Það verður gaman að fylgjast með þessu í vetur. En svo má ekki taka neitt frá Fulham. Roy Hodgon er býsna góður þjálfari en til hans sem þjálfara sá ég fyrst fyrir svona 25 árum í Svíþjóð.
mbl.is Wenger aldrei reiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að spá

Þetta held ég nú að hafi blasað við fólki í mörg ár. Húsnæðið sem Ræsir var í við Skúlagötu, áður en þeir fluttu upp á Krókháls, var vægast sagt í algerri andstöðu við glæsibifreiðarnar sem þeir voru að selja. Og það blasti nú við flestum að reksturinn gekk ekki vel. Er þá síðasta kolkrabbafyrirtækið fallið? Ég bara spyr? Einhverjir af frábærum starfsmönnum Ræsis gegnum tíðina, höfðu flutt sig yfir til Öskju niður í bæ og það verður nú hlutskipti þeirra að flytja aftur upp á Krókhálsinn. Hvað skyldi þeim finnast um það? Lífið er inn og út, aftur á bak og áfram, og ansi erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina.
mbl.is Ræsir hættir starfsemi og víkur fyrir Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Arshavin?

Já já,Þetta er svo sem ágætt en hvað með Arshavin og hvað með Huntelaar. Þá hefði ég viljað sjá í Tottenham. Þeir koma kannski bara líka? Og hvað verður um Berbatov? Já, það eru margar spurningar sem umvefja Tottenham liðið þessa dagana.
mbl.is Pavlyuchenko fer til Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu stolið

Það er bara hreinlega öllu stolið í dag. Þessi kápa er dýrgripur, enda Sigrún Shanko lunkinn listamaður. Ég gleymdi jakka frá jakkafötum á kaffihúsi um daginn og þegar ég fór að vitja hans, fékk ég að vita að öllum fötum hefði verið stolið úr fatahenginu, og enginn vissi hver þar var að verki!!!!!!  Mikið djö......... varð ég reiður...... en er búinn að jafna mig núna. Svona nokkurn veginn........
mbl.is Japanskri brúðarkápu stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram KR

Nú verða stúlkurnar í Vesturbænum að halda uppi heiðri KR. Ekki gera karlarnir það þetta árið, svo mikið er víst. Þær halda vel í við Valsstúlkur og geta alveg tekið titilinn. Áfram KR!!!!!
mbl.is Stórsigrar hjá KR, Keflavík og Þór/KA - Fjölnir fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki létt

Mér segir svo hugur að þessi leiktíð verði ekkert í líkingu við þá sem Ronaldo átti í fyrra. Meiðslin setja auðvitað strik í reikninginn og svo er ekkert auðvelt að koma svona til baka og smella inn í liðið á ný. Það held ég að þessi hæfileikaríki leikmaður eigi eftir að upplifa. Eins og svo margir aðrir á undan honum.
mbl.is Ronaldo: Aldrei upplifað neitt þessu líkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar í markmannsþjálfun

Já já, Þetta er í fínu lagi. Styrkja þá sem standa sig vel. Vonandi verða þessir peningar notaðir vel. Ég vil gera það að tillögu minni að hluti af þessum peningum verði notaður til sérþjálfunar hinna ungu og efnilegu markvarða okkar. Það sýndi sig á Ólympíuleikunum að góð markvarsla er lykilatriði í að vinna leiki. Við þurfum toppþjálfara (erlendan) sem helgar sig eingöngu því að þjálfa landsliðsmarkmennina. Auðvitað þarf að þjálfa allt liðið og við vitum að góð vörn er líka lykilatriði og hjálpar markmanni geysilega mikið. Bara svona að lokum: Menntamálaráðherra: Ekki samt gleyma okkur listamönnum. Við þurfum ekki svo afskaplega mikið, en eitt er víst að listin býr til peninga fyrir íslenskt samfélag, alveg eins og handboltinn. Svo er bara að mæta og hylla strákana og þakka fyrir sig.
mbl.is HSÍ fær 50 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjössi fær prik

Þetta er bara hið besta mál. Bara að framhaldið verði eins bjart. Það vona ég að minnsta kosti. Hér er á ferðinni auðmjúkur maður sem þakkar fyrir sig og fjölskyldu  sína. Ég ætla rétt að vona málalok verði góð fyrir þessa fjölskyldu. Að lokum vil ég þakka Birni Bjarnasyni og hans fólki fyrir skjóta ákvörðunartöku í þessu máli öllu og þau fá prik frá mér fyrir það.
mbl.is Grátið af gleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband