Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng............

Hefur þetta eitthvað með stöngina að gera? Karlmenn í kvenmannslíkama hafa löngum gert það gott í frjálsum, bara svo að því sé nú haldið til haga. Ekki illa meint. Bara staðreynd.
mbl.is Keppinautur Þóreyjar Eddu skiptir um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir á'ann

Ekki vildi ég vera faraldsfótur í Bandaríkjunum næstu daga. Það verða allir á honum. Milljónir. 1..2..3....... Allir á'ann. Allir á'ann. Allir á'ann.
mbl.is Milljónir Bandaríkjamanna á faraldsfæti vegna þakkargjörðarhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún er upp'í sveit, að elta gamla geit

Þetta er nú alveg synd. Faðir minn sagði mér margar sögur af geitum þegar ég var yngri en hann hafði kynnst geitabúskap í Bárðardal á fyrri hluta síðustu aldar. Eru þetta víst hinar skemmtilegustu og skynsömustu skepnur. Mér er næst að halda að meirihluti Íslendinga hafi aldrei séð geit, nema þá á ljósmynd eða í kvikmynd. Þær eru oftar en ekki aðalpersónur í ævintýrum og margir eiga góðar minningar um þær þaðan. En ég spyr og einhver hlýtur að geta svarað mér: Hverjar eru nytjarnar og hvert fara þær? Ostur? Mjólk? Kjöt? Gæra? Spyr sá sem ekki veit. Og ef þessum geitum verður slátrað í dag þá segi ég: Blessuð sé minning þeirra.
mbl.is Geitahjörð slátrað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baggalútur með hundleiðinlegan fréttaauka

Er þessa stundina að hlusta á endurtekinn Fréttaauka Baggalúts á Rás 2. Eins og þessir menn geta nú verið skemmtilega hressir í músíkinni sinni og á netinu þá er þessi Féttaauki bara hundleiðinlegt útvarpsefni, efniviður rýr, flutningur langdreginn og allur er þátturinn illa leikinn. Ég vona að þeir fari nú að hætta  þessari þvælu sinni í útvarpi og snúi sér að því sem þeir kunna best. Að sjálfsögðu vona ég fyrir þeirra hönd að þeir endurnýi sig í framtíðinni eins og sannir listamenn gera en ef þessi útvarpsþáttur hefur verið liður í því, þá er það gjörsamlega misheppnað. 

Belgar flýja sitt eigið land út af leiðindum

Ég held að það hafi ekki þurft að setja upp þessa auglýsingu til að fá Belga til að heimsækja London. Það er svo lítið um að vera í Belgíu að Belgar taka fagnandi öllum tilboðum sem berast um að skreppa í burtu. Belgía er afar fábrotið land og mér heyrist á flestum sem ferðast um Norður Evrópu að þeir flýti sér einhvern veginn alltaf í gegnum Belgíu. Sjálfur hef ég oft "stoppað" í Belgíu en aldrei meira en eina nótt. Kannski eru þetta bara fordómar í mér. Ég bið forláts, kæru Belgar. En Brussan Ella, sem hýsir alls konar alþjóðastofnanir, hefur ekki heillað mig. En einu má ekki gleyma: Það voru Belgar sem bjuggu til franskar kartöflur, fyrstir þjóða. Og Jaques Brel var Belgi. Ekki gleyma því!!! Og hann flýði til Parísar!!!!
mbl.is Sprænir í tebolla til að auglýsa London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfur heili í Kína..... Enginn á Íslandi

Þetta er nú ekki stórfrétt. Hér á Íslandi virðast menn ná hvað lengst, a.m.k. í stjórnmálum, ef það vantar í þá heilann!! Eða höfuðið fullt af gráu gumsi. Hálfur heili? Það eru bara jólin.........
mbl.is Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla hóla hollt í skó.........

Jæja, nú höfum við Íslendingar að einhverju að keppa, eina ferðina enn. Hæsta jólatré í Evrópu hefur verið reist í Norður-Portúgal og er það 76 metra hátt. Eitthvað fer nú lítið fyrir greinunum á þessu tré, kannski er það bara stál og steinsteypa, járn og jólaglingur. En Portúgölum leiðist ekki að vera stærstir og bestir í einhverju, ekki frekar en okkur. Þetta gera tæplega sex metra á hvern íslenskan jólasvein svo það ætti að vera smámál fyrir okkur að gera betur. Skora ég á íslenskt athafnafólk að hefjast nú handa og reisa eitt tröllatré og setja það á Esjuna og hvetja þannig Íslendinga sem aðrar þjóðir til fjallgöngu í svartasta skammdeginu. Svo eru auðvitað miklar líkur á því að rekast á Grýlu, Leppalúða og alla jólasveinana í leiðinni. Og enga svona venjulega jólasveina, sem við hittum fyrir á hverjum einasta degi.

Jóla hóla hollt í skó....

hallelúja korriró.

Yfir holt og hæðir smjó

húsið hans var byggt úr snjó.


jonas.ms.is (Vefur um Mr. Hallgrimsson)

Sigga litla systir mín

situr út'í götu.

Er að mjólka ána sín

í ofurlitla fötu.

 

Congratulation Mr. Hallgrimsson on your birthday.Wherever you are. You were a genius.(Til hamingju með afmælið Jónas minn. Hvar sem þú ert. Þú varst snillingur).


Go bananas

Þó Grænland sé ekki lýðveldi þá sýnist mér að það sé upprennandi bananalýðveldi og lendum við Íslendingar þá í samkeppni við granna okkar í vestri. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort landið verður meira "bananas" en við Íslendingar höfum nú yfirburðarstöðu enn sem komið er, hvað sem verður. Go bananas......... já já
mbl.is Fyrsta bananauppskeran á Grænlandi boðin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bormaður Íslands

Á visi.is er í dag sagt frá innbrotum í höfuðborginni í gær og meðal annars var brotist inn í bíl á Grettisgötunni. Þar sem ég bý í götunni og hef orðið fyrir þessu sjálfur nýverið, ættum við öll að vera á varðbergi. Annars lýkur fréttinni með að lögreglumaður upplýsir að hann hafi einu sinni við húsleit fundið 50 borvélar!!!!!!!.... og kannski mín hafi verið ein af þeim, en hún hvarf í flutningum fyrir nokkru síðan ásamt fleiru smálegu. Þetta hlýtur að vera BORMAÐUR ÍSLANDS. Það var helst að skilja á lögreglumanninum að til væru hálfgerðar birgðastöðvar þar sem menn söfnuðu hreinlega saman alls kyns vörum til að nota í fíkniefnaviðskiptum. Svo er náttúrulega spurningin líka: Hverjir eru það sem kaupa stolnar vörur?????

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband