Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Saga af fiski, íslensku vori, og matgráðugum í orange.

Í heita pottinum þegar vorar í íslenskri náttúru

Fiskinn í neðra horninu hægra megin, langar líka í heita pottinn. Það er þó næsta víst að þessi heiti pottur yrði aðeins í heitara lagi fyrir hann. Ef honum tækist samt að hoppa upp í..... þá er ekki ólíklegt að hann myndi  hefja sitt framhaldslíf.... á grillinu.


Þrjár

threesome

Í vornóttinni.


Setningarathöfnin

Ef maður verður heppinn, endar maður, kannski, sem niðurlagssetning í ritsmíð einhvers niðursetnings. Ef maður verður óheppinn, endar maður hugsanlega sem upphafssetning í ritsmíðum sama niðursetnings. Það fer allt eftir setningarathöfninni.

Að sögn Kreppumanns

Jæja. Að sögn Kreppumanns, bloggvinar míns, Þá hefur víða verið skenkt og skokkað þessa helgina. Með tilheyrandi og sjáandi afleiðingum.  Ég ætla að fara að ráðum hans og taka eina malaríu fyrir svefninn. Ég er jafnvel að hugsa um að taka "Malaríu Thorbergs". Hún hefur alltaf gefist mér vel , ef ég hef viljað sofna út frá einhverju almmennilegu. ( Ég verð bara að fara varlega á háu nótunum...... svo ég veki ekki mína góðu nágranna).

Leikur ekki á sjálfan sig.

Það er nú gott að Árni leikur ekki á sjálfan sig.
mbl.is Árni Sigfússon leikur sjálfan sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vizkubrunnur

Ég þekkti einu sinni konu sem heitir Ingunn. Ég hef það á tilfinningunni. Ekki bara á bringunni. Nei, það var Unnur. Vizkubrunnur.

Hugmyndir óskast

Pokaprestur

Goddmundur á Glæsivöllum.

Gekk út um víðan völl.

Sinn völl.

(Gömul kona að austan heyrðist stynja, á aftasta bekk: Hvað er það nú aftur sem rímar svo vel við völl? Höll? Nei.... það hlýtur að vera eitthvað fleira. Hugmyndir óskast. Í safnaðarbaukinn.


Lokakafli sögu af tungli

Tunglið og tvíæringurinn

"Glókollur sofi.

Tunglið skín í rofi.

Nú fyllir það disk með silfursand..

og sáldrar út yfir draumaland......

Glókollur sofi.

Tunglið skín í rofi".

(Höf. innan gæsalappa: Þorsteinn Valdimarsson).

Í haust kemur Draumalandið. Ekki missa af því.


Tunglið stendur í ljósum logum

Nóttin er ungNóttin er ung

"Blás blær að glóðum.

Tunglið nálgast óðum.

Það heldur á sigð í hendi sér.....

og... himinöxin gullnu sker.

Blás blær að glóðum.

Tunglið nálgast óðum."

(Höf. innan gæsalappa: Þorsteinn Valdimarsson)

Frh. á morgun....... ef ég stíg ekki niður úr hjarninu.


Við bjóðum góða nótt

Hundur og par

Við erum að hugsa um...........að fara að leggj'okkur..... öll þrjú. Og líka sú sem er í horninu til vinstri.

"Blás blær um geima,

tunglið er ekki heima.

Það villtist á bak við vorskýin

og veiðir þar......

stjörnufiðrildin".

(höf. innan gæsalappa: Þorsteinn Valdimarsson).

Frh. á morgun. To fall in to sleep.... you do'nt need to coun't so many sheep. Sov godt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband