Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

"Guð hjálpar þeim sem hjálpast að"

"Upphafið að endinum" segir Barack Obama. Nú gætu Bandaríkjamenn verið að horfa á upphafið á endi samdráttarins. Það er eitthvað annað upp á teningnum á Íslandi. Við gætum verið að horfa á upphafið á kreppunni. Því miður. Landflótti. Eignamissir. Niðurbrotin börn. Framtíðardraumalandið horfið bak við ský...... í bili. Við látum ekki bugast en fórnarkostnaðurinn verður mikill fyrir marga. Auðvitað er efnahagslægð um allan heim. Það gátu menn í raun og veru séð fyrir....... fyrir margt löngu. Hagkerfi geta ekki stækkað endalaust...... það hlaut að koma að því að hlutirnir yrðu að balancerast. Þegar hinn svokallaði þriðji heimur er sjálfur farinn að framleiða meira en svokallaðar nauðsynjavörur og selja þær til Vesturlanda á miklu lægra verði en við höfum átt að venjast, þá hlýtur að hrikta í stoðunum víða. Aukið atvinnuleysi og hagkerfin bólgna ekki út eins og áður. Vonandi nær heimsbyggðin að rétta úr kútnum smátt og smátt, þar með talið Ísland en það kemur til með að taka tíma og margir munu eiga mögur ár framundan. En upp birta él um síðir og í vonina verðum við að halda. Það er þess vegna mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að við leggjum okkur alla fram við að finna nýjar leiðir byggðar á hugviti okkar og þeim krafti sem við vitum að býr með þjóðinni. Og við verðum líka að vera tilbúin að kasta burt gamalli hugmyndafræði og stokka spilin upp á nýtt, blása lífi í nýjar hugmyndir hvaðan sem þær koma og telja kjark í okkar kraftmiklu æsku og búa henni þá aðstöðu, sem gerir henni kleift að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þá þurfum við engu að kvíða heldur getum við hafið endurreisnina á nýjum grunni sem mun leiða okkur til betra þjóðfélags þar sem jafnrétti og bræðralag verður haft að leiðarljósi. Því eins og Þorsteinn Valdimarsson kvað einu sinni: Guð hjálpar þeim sem hjálpast að.
mbl.is „Upphafið að endinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hreinsaði æluna?

Starfsmenn Reykjavíkurborgar hreinsuðu málninguna burt í morgun. En hver hreinsaði æluna? Það kemur ekki fram í fréttinni. Er kannski enginn tilbúinn til þess? Ef einhver hefur gert það, á sá hinn sami að fá ríkulegan bónus. Einu sinni hreinsaði ég salerni á veitingastað þar sem einhver hafði makað mannaskít upp um alla veggi. Það var ekki skemmtilegt... en maður lét sig hafa það. Voðalega hlýtur fólki að líða illa sem gerir svona lagað.
mbl.is Kastað upp ofan í póstkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað haldið þið?

Jón Ásgeir hefur lítið verið í umræðunni upp á síðkastið. Kannski er það svo að hann hefur allt sitt á hreinu, öfugt við marga aðra sem bendlaðir hafa verið við hina svokölluðu útrás. Hvað haldið þið?
mbl.is Sölu á skíðaskála rift?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur skrípaleikur

OK. Fréttastofan segir eitt um þetta ákveðna mál. Björgólfur Thor segir annað. Hvernig væri að opinberir aðilar tækju nú af skarið og upplýstu þjóðina um hið sanna í málinu þ.e.a.s. ef þeir eru þess megnugir, sem maður er nú farinn að efast um. Hitt er svo annað mál að það eru mörg önnur mál sem þarf að upplýsa og vart þarf að segja þjóðinni frá því. Þvílíkur skrípaleikur.
mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já já já..... Bjarni minn.

Já já já Bjarni minn. Við höfum heyrt þennan áður. Þú varst náttúrulega búinn að slíta öll vinatengsl þín inn í Glitni löngu fyrir bankahrun og ert þess vegna með algerlega hreinan skjöld hvað þessa fjárflutninga varðar samkvæmt lögum. Já já....... við verðum að trúa þér Bjarni minn.... já já...
mbl.is Bjarni Ármannsson: Eðlileg fjárstýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Völd...völd.....völd.... meiri völd...

Finnst fólki taka því að vera að rífast um völd í litlu bæjarfélagi þegar íslenska þjóðin rambar á barmi gjaldþrots? Valdabaráttan birtist í smáu sem stóru. Ísland í dag, Ísland í gær og mjög líklega Ísland á morgun. Úff......
mbl.is Væringar í bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisráðherra í góðum málum

Ekki vissi ég að utanríkisráðherra þénaði svona mikla peninga. Maður verður að fara að drífa sig í stjórnmálin. Þó fyrr hefði verið. Össur: Nú geturðu boðið mér í Þingvallavatn. Ég finn græjurnar til og geri stöngina klára. Á leiðinni austur geturðu frætt mig um kynlíf urriðana í vatninu. Ha?
mbl.is Hagnaður Össurar 3,5 milljónir dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru bestir? Tottenham

Við Spursarar bjóðum Peter Crouch velkominn til Tottenham. Hann hefur sýnt það og sannað gegnum tíðina að hann er afar lúnkinn leikmaður, er náttúrulega mjög hávaxinn og góður í teignum en þrátt fyrir hæð sína, mjög svo leikinn og lipur. Næst er það Patric Vieirra og vonandi Huntelaar líka...... og einn góðan miðvörð. Þá getur allt gerst.
mbl.is Peter Crouch genginn til liðs við Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sjáandi

Það þarf greinilega ekki nema eina kellingu til að gera allt vitlaust í blogheimum sem annars staðar á Draugatrúarlandinu góða. Ég er sjáandi. Ég sé fyrir mér slagandi fólk um næstu helgi og gjafir í desember. Merkið mín orð og takið eftir hvort það rætist.

Á kafi í kókaíni

Þurfum við frekar vitnanna við? Insiders í bankanum að bjarga eigin skinni... jafnvel með hjálp eiginkonu eins þeirra. Auðvitað koma þeir til með að teygja málið með hjálp "stjörnulögfræðinga". Ennþá verra í landsbankanum. Hvað eiga þessir menn að ganga lausir lengi? Frasinn saklaus uns sekt er sönnuð er hálf hlægilegur í þessu sambandi. Virt endurskoðunafyrirtæki er búið að sanna gjörninga þessara manna. Margir af starfsmönnum þessara fjármálastofnana, ég er ekki að segja að þessir menn hafi verið það, voru á kafi í kókaíni og amfetamíni... það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum. En ég hef grun um að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum. Málin eiga eftir að versna til muna... verið þið viss.
mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband