Allir vilja stjórna

Þetta lá einhvern veginn í loftinu. Mér hefur aldrei fundist Alan Curbishley vera neitt sérstakur þjálfari. West Ham er með ágætan leikmannahóp og með nýjum þjálfara ættu þeir að geta staðið sig með ágætum. En Curbishley hefur töluvert til síns máls þegar hann segir að félagið hafi ráðið allt of miklu í leikmannamálum. Það blasir við hjá mörgum félögum í enska boltanum, að allt of margir eru að kássast í leikmannamálum, í staðinn fyrir að láta knattspyrnustjórana um þau. Það kann ekki góðri lukku að stýra að margir aðilar séu með puttana í, hvernig leikmannahópurinn er skipaður. Það eru mörg dæmi um það.Það verður gaman að fylgjast með hvað Björgólfur gerir núna.
mbl.is Curbishley: Átti ekki annarra kosta völ en að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband