Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Djö...... að maður skuli ekki fá borgað fyrir að blogga

Nú ætla ég að segja ykkur alveg sérlega sérstaka sögu. Hún byrjar í fyritæki einu hér í bæ. Sagan hefst með því að......... Hvað er ég að gera?.... Skrifa. ... Skrifa hvað?  Bara svona að segja gamla sögu.....  Þú hefur engan rétt á því skrifa það sem þú ert að skrifa.... Akkuru?  Af því bara.....  Ég ætla samt að skrifa þetta.......  Þú ert rekinn!!....... Djö......... að maður skuli ekki fá borgað fyrir að blogga.
mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gordon Brown haldinn mikilmennskubrjálæði?

Byrjar Bretaruglið aftur. Það er með ólíkindum hvað bresk stjórnvöld, snobbuð og íhaldssöm eins og þau eru, gera sig breið gagnvart fámennri þjóð eins og Íslendingum. Ég veit ekki betur en Bretar hafi í gegnum aldirnar barið niður og kúgað hinar svonefndu nýlenduþjóðir sínar og rænt þar og ruplað. Svo það er kannski ekki von á góðu á þeim bænum. Svo virðist sem Gordon Brown nái ekki með tærnar þar sem Tony Blair hafði hælana, sem leiðtogi þessarar þreyttu, heimsvaldasinnuðu þjóðar, og voru nú ekki allir ánægðir með hann.
mbl.is Krefjast upplýsinga um Baug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Payman Islands

Nóg er það nú samt. En reikningarnir frá Cayman Islands og Payman Islands fyrir starfsleyfi og leigu á bankahólfum og svoleiðis smotterí, eiga allir eftir að koma. Svo dag skal að kveldi lofa, kæru vinir.
mbl.is Ekkert fellur á skattgreiðendur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn Spursari til að redda Liverpool

Nú var ekki lengur neinn Spursari til að redda Púlurum áfram í bikarnum. Liverpool er eins og hvert annað miðlungslið ef Gerrard er ekki með. Kannski voru það mistök að selja Robbie Keane.
mbl.is Gosling sló Liverpool útúr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta framkvæmt?

Góð byrjun. Góð mál. Góð stefna. Svo er bara að sjá til með efndirnar.
mbl.is Opnað fyrir persónukjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þessi hjörð manna og kvenna yfirleitt að gera á Alþingi?

Má ég nú biðja þetta ágæta fólk að fara að sinna störfum sínum fyrir þjóðina eða segja af sér ella. Allur málatilbúnaður í sambandi við breytingar á stjórn þingsins í dag, er Alþingismönnum til háborinnar skammar. Þetta barnalega hjal endurómar út í allt þjóðfélagið engum til hagsbóta. Ég hallast meir og meir að því að gera þurfi róttækar breytingar á stjórnarskrá og kjósa á öðrum forsendum en gert er í dag. Það nægir að líta yfir þessa hjörð manna og kvenna sem sitja á Alþingi í dag, til að sannfærast um það. Því miður.
mbl.is Mögnuð fráhvarfseinkenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langur starfstitill

Starfstitill Steingríms J. Sigfússonar er orðinn svo langur að hann kemst ekki fyrir á neinum venjulegum blöðum. Því líkt hvað maðurinn er störfum hlaðinn. Svo mættu þeir alveg sleppa þessum þingfundi í kvöld og framkvæma í staðinn.
mbl.is Ekki hefðbundin stefnuræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir siðir komnir til að vera

Sturla: Það sem gerst hefur undanfarið í íslensku þjóðfélagi, BOÐAR NÝJA SIÐI í stjórnmálum. Fólk vill losna við eiginhagsmunapólitík og einkavinasamtök og almennt alla spillingu, sem hefur því miður grasserað hér á landi svo áratugum skiptir. Svo Sturla, sem aðrir, verða að búa sig undir nýja siði í stjórnmálum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Annars steinrenna þeir eins og hvert annað tröll þegar sólin kemur upp.
mbl.is Vona að atburðir við þinghúsið boði ekki nýja siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin venjulegur loftbelgur

Ómar Ragnarsson!! Hann er sko enginn venjulegur loftbelgur!!! Það er alveg á hreinu.
mbl.is Ómar Ragnarsson: „Skelfileg lífsreynsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagði Davíð að Jón Ásgeir yrði knésettur áður en hann hreyfði sig úr Seðlabankanum?

Firringin sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár í fjármálaheiminum, og yfirleitt í öllu sem viðkemur peningum, er slík, að það er ekki fyrir meðaljón að ná utan um hana. Menn hafa fjárfest (fyrir lánsfé), eytt og spent út um allar jarðir og ómældar fúlgur farið í svo kallaðar gerfiþarfir, þ.e. peningum eytt í einhverjar tilbúnar þarfir, dauða hluti sem við höfum ekkert með að gera. Úr þessu öllu varð svo ört stækkandi sápukúla sem nú er sprunginn. Ofan á allt þetta kemur svo pólitíkin. Tengsl stjórnmálamanna (og fyrrverandi stjórnmálamanna) inn í viðskiptalífið eru að koma í ljós og illt er ef satt er, að Davíð Oddson hafi sagt að áður en að hann færi úr Seðlabankanum, skyldi Jón Ásgeir knésettur. Það er ekki mitt að dæma, hafandi engar forsendur til þess, en vonandi kemur hið sanna í ljós með tímanum. Það er eitthvað bogið við þetta samt, segir mér hugur.
mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband