Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Það "logaði" vel í KRingum

Jæja, eigum við ekki að segja að vesturbæjarhraðlestin sé nú komin í gang. Kannski þjóðarleikvangurinn hafi haft svona góð áhrif á KR pilta og það hafi "Logað" vel í þeim í kvöld? Nú held ég að þeir geti bætt stöðu sína töluvert í næstu leikjum, því það er góður bolti í þessu liði og þeir hafa ekki fengið nógu mikið út úr leikjum sínum, þrátt fyrir að sýna góða takta. Er titill á næstu grösum? Nei varla, en samt................
mbl.is Guðjón tryggði KR 2:0 sigur á Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymsli í mjöðm

Þó ég sé nú fæddur og uppalinn á Skagaströnd og þyki gott að Ströndin mín fái jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum, eins og núna um kántríhátíðina, þá verð ég nú að segja það að þetta finnst mér ekki frétt og skil ekki Moggamenn. Þá er nú meiri frétt að vinur minn datt úr stiga fyrir viku síðan og meiddist illa. Það var í Grafarholtinu. Í Reykjavík.
mbl.is Kona féll af hestbaki norðan við Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danskir dagar í Stokkhólmi

Voru danskir kaupahéðnar að reyna að ná aftur völdum í Stykkishólmi? ( Nafnið Stykkishólmur tengist nú höfuðborg Svíþjóðar en hefur ekkert með Danmörku að gera). En hvað um það danskir voru dagarnir. Það læðist nú samt að mér sá grunur að venjulegir blindfullir Íslendingar hafi staðið fyrir ólátunum. Það hefur löngum verið talsverður rígur milli bæjarfélaga á Snæfellsnesi og oft slegist á böllum. Allavega í gamla daga, ef ég man rétt. Segi nú bara svona.
mbl.is Mikill erill í Stykkishólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnfirðingar eru bestir

Þessi sigur er eingöngu Hafnfirðingum að þakka. Aston Villa menn hafa lært alveg gífurlega á því að leika á móti FH í vikunni og verða nú óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni. Og þeir verða enn betri eftir seinni leikinn gen FH, sem fram fer efir 10 daga eða svo. Sanniði til kæru vinir. Áfram FH.
mbl.is Agbonlahor með þrennu á sjö mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chelsea verður meistari

Ég held að sumir geri sér ekki grein fyrir því hvað Scolari er gífurlega öflugur þjálfari. Ég spái Chelsea mjög góðu gengi í vetur og hef ekki trú á því að Man U hafi nokkuð í þá að gera. Úrslit leiksins í dag koma því ekki á óvart.
mbl.is Chelsea burstaði Portsmouth, 4:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír englar

Af skaplega er þetta fallegt hjá drengjunum. Þeir hefðu alveg getað látið þetta ógert. Fjárhagslegt öryggi litlu stúlkunnar hefði vafalítið verið tryggt ef faðir hennar hefði lifað, og nú koma þessir þrír englar og tryggja að svo verði. Þeir fá náttúrulega bara hrós og vinsældir þeirra aukast fyrir vikið. Allir ánægðir.
mbl.is Dóttir Heath Ledgers fær laun þriggja leikara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint í rassinn gripið

Ég óska að sjálfsögðu þessum egypsku hjónum til hamingju með börnin sjö. Megi gæfa fylgja þeim öllum, en ef tilgangurinn var að styrkja egypska landsliðið í handbolta fyrir leikinn gegn Íslendingum á Ólympíuleikunum, ja þá er ég ansi hræddur um að hafi verið of seint í rassinn gripið. O jamm og já.
mbl.is Sjöburar í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Puttahandabandið

Svona vinna þá Demókratar í Bandaríkjunum í dag. Senda sterakall á aumingja forsetaframbjóðendafrúna til að úlnliðsbrjóta hana, svo hún afli ekki eiginmanni sínum meiri stuðnings með hlýlegum kosningahandaböndum. En þau hafa alltaf gefið mikið í kosningum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er annars merkilegt að frambjóðendur og "fyrirmenni", taka bara í puttana á fólki þegar þeir heilsa fólki með handabandi. Það gerir Ólafur Ragnar alltaf þegar hann heilsar mér. Ætl'ann hafi lært það í Bandaríkjunum eða á Englandi? Kannski er þetta öryggisatriði? Svo óvandaðir menn eigi ekki hægt um vik að draga þá til sín í annarlegum tilgangi? Og jafnvel brjóta á þeim úlnliðinn? Hvað veit ég?
mbl.is McCain brákuð eftir þéttingstak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Presley í skóginum

Eydís Eva 2

Skógarhundurinn Natashja Alexandra Presley, einn fundargesta á Ísafirði. Hér á göngu með eiganda sínum í Öskjuhlíð.


mbl.is Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benedikt á Ólympíuleika

Ætli Benedikt sé að æfa fyrir Ólympíuleikana 1912? Hann myndi sóma sér vel þar, þrautþjálfaður og vel sjóaður.
mbl.is Benedikt synti Drangeyjarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband