Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Get ekki hætt í bankanum af því að ég er ómissandi

Megininnhald bréfs Eiríks Guðnasonar til forsætisráðherra er að mínum dómi þetta: Ég ætla ekki að hætta því ef ég hætti þá fer allt í vitleysu í bankanum. Talandi um sjálfsálit!!!!!! Eiríkur virðist ekki þekkja orðtiltækið: Maður kemur í manns stað. Ég þarf ekki að ganga til nokkurra starfslokaviðræðna, því að ég er búinn að öðlast fullt af réttindum vegna starfa minna í bankanum og fæ þess vegna glás af peningum þegar ég hætti. Að lokum er tónninn í bréfinu sá að Eiríki finnst að hann geti setið eins lengi í stól bankastjóra Seðlabankans og hann sjálfur kýs. Þetta kallast hroki á góðri íslensku. Það er líka ansi mikill Davíðsfnykur af bréfinu. Þessir menn líta á sjálfa sig sem æðri íslenskum stjórnvöldum. Íslenska þjóðin gapir af undrun og hneykslan yfir framferði þessara manna og það gerir umheimurinn líka, eins og fram hefur komið margoft. Svo sjást þeir aldrei í fjölmiðlum og þurfa ekki að svara fyrir neitt. Þetta er óforskammað af þessum mönnum að koma svona fram (á feitum launum frá ríkinu (okkur), og verður lengi í minnum haft. 
mbl.is Bréf bankastjóranna birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn ver höfðingjavaldið

Jájájájájájá..Björn Bjarnason. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ég segi nú ekki meira en það.
mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður almenningur að koma kallinum út?

Þetta er hlægilegt, grátlegt, aumkunarvert, allt í senn. Nú er ekki nóg að láta í ljós vonbrigði, nú á að framkvæma. Verður almenningur að koma kallinum út? Ég er næsta viss um að hann er tilbúinn til þess. Nógu lengi er Davíð búinn að gena störfum í íslenskri stjórnsýslu. Meirihluti þjóðarinnar er kominn með upp í kok. Er ekki hægt að loka bara skrifstofunni hans á morgun? Þessi vitleysa gengur ekki lengur. Það er nóg annað að gera, svo mikið er víst.
mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn hlýtur að vera brenglaður sem aldrei fyrr

Þetta er að verða þvílíkur farsi að maður veit ekki alveg hvað skal segja. Seðlabankastjóri í einkastríði við réttkjörin yfirvöld á Íslandi!! Hvenær losnar íslenska þjóðin við Davíð Oddson úr pólitík? Því þetta ekkert annað en pólitík. Það er einsdæmi í lýðræðisríki að einn einstaklingur komist upp með að hunsa ríkjandi stjórnvöld og vera einhvers konar ríki í ríkinu. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hann burt en hann situr sem fastast, storkar ríkisstjórninni með hroka og heldur að hann komist upp með það. Maðurinn hlýtur að vera brenglaður sem aldrei fyrr.
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Tottenham hefði átt að vinna

Algjör synd að Spursarar unnu ekki þennan leik. Arsenalmenn vörðust vel í seinni hálfleik en Tottenham hefði átt að vinna. Ég jafna mig örugglega ekki fyrr en eftir 5 mínútur.
mbl.is Tíu Arsenalmenn héldu jöfnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottenham betri

Tottenham hefur spilað góðan bolta í fyrri hálfleik og verið betri aðilinn. Nú er bara að klára málið í seinni hálfleik gegn 10 mönnum Arsenal.
mbl.is Adebayor fór meiddur af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munum það

Þetta er alveg stórfrétt. Ekkert að gera hjá lögreglunni. En ein líkamsárás er einni líkamsárás of mikið. Munum það.
mbl.is Róleg nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bretland að fara á hausinn?

Það er ekkert skrýtið að fylgið minnki hjá breska Verkamannaflokknum, meðan Gordon Brown ræður þar ríkjum. Hann virkar hrokafullur og yfirstéttarlegur í allri sinni framkomu. Tony Blair og Gordon Brown eru eins og hvítt og svart. Enda speglar fylgi Verkamannaflokksins það.
mbl.is Enn minnkar fylgi Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón er rétt að byrja

Er draumurinn á enda? Nei nei nei, hann er rétt að byrja. Sanniði til. Jón Ásgeir er rétt að byrja.
mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyrjum Lúlla

Það er greinilega ekki fullt starf að vera Alþingismaður. Hvernig getur maður starfað á Alþingi, verið á kafi í bæjarpólitík og og rekið fyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna króna? Og örugglega sitthvað fleira. Spyrjum Lúlla.
mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband