Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Björgunarhringurinn og bringuhárið eina

Blessuð sé minning þessarar konu. Hún var víst voða góð við son sinn. En í ljósi þess hvernig hún dó ætla ég að halda áfram að vera forljótur. Ég ætla að hafa eyrun (vængina) eins og þau hafa alltaf verið, stór og útstæð, nasaholurnar misstórar, mislanga fætur, kinnfiskasogið, brjóstin góðu, hökuna löngu, bringuhárið eina, vömbina vaxandi, björgunarhringinn og afturendann íturvaxna. Og kollvikin stækkandi. Engir rándýrir lýtalæknar fyrir mig. Enda held ég að sá sem tæki mig að sér yrði að vera meira en snillingur til að laga mig til. Svo er náttúrulega skammdegið skollið á og þá sést maður ekki eins vel.
mbl.is Móðir Kanye West látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalstöðin. Leigubílastöð eða útvarpsstöð?

Hvað með útvarpsstöðina gömlu, Aðalstöðina? Er hún öllum gleymd? Hver ætli eigi það? Er þá ekki hægt að rífast yfir því?
mbl.is Aðalstöðin fær ekki að nota nafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningartímaritið Dagskrá vikunnar

Dagskrá vikunnar er mest lesna tímaritið á Íslandi. Það er ókeypis. Gæti það skipt máli? Séð og heyrt er í öðru sæti. Það er ekki ókeypis. Er efni þess svona áhugavert? Tímarit sem skarta meiri menningu eru á undanhaldi. Fólk vill afþreyingu. Fólk er forvitið um aðra. Sumir virðast ekki hafa hugmynd um hvað þeir eiga að gera við tímann. Nema drep'ann. Hvað segir þetta okkur um íslenska menningu? Ekki neitt. Alveg heilmikið. Það er líka mjög varhugavert að taka snepil eins og Dagskrá vikunnar með í svona könnun. Fólk kíkir í Dagskrá vikunnar til að sjá hvernig það eigi að verja tímanum sínum fyrir framan sjónvarpið, og þar með oftast endanlega steindrepa þann dýrmæta tíma sem okkur er gefinn á þessari stuttu vegferð okkar á jörðinni. En fólk hefur val. Sem betur fer. Það er bara soldill vandi að velja rétt. Og hver veit svo sem hvað er rétt og hvað er rangt? Ekki ég.
mbl.is Dagskrá vikunnar er mest lesna tímaritið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kári og Kristján Davíðsson

Minni á að Kári Stefánsson verður á Listasafni Íslands kl.14.00 í dag með leiðsögn um verk Kristjáns Davíðssonar vinar síns. Kári hefur þekkt Kristján í 3-4 áratugi og hefur vafalaust frá mörgu að segja. Ekki verra að fá kynningu á svona persónulegum nótum. Kristján varð snemma fyrir miklum áhrifum af hinn svokölluðu "Brútölsku list", þar sem Jean Debuffet var fremstur í flokki. Sjálfur varð ég ekki samur í málverkinu eftir að hafa dottið inn á sýningu á verkum Debuffet fyrir bráðum 30 árum síðan. Svo það er bara að mæta.

Ef þú verður ekki góður, þá verðurðu sendur til Hafnarfjarðar! Viltu það?

Þetta er alveg nýtt fyrir mig. Ef þú hagar þér illa í Reykjavík þá ertu sendur til Hafnarfjarðar. "Heyrðu vinur, er eitthvað í gangi hér? Viltu fara til Hafnarfjarðar? Ert'að míga utan í húsið? Beint í Hafnarfjörð með þig. Þú ert ofurölvi ungi maður, hljómar alvörugefin rödd lögreglumannsins, Þú verður að fara til Hafnarfjarðar. Nei.... nei... nei..... please....... ekki í Hafnarfjörð......Ja þú hefðir betur hugsað málið áður en þú fékkst þér fyrsta sopann í kvöld,vinur...Í Hafnarfjörð með'ann. Og það strax!!!!
mbl.is Óvenju róleg nótt í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytja út kaffi til Brasilíu. Samstarfsaðili óskast.

Skutlaði vini mínum eldsnemma í morgun útí Leifsstöð en hann er núna á leiðinni til Brasilíu.(Vorum í sambandi þangað á netinu í nótt og það var 32 stiga hiti í Sao Paulo!!!). Annars getum við ekki kvartað yfir veðrinu hér í Reykjavík, hreina vorveðrið. Það rigndi mikið er nær dró Keflavík og skyggnið var slæmt. Vegna framkvæmda á brautinni er eins gott að fara varlega því merkingar eru ekkert allt of góðar og eins gott að vera vel vakandi. Munaði minnstu að ég keyrði á öfugum vegarhelmingi nálægt Grindavíkurafleggjaranum, en áttaði mig í tíma. Hvað mig varðar er það á teikniborðinu að flytja út kaffi til Brasilíu og hef ég mikla trú á að það gangi upp. Auglýsi hér með eftir samstarfsaðila sem gæti gert þann draum minn að veruleika. Bestu kveðjur frá kaffikallinum. Eigið þið góðan dag.

Úldinn fiskur breytist í vinskap

Ég sagði frá því á blogginu mínu hérna um daginn Þegar ég lenti í því að kaupa úldinn reyktan fisk í ákveðinni verslun. Þetta var á föstudegi og ákaflega  fúlt að lenda í þessu, þar sem búið var að loka búðinni þegar ég uppgötvaði þetta. Ég ákvað að fara í verslunina eftir helgina og kvarta. Brá mér í sund á laugardeginum og hitti kunningja minn og sagði honum frá þessu. Þú ferð ekkert í verslunina , sagði hann, þú ferð beint í framleiðandann, það hefur alltaf gefist mér betur ef ég hef lent í einhverju svona. Þetta er nú ekki há upphæð, sagði ég. Skiptir ekki máli. Prinsípið, svaraði hann.Ég hringdi svo í framleiðandann eftir helgina sem tók mér ákaflega vel og þakkaði mér fyrir að láta sig vita og sagði mér að koma þegar mér hentaði og hann skyldi bæta mér þetta upp. Ég dreif mig loksins núna fyrir helgina og framleiðandinn beið með fullan kassa af góðgæti handa mér, rauðsprettuflök, fiskbollur og ýsuflök. Hann sagðist hafa farið í verslunina strax og sannreynt það sem ég sagði. Hvers vegna varan var skemmd, var ekki vitað með vissu, en slys gerast. Líklega hafði frost farið af kæli í búðinni. Einhvern veginn gat ég ekki hugsað mér að fara tómhentur og sækja góðgætið, svo maðurinn héldi ekki að væri bara að reyna að fá ókeypis fisk, svo ég greip með mér kaffimynd sem ég átti af manni sem heldur á stórum fiski og ákvað að gera bara einhvers konar vöruskipti við manninn. Hann var mjög ánægður með myndina og ég með fiskinn og hann bauð mér meira að segja í skötuveislu síðar. Allir ánægðir og skildum við hinir mestu mátar. Eigandi fyrirtækisins heitir Finnur og fyrirtækið hans heitir Fiskbúðin okkar og er í Kópavogi. Þetta kalla ég fyrsta flokks viðskiptahætti og ég mun örugglega kaupa hans vörur í framtíðinni. Segið þið svo að úldinn fiskur sé ekki hollur og góður. Hann er a.m.k. verulega mannbætandi. Áfram Finnur!!

Bíddu.......Börn mega kaupa byssur?

Hvað er í gangi hér á Norðurlöndum? Í Finnlandi geta 15 ára unglingar keypt sér byssu með leyfi foreldra!!!!!! Ég bara, ég bara, ég bara... á ekki eitt aukatekið. Bræður okkar Finnar! Hvern andsk.... hafa 15 ára börn að gera með byssur? Hver kaupir byssu fyrir 15 ára barnið sitt? Er þetta fólk ekki í lagi? Umræðan um byssueign hefur nú yfirleitt beinst að Bandaríkjunum. Svo uppgötvum við þetta við bæjardyrnar hjá okkur!! Berkeley Satana.....Og nú hefur þessi hræðilegi atburður gerst í Finnlandi. Og við erum í nánu samstarfi við Finna í gegnum Norðurlandaráð!!!! Skammist ykkar Pekka og Turki og afnemið þessi lög strax!!!!


mbl.is Finnar hyggjast herða byssulöggjöfina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Matt. Hann er með þetta.

Til hamingju Árni. Ekki hafði ég heyrt um Bjarkarlaufið en geri ráð fyrir að það sé kennt við hana Björk okkar allra. Árni er vel að viðurkenningunni kominn og vonandi eru bara einhverjir peningar líka í þessu. Hann á þá skilið. Björk og Sykurmolarnir voru ekki "okkar" eins og við segjum svo gjarnan núna þegar Árni var að skrifa um þau í byrjun og fleiri framsækna tónlistarmenn. Lengi vel voru ekkert svo margir sem vildu kannast við Björk, en það er svo sem engin ný saga að fáir vilji kannast við framsækna listamenn á ýmsum sviðum í byrjun ferils þeirra og sumir sæta því að vera "underground" andsk.... lengi og berjast í bökkum en svo allt í einu vilja allir eiga þá. Árni hefur verið afburðaglöggur að uppgötva eitthvað ferskt og nýtt og fjallað um það af mikilli næmni og þekkingu. Við sem til þekkjum vitum líka að það rennur listamannsblóð í familíunni. Haltu bara áfram Árni minn. Þú ert með þetta.
mbl.is Árni Matthíasson hlaut Bjarkarlaufið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta Kermit vinur okkar? Nei, ég trúi því ekki.

Fyrrverandi lögreglustjóri New York borgar ákærður fyrir spillingu.Lömunarbyssuskandall. Mútur. Giuliano herforingi viðskiptafélagi hans. Hann er á leiðinni í framboð. Smá framhjáhald í leiðinni. Lömunarbyssurnar hafa kannski verið notaðar í tilraunaskyni á þá félaga og siðferðiskenndin lamast. Svo er búist við að hann gefi sig fram við félaga sína í lögreglunni innan skamms!! Kannski verður hann bara sendur til Quantanama. Höfum við séð þetta áður? US today, yesterday and tomorrow.
mbl.is Fyrrum lögreglustjóri New York ákærður fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband