Endanleg úrslit í stökukeppni Bergs Thorbergs

Hér birtast stökurnar er hlutu náð fyrir augum dómnefndar í ferskeytlu og limrukeppninni.

1. verðlaun, kaffimálverk á striga eftir Berg Thorberg:


Hróður eflir magran mann,

miðlungsljóðið skjallar.

Góður smiður verkið vann,

varla finnast gallar.



  (Og afturábak:)

Gallar finnast, varla vann

verkið smiður góður.

Skjallar ljóðið miðlungsmann,

magran eflir hróður.

 

2. verðlaun: Kaffimynd eftir Berg Thorberg.

 

Að vera barn er púl og puð,

pissa, kúka, æla.

Toga í hár og totta snuð,

teyga mjólk og skæla.

 

3.verðlaun: Kaffimynd eftir Berg Thorberg

Þó útlitið sé allra verst,
og egóið helsta meinið;
þá er ég eins og fólk er flest,
fallegur inn við beinið.

Valið var erfitt en þetta varð niðurstaðan. Ég vil þakka öllum þeim sem nenntu að taka þátt og ykkur öllum fyrir að nenna að lesa bloggið mitt. Þeir sem kannast við vísurnar sínar hér fyrir ofan geta haft samband við mig í s. 692 4321 eða skrifað mér á: thorberg@thorberg.is

Annars hef ég samband sjálfur.

Núna verð ég því miður að yfirgefa ykkur um stundarsakir, því konan í myndavélasímanum segir að maturinn sé tilbúinn.

Kærar kveðjur,

Bergur Thorberg





















 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband