Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skotar geta kannski kennt okkur að þvo klósettpappírinn

Detti nú af mér allar dauðar...... Nú ætla Skotar að efna til ófriðs við Íslendinga, voru svo sem byrjaðir, með lymskulegri heimsókn Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar á dögunum til Íslands. Í dag er ráðist á Ísland úr öllum áttum og bráðum verður ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en stríðsyfirlýsingar. Okkur er haldið í gíslingu alls staðar og almenningur í Evrópu mataður á óhróðri um Ísland og Íslendinga. Þetta er orðið viðbjóðslegt ástand. Og hinn almenni Íslendingur veit ekki neitt og fær ekki að vita neitt. Maður er farinn að velta fyrir sér hvaða her stígur hér fyrstur á land. Verður það Natóherinn eða einhver annar til að vernda okkur? Ég bara spyr?
mbl.is Saka Íslendinga um ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarlegt

Ekki er ég öryrki sjálfur en það er ömurlegt að horfa upp á hvernig þetta þjóðfélag meðhöndlar þá sem hafa verið svo óheppnir að veikjast eða lenda í slysi. Það þarf eitthvað meira til en Jóhönnu Sigurðardóttur til að leiðrétta það, þó hún sé betri en margir aðrir. Ofan á þetta koma svo skúrkarnir og stela sparnaði fólks í bönkunum og í lífeyrissjóðunum. Skammarlegt.
mbl.is Tryggt verði að ákvæði um 100.000 kr. frítekjumark verði framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar erum við á heimskortinu?

Íslenskur almenningur á að gera upp skuldir við Breta, sem eru til komnar vegna fjárglæframanna, sem eftirlitslaust fengu að stofna til þeirra vegna sofandaháttar íslenskra stjórnvalda og embættismanna þeirra. Vessgú. Þá er Bretum vinum okkar skítsama hvar við fáum fyrirgreiðslu. Það mætti nú samt segja mér að fjárkúgunin héldi áfram, þegar og ef við fáum lán hjá Rússum, Kínverjum og Hugo Chavez. Þá kúga þeir okkur bara í gegnum Nató. Hernaðarbandalagið Nató. Við Íslendingar þurfum að fara að skoða stöðu okkar á heimskortinu, mjög alvarlega.
mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða frekja er þetta eiginlega?

Hvaða frekja er þetta eiginlega? Auðvitað sitja stjórnmálamenn í valdastöðum eins lengi og þeir geta. Það gera embættismenn líka, það er að segja íslenskir. Sama hvað margar vitleysur þeir gera og hversu sofandi þeir eru. Kosningar? Þær eru sko ekki á dagskrá hjá þessum mönnum. Svona er Ísland í dag og hefur verið lengi.
mbl.is Kosningum ekki flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp í breskar borur

Við höfum ekkert með táknræna upphæð að gera frá ESB. Bretar virðast ráða öllu og þeir geta stungið sínum bólgnu pundum og evrum upp í breska boruna á sér.
mbl.is Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fá "verkalýðsforkólfar" í laun?

Það er klárt að fólk vill ekki svona fégræðgispunga í verkalýðshreyfingunni. Hvernig skyldi þetta vera í öðrum verkalýðsfélögum? Fróðlegt væri að fá að vita það. T.d. hvað þessir "verkalýðsforkólfar" eru að skammta sér í laun á mánuði? Er einhver þarna úti sem veit það?
mbl.is Krefjast almenns félagsfundar í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrengir víða að

Já, það þrengir víða að. Nú eru útrásarmennirnir meira og minna í felum og ekki auðvelt að fá þá í viðtöl. Og ekki er hægt að segja að það sé mikið blúss á viðskiptalífinu á Íslandi þessa dagana og hætt við að daglegar neikvæðar fréttir séu ekki það sem fólk vill lesa í dag. En ég vona að blaðið lifi. Við þurfum svona blað á Íslandi.
mbl.is Framtíðarsýn í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klink

Þetta eru nú smápeningar miðað við það sem við er að glíma hér á Íslandi. Svona eins og klink. Útrásar mönnum íslenskum þykir nú ekki mikið koma til svona smáaura. Þetta er klink fyrir þá. Ef það er hægt að redda Carnegie mönnum með svona lítilli fjárhæð, þá eru þeir ekki í miklum vandræðum.
mbl.is Reynt að bjarga Carnegie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraustlegar ákvarðanir

Þetta þykir mér hraustlega gert af hinum nýkjörna forseta. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Það er líka eftirtektarvert að hann hefur sagst ætla að skipa einhverja Repúblikana í valdamikil embætti og ég held að það sé bara af hinu góða fyrir Bandaríkjamenn ef þeir standa undir nafni og hafa ekki verið undirsátar hins herská Bush.
mbl.is Obama hyggst snúa ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf öðrum að kenna

Þetta er nú að verða svolítið þreytandi. Alltaf skal kallinn koma með einhverjar afsakanir, ef allt gengur ekki að óskum hjá gulldrengjunum hans. Maður heyrir ekki svona væl í öðrum knattspyrnustjórum í ensku úrvalsdeildinni, nema þá kannski í Arsene Wenger hjá Arsenal. Aldrei er neitt þeim sjálfum að kenna, alltaf einhverjum öðrum.
mbl.is Ferguson ósáttur við leikjaniðurröðunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband