Færsluflokkur: Bloggar

Tottenham betri

Tottenham hefur spilað góðan bolta í fyrri hálfleik og verið betri aðilinn. Nú er bara að klára málið í seinni hálfleik gegn 10 mönnum Arsenal.
mbl.is Adebayor fór meiddur af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munum það

Þetta er alveg stórfrétt. Ekkert að gera hjá lögreglunni. En ein líkamsárás er einni líkamsárás of mikið. Munum það.
mbl.is Róleg nótt hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bretland að fara á hausinn?

Það er ekkert skrýtið að fylgið minnki hjá breska Verkamannaflokknum, meðan Gordon Brown ræður þar ríkjum. Hann virkar hrokafullur og yfirstéttarlegur í allri sinni framkomu. Tony Blair og Gordon Brown eru eins og hvítt og svart. Enda speglar fylgi Verkamannaflokksins það.
mbl.is Enn minnkar fylgi Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón er rétt að byrja

Er draumurinn á enda? Nei nei nei, hann er rétt að byrja. Sanniði til. Jón Ásgeir er rétt að byrja.
mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyrjum Lúlla

Það er greinilega ekki fullt starf að vera Alþingismaður. Hvernig getur maður starfað á Alþingi, verið á kafi í bæjarpólitík og og rekið fyrirtæki sem veltir hundruðum milljóna króna? Og örugglega sitthvað fleira. Spyrjum Lúlla.
mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lætur af þingstörfum for good

Var ekki löngu kominn tími á hæstvirtan þingmann, Sturla Böðvarsson, að hætta í pólitík? Það finnst mér. Hann er svona týpiskt dæmi um stjórnmálamann sem gufar einhvern veginn upp, hefur aldrei gert neitt sérstakt og er einhvers konar nobody, þó hann hafi gegnt valdamiklum embættum á sínum pólitíska ferli. Það mættu margir þingmenn taka hann til fyrirmyndar nú og láta af þingstörfum for good.
mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kallpungar flytja heim til mömmu

Þar höfum við það kallpungar! Bæði ég og aðrir eru löngu búnir að spá því, að það er bara tímaspursmál hvenær konurnar taka völdin í samfélaginu. Og þegar kemur að því, þá hefst uppgjörið við kallaveldistímann og einhverjir kallpungar fara illa út úr því, bæði liðnir og lifandi. Vonandi næst þó einhvers konar sátt, sem bæði kyn geta sætt sig við, annars förum við, kallpungarnir, bara heim til mömmu og hún passar okkur.
mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki?

Jæja, þá er Ingimundur minn farinn. Ég var með honum í skóla fyrir margt löngu og þekki hann bara sem ljúfan og góðan dreng. Ég veit ekkert um hvernig hann hefur staðið sig í Seðlabankanum, en held þó, að hann hafi lagt metnað sinn í að skila þar góðu starfi. Þó skil ég ekki af hverju hann sagði ekki af sér fyrr og gæti það bent til þess, að hann eins og aðrir, hafi verið að bíða eftir hvað Davíð gerði. Nú gat hann ekki beðið lengur. Og hvað ætlar Davíð að gera? Halda ríkisstjórninni í gíslingu? Ríkisstjórnin og mikill meirihluti þjóðarinnar vill hann burt og Eirík líka. En Davíð situr á svörtu loftum eins og spilltur, illa upp alinn, ofdekraður krakki. Og lítur þaðan niður á þjóð sína.
mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skáldið í pólitík

Sigmundur Ernir í pólitík? Það er nú bara hið besta mál. Skáldið, fjölmiðlamaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Sigmundur Ernir myndi fá mitt atkvæði, ef ég byggi fyrir norðan. Hann hefur örugglega sitthvað að segja og á fullt erindi í pólitík. Áfram Sigmundur Ernir.
mbl.is Sigmundur Ernir í pólitíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ennþá til kaupfélög?

Eru ennþá til kaupfélög? Ég sem hélt að það væru útdauð fyrirbæri. SÍS hefði stolið öllu frá þeim. Svona sér maður hvað maður veit lítið. En baráttukveðjur til Héraðsbúa. Þeir finna einhver ráð ef ég þekki þá rétt.
mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband