Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ikke?

Kimmi kallinn. Tvö lög. Pása. Önnur tvö. Pása. Eitt lag. Löng pása. Þrjú lög. Ennþá lengri pása. Lokalag. Nei nei, setja bara reykvélina almennilega í gang. Þá tekur enginn eftir því að kallinn er að reykja. Einfalt mál. Ikke?
mbl.is Kim Larsen fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollara á veggjunum en í maganum

Þetta er eitthvað fyrir mig. Bara kaffi. Ég skal þekja veggina fyrir þá með kaffi. Ekki málið. Enda miklu hollara að hafa það á veggjunum en í maganum. Ég er viss um að það róar þá niður. Ekki veitir nú af á stundum.
mbl.is Fá bara svart og sykurlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pastorinn búinn á því

Aumingja Pastorinn. Alveg búinn á því. Íslendingar sáu til þess. Kemur einhverjum spánskt fyrir sjónir.
mbl.is Pastor hættir með spænska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sú síðasta

"Þar flaug fyrsta dollan", segir Hallgrímur Guðmundsson sambloggari minn. Ég segi: Og ekki sú síðasta á þessari leiktíð. Því miður fyrir Man U. Kærar þakkir til Guðlaugar Helgu Þorvaldsdóttur, sem líka er kollegi minn á blogginu, en hún sendi mér fréttir af leiknum.
mbl.is Zenit vann Stórbikar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barasta snillingar

Þarf að segja eitthvað hér? Er þetta ekki bara dásamlegt? "Að varðveita í huganum það besta sem við eigum"? Þessir menn eru BARA SNILLINGAR og þjóð sinni til sóma. Amen.
mbl.is Horfðu á myndir af börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef einhver nennir

Eru einhverjir bloggarar þarna úti sem geta frætt mig um leikinn? Ég hef nefnilega ekki aðgang að sjónvarpi þar sem ég er staddur. Rússarnir eru yfir í hálfleik 1-0. Er það sanngjarnt? Hvort liðið er að spila betur? Er Arshavin í liði Rússana? Ef einhver nennir....... please?
mbl.is Zenit er marki yfir í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrós dagsins

Segiði svo að Morgunblaðið sé ekki bjargvættur! Blað allra landsmanna, eins og þeir segja sjálfir. Blaðberarnir í Vestmannaeyjum fá náttúrulega hrós dagsins frá mér. Flott hjá þeim.
mbl.is Blaðberar Morgunblaðsins komu í veg fyrir stórtjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duglegur strákur

Hvað kostar að fá svona gæja til liðs við sig? Og hverjir framleiða myndina? Eru einhver íslensk fyrirtæki sem koma að framleiðslunni? Bara mín eðlislæga forvitni!! Annars óska ég Baltasar alls hins besta í framtíðinni. Duglegur strákur.
mbl.is Fær Batman-tónskáld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krumpugallinn aftur inn í skáp

Er ekki allt í lagi að Páll Óskar staldri aðeins við? Það má ekki belja míga, hundur reka við eða ríkisstjórnin rembast, þá er hann mættur upp á svið. Með diskó. Friskó. Gamalt og úr sér gengið stöff. Ekki töff. Það er hægt að tala ýmislegt ofan í lýðinn. 15 ára starfsafmæli? Þetta verður að fara í heimsfréttirnar og er kannski á leiðinni þangað?
mbl.is Páll Óskar frestar sýningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott herbragð

Þetta var gott herbragð hjá John McCain. Að hrósa andstæðingi sínum svona gefur honum örugglega mörg atkvæði. Þetta sá maður Ólaf Ragnar gera á sínum tíma og umfram allt var það stefna Ólafs í kosningabaráttunni að tala aldrei illa um andstæðingana. Það fer illa í fólk ef frambjóðendur eru með skítkast út í mótframbjóðendur sína. Sagan segir okkur það. Og Rebúblikanar virðast hafa uppgötvað það.
mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband