Vorið er komið

Ekki ætla ég mér að gera lítið úr hættu sem skapast ef sina tekur að brenna. Það er ekkert gamanmál. Verður oft nánast, ekki við neitt ráðið. Sjálfur er ég alinn upp við sinubruna og auðvitað sitthvað fleira. En svei mér þá, ég held orðið að sinubruni sé meiri vorboði en Lóan. Hún kemur vissulega ennþá á okkar slóðir en sinubruninn, hann klikkar aldrei á því. Ég man sjálfur eftir því að ég var einu sinni staddur austan megin Eyjafjarðar við lítinn snotran læk ásamt vinum mínum, ekki langt frá Svalbarðseyri..... allt í einu stóð allur gróður, sem tekist hafði að þorna eftir afar blautan vetur, í ljósum logum. Við félagarnir áttum í raun og veru, fótum fjör að launa en þar sem lækurinn góði var ekki mjög langt undan, tókst okkur lafhræddum, að slökkva í vorinu. Um stundarsakir.
mbl.is Sinubruni á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband