Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Séra Bjarni og beljurnar

Þetta minnir á söguna af séra Bjarna þegar hann lenti í því að fuglar himinsins drituðu á hann er hann var á gangi í Kvosinni. Séra Bjarni strauk um höfuð sér og á að hafa sagt: "Guði sé lof fyrir að kýrnar hafa ekki vængi". Guðs mildi einnig að fólkið í bílnum slapp með skrekkinn.
mbl.is Belja féll af himnum ofan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á skíðum skemmti ég mér, tralalala.......

Þetta er alveg frábært.Nú getum við skíðað á stuttbuxum og bikini, þurfum ekki að hafa áhyggjur af íslensku veðurfari og alls engar áhyggur af því að verða brún og sælleg, því sólin mun ekki ná til okkar. Við getum náttúrulega opnað sólbaðsstofur með fram brautinni, til að kippa því í liðinn.Svo hitum við allt upp með heita vatninu og setjum kælikerfi í brautina, sem sagt plús og mínus og allir ánægðir. Svo málum við Bláfjöll og íslenska hveri og eldfjöll á veggina og setjum upp öflugt hljóðkerfi með fuglasöng, beljubauli, kindajarmi og alls kyns náttúruhljóðum. Þarna getum við skipulagt þorrablót á skíðum o.s.frv. Möguleikarnir eru óendanlegir. Kannski bara jarðgöng frá umferðarmiðstöðinni, til að Íslendingar og erlendir ferðamenn,sleppi við að berja augum allt sem borg og náttúra heitir og allt endi í guðdómlegri tilbúinni paradís. Eins og ég sagði áðan. Möguleikarnir eru ótæmandi. Útrás hvað?
mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisin uppmáluð

Ég vaknaði kl. sex í morgun og spurði sjálfan mig kurteislega hvort ég mætti sofa til sjö. Og viti menn. Ég svaraði já samstundis. Þarna sjáið þið að það borgar sig að vera kurteis. Og það kostar ekki neitt. Það brann hús á Grettisgötunni í nótt og þar sem ég bý í götunni fær maður einhvern veginn meiri ónotatilfinningu en ella. Þetta minnir mann á að jólin nálgast og mikið um opinn eld í heimahúsum og eins gott að fara varlega. Í gærkvöldi fór ég á tónleika með South River Band og það var þrælskemmtilegt. Þeir spila svo á Dómó í kvöld. Eigið þið góðan dag.

South River Band á Næsta Bar kl. 21.00 í kvöld.......

Allar stúlkurnar
Bara að minna á tónleikana í kvöld með South River Band á Næsta Bar kl. 21.00 í kvöld. Þið mætið ef þið hafið tíma.

Bloggarar fjölga heimsóknum

Þetta kemur allt heim og saman. Ég byrjaði að blogga í endaðan júlí og auðvitað jukust heimsóknir á mbl.is med det samme. Nei bara djók.
mbl.is Lestur á mbl.is eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli Tomm og Mosfellsbærinn

Vinur minn Kalli Tomm er með skoðanakönnun í gangi á blogginu sínu og spyr hver sé draumastaður fólks. Mosfellsbær hefur þar afgerandi forystu. Gott og blessað. Kannski eru Mosfellingar að styðja sinn mann. Bara gott. Kalli endar bloggið sitt í dag á orðunum: Það er gott að búa í Mosfellsbæ. Kalli minn: Þú verður að hafa þetta aðeins meira krassandi. "Það er gott að búa í Kópavogi". Einhvern tíma höfum við heyrt það áður. Hvað með: Það er magnað að búa í Mosfellsbæ? Eða: Alveg meiriháttar að búa í Mosfellsbæ? Eða: Það er mannbætandi að búa í Mosfellsbæ? Eða : Manneskjan vex í Mosfellsbæ? Eða: Menningin blómstrar í Mosfellsbæ. Svona má lengi halda áfram. Bara svona smáinnlegg. Sjálfur bý ég á Grettisgötunni og "Það er geðveikt að búa á Grettisgötunni"!!!!!!!!

Sprangað inn á skemmtistaðina í Eyjum?

Vestmannaeyingar eru snillingar! Skyldu þær hafa ætlað að spranga inn á skemmtistaðinn? Það er nú aldeilis hefð fyrir spranginu í Eyjum. Sem betur fer slasaðist enginn í þessu þakbrölti um helgina enda stúlkurnar líklega fimar sem fuglinn.
mbl.is Reyndu að komast inn á skemmtistað af þaki hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meat Loaf eða blaðamaðurinn. Hvor þeirra er heimskur?

Í fréttinni er alger þversögn. Svo sem ekkert til að æsa sig yfir en á undanförnum mánuðum hefur borið sérlega mikið á hraðsuðublaðamennsku og hugsana og ritvillur vaðandi um fjölmiðla.Stundum getur maður ekki ímyndað sér að blaðamaðurinn sjálfur skilji hvað hann er að skrifa eða fjalla um, hvað þá aðrir. Auðvitað eru lika vandaðir blaðamenn á fjölmiðlunum og starfi sínu vaxnir en þeim fer fækkandi. Eru kröfurnar að minnka eða er tungumálið okkar á undanhaldi og hraði samtímans of mikill til að hugsa rökrétt? Ég bara spyr. 
mbl.is Kjöthleifurinn aflýsir tónleikaferð um Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góða nótt

Góða nótt
Englarnir vaki yfir ykkur.

South River Band. Flottur diskur.(Gestasöngvari Geir Haarde).

South River Band

 SOUTH RIVER BAND

 

Allar stúlkurnar

Nýr diskur er komin út með South River Band. Allar stúlkurnar. Sá fjórði. Þéttur. Góður. Enda vanir menn. 25% af brúttó verði hans,sem er 2000 kr.-, rennur til góðgerðarmála. (MS félagsins). Haldið þið að kaffikallinn hafi ekki lagt til myndskreytingarinnar!!! Forsíðu, bakhlið, diskinn, bak við diskinn og textahefti. Drengirnir eru um það bil að fara í kynningu á disknum (byrja strax á Næsta Bar annað kvöld kl. 21.00). Mun ég kynna hér á morgun frekari tónleika. Ef þið viljið eignast eintak getið þið skrifað mér hér eða á thorberg@thorberg.is og ég mun koma pöntunum til þeirra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband