Prímadonnurnar og rússnesku rúblurnar

Það er náttúrulega glórulaust að peningar sem kippt var út úr gamla Sovét hagkerfinu, (olíupeningar, vel smurðir og ma...ma...ma... peningar), ráði nú nánast öllu í knattspyrnuheiminum. Tankur Abramovich virðist vera nánast ótæmandi og hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist, í þessu tilfelli knattspyrnumenn og þjálfara. Auðvitað eru peningar úti um allt og kannski misjafnlega fengnir, en þarna keyrir úr hófi. Þetta skekkir alla fótboltamyndina. Sem betur fer byggist góður árangur í fótbolta ennþá á góðri liðsheild og samheldni en ekki bara peningum. Það er nefnilega ekki alltaf sem prímadonnur fótboltans geta spilað saman sem ein heild. Til þess eru þær einfaldlega of miklar stjörnur og vilja ekki láta skyggja á SIG
mbl.is 40 milljarðar gerðu svo vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband