Jóhannes tælir Júdas upp við barinn nr. 2

Vegna aðalumræðu dagsins vil ég enn og aftur minna á bloggfærslu mína "Jóhannes tælir Júdas upp við barinn", sem er texti sem ég samdi 1984 við lag mitt sem finna má á plötu minni "Metsöluplata" sem kom út 1989. Hún seldist í 167 eintökum. Að því tilefni lét ég gera 167 númeruð eintök á CD nú í ár. Umslögin eru öll myndskreytt af mér og er ekkert þeirra eins. Þessi diskur er ennþá falur hjá mér. Hann er einkum ætlaður viðkvæmum sálum. Sjálfur fékk ég örlítið bágt fyrir vínylinn minn á sínum tíma. Færsluna finnið þið á forsíðunni hjá mér. Úrslitin í ljóðakeppninni koma í kvöld.

Ps. Þið getið líka séð málverkið mitt: "The last supper on pin street", neðar á síðunni, en það er eingöngu málað með kaffi og hangir einhversstaðar í USA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Get ég fengið að kaupa einn disk takk .. og hvar fær maður séð myndirnar þínar - 

ofurviðkvæm kaffisál

Pálmi Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 22:22

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég er búinn að senda þér póst á netfangið þitt. Láttu mig vita ef þú færð ekki póstinn. kv. Thorberg

Bergur Thorberg, 4.9.2007 kl. 23:03

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Fíflið ég.Auðvitað fékk ég póstinn í hausinn aftur. Þakka þér fyrir Pálmi minn.Ennþá er til eitthvað af diskinum og þú getur þá valið þér númer úr þeim sem eftir eru. Kaffimálverkin mín hafa aldrei verið til sölu á Íslandi nema hjá mér. Þau fást hins vegar víða um heiminn. Eins og þú kannski veist hef ég breytt kaffi í fullgilda málningu sem er jafn endingargóð og akrýl og olía og svo eru þau öll máluð á hvolfi þ.e. snúa öfugt við mér þegar ég mála þau. Þú getur bara hringt í mig í s. 692 4321 eða 692 0217 og við getum hist eftir samkomulagi. Þegar ég er á Íslandi bý ég í 101 Rvk. Svo get ég auðvitað sent með pósti ef svo ber undir.

Kaffikveðjur,

Bergur Thorberg

thorberg@thorberg.is   thorberg.is

Bergur Thorberg, 5.9.2007 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband