Korter í þrjú veiðimenn og konur

Nú verður ekki lengur hægt að kaupa sér flugur í miðbænum, ef maður fær þá flugu í höfuðið. Verslunin í miðbænum er að missa flugið og nú er Veiðimaðurinn á förum. En ennþá verður víst hægt að fá sér dægurflugur að nóttu til. Það er gott fyrir veiðimenn, sem stundum hafa verið nefndir "korter í þrjú gæjar". Það eru víst til konur sem bera svipað nafn. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Enda ekki svo mikill veiðimaður.
mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er bara í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að hefta aðgengi bíla að miðbænum.   Fólk vill komast sína leið á bílum.

sjá mitt blogg. 

Kristinn Sigurjónsson, 2.7.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Þetta er því miður satt hjá þér Kristinn. Svo er maður hundeltur af stöðumælavörðum. Sjálfur bý ég í miðborginni og við viljum auðvitað sjá fólk koma akandi úr öðrum hverfum í hverfið okkar. Ekki bara kráargesti og túrista.

Bergur Thorberg, 2.7.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Nú! eru til svona korter í þrjú konur?  Ég held ég hafi ekki hitt neina, en hins vegar hef ég hitt gæjana en þeir eru búnir að færa tímann til korter í fimm eða sex 

Lilja Kjerúlf, 2.7.2008 kl. 12:06

4 identicon

Ég er einn af þeim sem versla nær ALDREI í miðbænum eftir að hafa fengið himinháa stöðumælasekt þegar ég stóð í röð í banka í miðbænum til að fá klink í stöðumælir. Það eru mörg ár síðan og ég er ennþá brjálaður yfir því.
Það sem er að drepa verslun í miðbænum eru stöðumælar. 

Halldór (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Þetta eru gæjarnir sem maður hittir í leigubílaröðinni hvort sem kl er korter í þrjú - fjögur eða fimm. Ef að röðin væri styttri myndi maður losna við þá!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 2.7.2008 kl. 12:50

6 identicon

Þar eð Gunnhildur er ein af þessum pæjum sem er í leigubílaröðinni á þessum krítísku tímapunktum, er ekki úr vegi að kalla hana kortérí-pæju, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Gummi! Gættu orða þinna Gunnhildur er siðprúð stúlka.

Bergur Thorberg, 2.7.2008 kl. 14:42

8 identicon

Dona, dona.. bara að grínast; eins og venjulega.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 15:00

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég held nú að mér hafi verið það ljóst Herra Benzen. Ég set þetta í alvörugrínmöppuna.

Bergur Thorberg, 2.7.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband