Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Amfetamín og ópíumdropar.

Hitti mann í heita pottinum í morgun. Sá sagði mér sögur af ópíumdropum og amfetamíni. Hann sagði mér að milli 1950-1960 hafi notkun þessara efna bara verið töluvert algeng meðal almúgans. Einn dropi af ópíum læknaði öll mein. Þeir voru verk og vindeyðandi, læknuðu höfuðverk (þynnku) og alls kyns kvilla, voru í miklu uppáhaldi hjá örþreyttum húsmæðrum sem vissu varla stundum hvort þær voru í sloppnum eða ekki, eða hvort þær voru á leiðinni til Silla og Valda eða ekki. Karlarnir voru sjálfsagt ekkert betri. Vinnuálag var mikið og þeir hafa kannski frekar verið í amfetamíninu, en frægar eru sögurnar af námsmönnum í Háskólanum sem héldu sér vakandi við próflestur með amfetamíni. Það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum frá klerki einum, sem var líka skáld. Í minningunni er lítið brúnt ópíumdropaglas á mínu heimili sem entist í mörg ár. Man ég eftir að hafa smakkað einu sinni og bragðið var beiskt. Svo var þetta notað í bland við brennivín af sumum. Einhver áhrif hlýtur þetta að hafa haft í skemmtanalífinu því þar slógust menn oftar en ekki til síðasta blóðdropa. Og það voru læknarnir sem matreiddu þetta ofan í lýðinn. Gaman væri að heyra hvort fólk man eftir þessu og þá í hvaða mæli. Syndir feðranna? Unga fólkið hvað?  Jamm og já.

Kvöldgangan

Kvöldgangan

Natasjha Alexandra Presley býður góða nótt. Hún er örþreytt eftir langa kvöldgöngu. Hún er komin í sitt og lygnir aftur augunum........................................................zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


Hafa börn lent í einelti af hálfu kennara?

Bara ein spurning: Krakkarnir sem segjast oft hafa upplifað stríðni eða einelti. Hvaðan kemur eineltið. Er það eingöngu frá öðrum krökkum? Hefur t.d. verið athugað hvort krakkar verða fyrir einhvers konar einelti frá kennurum? Ég veit þess dæmi, en það er ekki minnst mikið á slíkt í fjölmiðlum. Ef einhver þekkir slík dæmi væri gott að heyra af þeim. Og bara í lokin: Upplifa kennarar einelti frá skólastjórnendum, öðrum kennurum eða jafnvel börnum?
mbl.is Íslenskum krökkum líður vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangurinn helgar meðalið? Minniskubbur í nýfædda?

Verður ekki að fara varlega í svona málum? Býður þetta kerfi ekki upp á misnotkun á einhverjum stigum? Hvernig skilgreinir tækið hvort slys hefur orðið? Af fréttinni að dæma virðist vera hægt að fylgjast með aksturslagi? Hvernig? Hvenær? Spurningarnar eru margar. Sjálfur bý ég í 101 Reykjavík og er myndaður í bak og fyrir á hverjum degi. Það hefur samt ekki hjálpað mér ef ég hef lent í vandræðum með samferðamenn mína sem hafa viljað berja á mér. Mér finnst stóri bróðir seilast lengra og lengra. Bankarnir vita orðið allt um mann. Skatturinn líka. Og fleiri og fleiri. Næst verður sjálfsagt græddur í okkur kubbur við fæðingu svo hægt verði að fylgjast með okkur frá vöggu til grafar. Viljum við það?
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan daginn!

Skammdegi

Er ekki að koma vor?


Kortaklippir, Þrotaþeysir og Giljagaur

Það er a.m.k. öruggt að Kortaklippir fer ekki fyrr en í febrúar. Og Þrotaþeysir er í fullri vinnu allt árið. Og Giljagaur skilur eftir sig spor í september.
mbl.is Jólasveinar moka inn milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffi í jólagjöf

Jahá, jólagjöfin í ár!! Það hlýtur að vera kaffiverk eftir Thorberg. Kemur ekki annað til greina!!!! Eða hvað? Sjá myndaalbúm til vinstri.
mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðan daginn..........

Góðan daginn

Góðan daginn.........  Mín elskulega þjóð.........Eigum við ekki bara að taka þetta eftir hádegi? Ha?


Útvarpsþættir og krossgátur

Kalli og Ásdís eru vel að þessum verðlaunum komin. Vinir mínir og vinkonur eru ekki viðræðuhæf á laugardagskvöldum um leið og Mogginn kemur.Þá eru þau á kafi í krossgátunni hennar Ásdísar,sem er afspyrnu góð. Kalli á góða spretti og velur með sér gott fólk í þættina sína og hefur bara farið vel með íslenskuna sína  gegnum tíðina. Við þurfum meira af svona. Í hraða samtímans vill nú ýmislegt miður fara í notkun íslenskunnar í fjölmiðlum og ætti þetta að verða  fjölmiðlafólki hvatning til að vanda sig í notkun hins ylhýra.
mbl.is Verðlaun fyrir málnotkun í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Paul Nikolov

Frábært! Alveg frábært! Paul Nikolov er fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti á hinu háa Alþingi Íslendinga. Enda er maðurinn íslenskur ríkisborgari. Glöggt er gests augað var einhvern tíma sagt og vonandi á það við núna. Þetta virkar vonandi hvetjandi fyrir aðra innflytjendur að taka frekari þátt í íslensku samfélagi. Ég þekki manninn að vísu ekki neitt en auðvitað getum við fylgst með verkum hans eins og annarra alþingismanna. Innflytjendum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og er það vel að þeir eigi nú sinn fulltrúa á Alþingi. Ef til vill sjá þeir hlutina í öðru ljósi en við og satt best að segja held ég að ekki veiti af á stundum. Innilega til hamingju, Paul Nikov.
mbl.is Fyrsti innflytjandinn á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband