Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Opið bréf til "brahims" bloggvinar míns

Í tilefni bloggs sem ég skrifaði hér að neðan um Björgólf Guðmundsson.

Jæja brahim. Er það stytting úr Ibrahim? Þú heldur að terpentínugufa sé að trufla heilastarfsemi mína. Þú heldur já. Samt hefur þú ekki hugmynd um hvort ég nota terpentínu eða ekki. Ég verð að hryggja þig með því að ég nota ekki terpentínu. Svo hugarórar þínir verða að leita á önnur mið til að reyna að skýra skerta heilastarfsemi mína. Kannski eru engin mið sem þú getur leitað á? Hvað veit ég?Ég svara eingöngu svona skrifum, ef ráðist er að persónu minni með þessum hætti og góð geðheilsa mín dregin í efa, vegna efnis sem ég "hugsanlega" myndi nota í vinnunni minni. Orð þín dæma sig sjálf. Ekki er ég að ráðast að þér, þó þú sért öryrki. Og ekki veit ég af hvaða völdum þú ert það. Þeir sem búa í glerhúsi ættu ekki að kasta of stórum steinum. Eða ertu vammlaus maður..... "brahim? Þú værir þá fyrsta manneskjan sem ég vissi af, sem það væri. Svo ein ráðlegging í lokin. Ef þér finnst einhvern tíma að þurfi að mála íbúðina þína.... Þá skaltu ráða fagmann í það... og fara sjálfur í langt frí..... því það eru stórhættuleg efni í málningu, sem gætu truflað þína mjög svo heilbrigðu heilastarfsemi.

Bergur Thorberg, 31.7.2009 kl. 21:26


Að eiga til hnífsins og skeiðarinnar

Ekki veit ég neitt um hvernig fjármál Björgólfs Guðmundssonar standa í dag. Eina sem ég veit að hann er gjaldþrota. Það getur ekki verið góð tilfinning að vera gjaldþrota, en það hafa margir Íslendingar reynt og senn munu mun fleiri bætast í hópinn. Það er þó sorglegt að horfa upp á kallinn verða gjaldþrota á þessum aldri og ýmsum hremmingum hefur hann nú lent í fyrr á ævinni. Margt gott hefur hann nú látið af sér leiða eigi að síður og meira en margur annar sem verið hefur í svipuðum sporum og hann. En hann hefur farið geyst eins og margir aðrir og eiginlega einkennilegt að hann hafi fallið í þessa gryfju með alla fyrri reynslu á bakinu. Það læðist nú að manni sá grunur að ungu mennirnir í kringum hann hafi ráðið miklu um hvernig fór, þó að ég geti ekkert fullyrt um það. Aldrei þáði ég sem listamaður neina styrki frá Björgólfi en veit að það gerðu ófáir kollegar mínir. Eini styrkurinn sem ég hef þegið frá íslenska ríkinu út af listastússi mínu, er styrkur upp á 30.000.- kr. sem Kristinn heitinn Hallsson var hvatamaður að, að ég fengi árið 1994. Þrátt fyrir hvernig komið er fyrir íslensku þjóðinni í dag, óska ég Björgólfi og konu hans velfarnaðar í framtíðinni og að þau muni eiga til hnífs og skeiðar , kominn á þennan aldur, en við blasir eigi að síður sú staðreynd að það eru fjölmargir Íslendingar sem eiga ekki til hnífsins og skeiðarinnar í dag og þeim mun fjölga ört á næstu misserum... því miður.
mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er VONLAUST!

Guð minn góður. Við vonum..... við vonum..... við vonum...... Þetta er það VONLAUSASTA sem ég hef heyrt frá nokkurri ríkisstjórn nokkurn tíma. Samt hef ég alltaf talið mig heldur til vinstri í stjórnmálum. Við vonum!!! ÞETTA ER VONLAUST. Ríkisstjórnin er búin að gefast upp og lifir í voninni að þetta reddist. Það hjálpar þjóðinni alls ekki neitt. Allur baráttuandi er horfinn og vonleysið blasir við. Þvílík skilaboð. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta er búið nema þjóðin rísi upp og taki þetta í eigin hendur. Þvílíkt og annað eins. Nú er ég hlessa.
mbl.is Stjórnvöld halda í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt dagsins

Þetta er náttúrulega frétt dagsins! Hverjum hefði dottið til hugar að halli yrði á rekstri ríkissjóðs 2008? Við þurfum fleiri svona óvæntar fréttir í fjölmiðla. Eins og okkur var tjáð í gær: Að það væri þjóðhátíðarstemning á Þjóðhátíð í Eyjum. Þar hafiði það.
mbl.is Algjört hrun í afkomu ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar spila sig sveitta í skvassi meðan landið brennur og börnin gráta

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig þetta er hægt? Eru þetta peningar sem Jón Ásgeir og spúsa hans hafa fengið í hendur eða eru þetta kröfur sem safnast hafa upp á húsið? Þetta mjög svo ódýra hús í byggingu, byggt af verkamönnum sem þáðu lítið sem ekkert kaup fyrir vinnu sína. Ja tímarnir breytast og mennirnir með. Almúginn horfir galopnum augum á aðgerðir fjármálamógúlanna og eldhús og kaffistofuræðunum fjölgar en flestir láta sér þó fátt um finnast. Þessir menn virðast vita hvað þeir eru að gera. Á hvaða forsendum er hægt að yfirveðsetja svona eignir? Er þetta bara einn pússlubiti í risastóru pússluspili vel tengdra ´"fjármálasnillinga", sem eru ekki bara vel tengdir innbyrðis, heldur beint inn í bankana (sem þeir fengu reyndar gefins) og líka beint inn í stjórnkerfi þessa lands? Það er eins og stjórnvöldum hafi verið gefin svefnlyf reglulega þ.e.a.s. ef menn voru ekki á ferð og flugi út um allan heim sem skrautfjaðrir í nýjum landvinningum útrásarvíkinganna. Allt í boði hússins, þó síðar hafi komið í ljós að allt var þetta í boði íslensku þjóðarinnar og landvinningar voru öngvir. Íslenska þjóðin hlýtur að fara að rísa upp. Hún hefur engu að tapa. Við horfum upp á lömuð stjórnvöld í gæsluvarðhaldi og sukkið heldur áfram. Ráðherrar sumir hverjir flýja úr landi og spila sig sveitta í skvassi meðan landið brennur og börnin gráta. Og sumir þeirra fyllast fideonkrafti við að beina "atvinnulausum aumingjum" og öryrkjum þessa lands á beinu brautina sem liggur beint til þjónkunarveldis ráðamanna og fjármálamógúla. Einhver verður að borga brúsann. Og ekki verður séð að auðmenn eða spillingarembættismenn þessarar þjóðar geti borgað þann brúsa, ef marka má nýjustu tölur frá tollheimtumanni þessa velferðarríkis, sem við lifum í.
mbl.is Alþýðuhúsið yfirveðsett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BULL BULLSHIT Á BULL OFAN

Það er ekki einu sinni hægt að skrifa um þetta bull. AGSvill ekki hafa þetta svona. Norðurlöndin (vinir okkar.... haha), vilja hafa þetta hinsegin og gjaldeyrisstaða Seðlabankans er góð??? Endurskoðun gjaldeyrishaftastefnunnar?? Hvers konar bull er þetta? Ég held að sé bara best að fara að bulla sig út úr landinu. Þetta er allt saman BULLSHIT. Skjaldborg um heimilin og fyrirtækin? Bull... bull... bull
mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru fjárhagsvandræði Morgunblaðsins farin að bitna all illilega á fréttum blaðsins?

Hvers konar blaðamenn eru á vakt á mbl þessa dagana? Heimskulegar fyrirsagnir tröllríða ekki við einteyming, dag eftir dag. Hvers konar kröfur eru gerðar til blaðamanna Morgunblaðsins í dag? Þær geta ekki verið miklar. Er kannski búið að að reka hæfasta fólkið vegna þess að það þarf að borga því mannsæmandi laun? Ég botna ekkert í ritstjórn sem viðhefur svona vinnubrögð. Hreint ekki neitt.
mbl.is Þjóðhátíðarstemming í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona viljum við Íslendingar hafa þetta

Það blasir nú við íslensku þjóðinni hvar peningarnir eru og hafa verið. Í kvótanum og bönkunum. Þessu fólki hefur íslenska þjóðin fært á silfur fati bæði kvóta og banka. Bankamennirnir þakka fyrir sig með því að gera Íslendinga gjaldþrota. Margir kvótagreifar hafa tekið peninga út úr kerfinu og sett þá í alls óskyldan bisness og að auki veðsett óveiddan fisk í sjónum. Svo borgar þetta fólk smápeninga til baka til þjóðarinnar. Svona viljum við Íslendingar hafa þetta. Verði okkur að góðu.
mbl.is Þorsteinn Már greiðir mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænt stuðningskreppuljóð 2009

Þar féll Noregur

og þá lágu Danir í'ðví

á sama tíma og Svíar sátu í súpunni

sem Finnum var aldrei neitt mikið um.

Í sama mund uppgötvuðu Færeyingar hvar Davíð keypti ölið

og Grænlendingar gengu af göflunum

en Íslendingar....... sátu fastir..... við sinn keip.

(Bergur Thorberg júní 2009).


mbl.is Lánið stoppar á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hýenur frá Hollandi á sveppum

Hollendingum væri"hollt" að halda sig á mottunni. Það væri nú ekki mikill vandi að taka þá vel í gegn, þjóð sem sér fyrir sér með útsmognum hætti í verslun og viðskiptum og lifir á afrekum annara þjóða og hefur gert í mörg hundruð ár svona líkt og hýenur gera. Þeir lifa á flutningum verðmæta sem aðrar þjóðir hafa skapað og svo eru þeir náttúrulega í blómunum eins og gamlir afdankaðir hippar, fastir í fortíðinni og aðstandendur þessarar vefsíðu eru næsta víst á einhverjum rugleitursveppum, sem löglegt er að selja þar í landi. Að auki er Holland aðal dreifingamiðstöð eiturlyfja um gjörvalla Evrópu. Dóphausar. Lofum þeim að rugla. Það er þaðð eina sem þeir geta gert, ritstjórar þessarar vefsíðu. Og það sem verst er fyrir þá....... þeir eru ekki hót fyndnir.
mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband