Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Lætur af þingstörfum for good

Var ekki löngu kominn tími á hæstvirtan þingmann, Sturla Böðvarsson, að hætta í pólitík? Það finnst mér. Hann er svona týpiskt dæmi um stjórnmálamann sem gufar einhvern veginn upp, hefur aldrei gert neitt sérstakt og er einhvers konar nobody, þó hann hafi gegnt valdamiklum embættum á sínum pólitíska ferli. Það mættu margir þingmenn taka hann til fyrirmyndar nú og láta af þingstörfum for good.
mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallpungar flytja heim til mömmu

Þar höfum við það kallpungar! Bæði ég og aðrir eru löngu búnir að spá því, að það er bara tímaspursmál hvenær konurnar taka völdin í samfélaginu. Og þegar kemur að því, þá hefst uppgjörið við kallaveldistímann og einhverjir kallpungar fara illa út úr því, bæði liðnir og lifandi. Vonandi næst þó einhvers konar sátt, sem bæði kyn geta sætt sig við, annars förum við, kallpungarnir, bara heim til mömmu og hún passar okkur.
mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki?

Jæja, þá er Ingimundur minn farinn. Ég var með honum í skóla fyrir margt löngu og þekki hann bara sem ljúfan og góðan dreng. Ég veit ekkert um hvernig hann hefur staðið sig í Seðlabankanum, en held þó, að hann hafi lagt metnað sinn í að skila þar góðu starfi. Þó skil ég ekki af hverju hann sagði ekki af sér fyrr og gæti það bent til þess, að hann eins og aðrir, hafi verið að bíða eftir hvað Davíð gerði. Nú gat hann ekki beðið lengur. Og hvað ætlar Davíð að gera? Halda ríkisstjórninni í gíslingu? Ríkisstjórnin og mikill meirihluti þjóðarinnar vill hann burt og Eirík líka. En Davíð situr á svörtu loftum eins og spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki. Og lítur þaðan niður á þjóð sína.
mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldið í pólitík

Sigmundur Ernir í pólitík? Það er nú bara hið besta mál. Skáldið, fjölmiðlamaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Sigmundur Ernir myndi fá mitt atkvæði, ef ég byggi fyrir norðan. Hann hefur örugglega sitthvað að segja og á fullt erindi í pólitík. Áfram Sigmundur Ernir.
mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ennþá til kaupfélög?

Eru ennþá til kaupfélög? Ég sem hélt að það væru útdauð fyrirbæri. SÍS hefði stolið öllu frá þeim. Svona sér maður hvað maður veit lítið. En baráttukveðjur til Héraðsbúa. Þeir finna einhver ráð ef ég þekki þá rétt.
mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli þarft eða þegi

Það er ekki einu sinni friður til að taka til eftir þessa plebba. Ég segi nú bara: Mæli þarft eða þegi, eins og segir einhverstaðar (Hávamálum)?.....
mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risaeðla í garnahreinsun

Risaeðlan hefur talað. Það veit bara enginn hvað hún er að tala um. Gamlar og útdauðar tuggur. Sem enginn skilur lengur. Nema aðrar risaeðlur.
mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dularfulli Ástralinn" eftir Skjót'ann Sullenberger

Komin er á markaðinn bókin "Dularfulli Ástralinn" eftir Skjót'ann Sullenberger. Í bókinni segir frá svaðilförum Ástralans Steve Cosser á íslenskum fjárfestingamarkaði, allt frá því að hann kemur í fyrsta skipti til Íslands, þar til hann hrökklast af landi brott, slippur og snauður og algerlega niðurbrotinn maður á sál og líkama. Persónusköpun er mjög góð og glöggir menn þekkja þar ýmsa þjóðþekkta Íslendinga, þó öllum nöfnum hafi að sjálfsögðu verið breytt, af tillitssemi við viðkomandi. Er haft eftir herra Cosser, þegar hann var að stíga um borð í flugvél á leið frá landinu, að frekar vildi hann eyða því sem eftir væri af ævinni með krókódílum í Ástralíu en með íslenskum fagfjárfestum. Útgefandi er Styrmir Gunnarsson ehf. og ábyrgðarmaður Matthías Johannessen.
mbl.is Ástrali meðal fjárfesta sem halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvalafullt á hvalafundi

Það yrði mér um megn og algert kvalræði að mæta á þennan fund. Og hlusta á kvalræður í allt kvöld. Nógu kvalinn er ég samt. Það er kvalafullt að slá  á lyklaborðið. Ég vil ekki vera svona kvalinn. Hættu að kvelja mig.
mbl.is Fullt á hvalafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksgæðingur eða farandverkamaður

Hvernig er þetta hægt? Að eiga 618 milljarða (þ.e.a.s. ef allir borga skuldir sínar við bankann),og skulda 2432 milljarða? Hvar eru tryggingar fyrir þeim skuldum? Þetta er bara eins og hvert annað pýramídafyrirtæki þar sem eigendur og topparnir hirða allt og svo eru þeir farnir. Svo er einhver Framsóknarlykt af þessu líka. Minna má nú finna. Hinn almenni borgari getur ekki hagað sér svona. En flokksgæðingur og farandverkamaður: Það er sko ekki sami hluturinn. Hreint ekki.
mbl.is Kaupþing skuldar 2432 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband