Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þyrnirósarsvefn og með eyrnatappa í báðum eyrum

Jónas Fr. Jónsson fer sínar eigin leiðir í krafti embættis síns. Davíð Oddsson fer sínar eigin leiðir í krafti síns embættis. Gunnar Páll Pálsson fer sínar eigin leiðir í krafti síns embættis. Íslensk stjórnvöld ráfa um í völundarhúsi með bundið fyrir augun bæði. Þess á milli sofa þau þyrnirósarsvefni með eyrnartappa í báðum eyrum. Enda eins og villuráfandi örmagna sauðir, eftir að hafa baðað sig í sviðsljósi útrásarlúsablesa svo árum skiptir. Eini krafturinn sem allt þetta fólk á eftir, fer í að reyna að bjarga eigin skinni og koma sök á hvert annað. Og allt þetta þarf venjulegt fólk að heyra og sjá, án þess að hafa valdið, til að losna við þetta óþurftarfólk.
mbl.is FME: Upplýsti ekki ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar um moldviðri

Voru þá engir þrír milljarðar fluttir? En ef þeir voru fluttir, hvaða peningar voru þetta og í hvaða tilgangi voru þeir fluttir? Er endurskoðandinn heilagur? Hann hlýtur að geta frætt okkur um, hvort einhverjir peningar voru fluttir, og hvers eðlis sú færsla var. Ef færslan átti sér stað var hún þá lögleg en kannski siðlaus? Hverjum á að trúa? Er verið að slá ryki í augu almennings og neita og fela tilganginn með færslunni? Eða er verið að ljúga upp á Hannes Smárason? Hvað veit ég? Moldviðrið er alla vega til staðar og almenningur sér ekki út úr augunum. Er það tilgangurinn með öllu saman?
mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegasta aðgerðin

Grípa til nauðsynlegra aðgerða, jájá. Er ekki nauðsynlegasta aðgerðin um allan heim, að skipta út öllu spillingarliðinu, sem hefur fengið að valsa um á fjármálamörkuðum heimsins í áraraðir? Ísland ætti að sýna gott fordæmi og hreinsa þetta lið út strax. Það er hroðalegt að horfa upp á gamalt spillingarlið vera ennþá að leika sér í hinum "nýju bönkum" landsins. Það eflir ekki tiltrúna á endurreisn fjármálakerfisins.
mbl.is Gripið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottenham snortið töfrasprota

Það er ótrúlega gaman að fylgjast með Tottenham þessa dagana. Það er eins og Harry Redknapp hafi snortið liðið með töfrasprota. Í dag léku þeir mjög yfirvegað en samt eins og á hálfum hraða, en það dugði samt. Darren Bent hefur skorað 5 mörk í tveimur leikjum og er aldeilis að sýna sig og sanna. Margir voru búnir að afskrifa hann alveg, en hann fékk ekki mörg tækifæri hjá Juande Ramos. Næsti leikur Tottenham er gegn Liverpool í Deildarbikarnum og það er kannski til of mikils mælst að þeir vinni Liverpool tvisvar í röð á skömmum tíma. Það er þó aldrei að vita, því leikurinn fer fram á White Heart Lane.
mbl.is Rauða spjaldið þrisvar á loft í sigri Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin silfurskeið.... bara hlutabréf

Ég á eitt gamalt hlutabréf í Eimskip, sem amma sáluga gaf mér þegar ég var barn. Ætli Þjóðminjasafnið geti sagt mér hversu mikils virði það er í dag? Því miður á ég enga silfurskeið, enda ekki fæddur með slíka hluti í munninum. Eins og sumir.
mbl.is Rýnt í gamla gripi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er þriðja leiðin?

Þetta er hörmulegt slys og margir eiga um sárt að binda. Þetta sýnir þó að Rússar eru á fullu að vígbúast á öllum sviðum ekki síst kjarnorkusviðinu. En það eru fleiri þjóðir að því. Enginn veit hvað gerist þegar fjármálakreppan í heiminum vex og allir ismar foknir út í veður og vind. Eins og ég hef oft spurt áður: Hvar er þriðja leiðin? Vitið þið það?
mbl.is Kafbátur dreginn að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir ljúga?

Nægar eignir til í bankanum..... ekki nægar eignir til í bankanum......hverjum á að trúa? Inn með erlenda óháða sérfræðinga STRAX. Einhver hlýtur að vera að ljúga.  Eða ljúga þeir allir, bara mismunandi mikið? Við viljum fá að vita hverjir ljúga og hversu mikið.
mbl.is Icesave upphæðir jukust ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erill í Aðsigi

Ekkert lát á þessu helv.... ofbeldi í miðbænum. Fyrir tveimur mánuðum var ég rotaður á heimleið kl 23.00 á sunnudagskvöldi, og rankaði við mér uppi á bráðavakt. Það var bara hópur sem mætti mér og ég fékk eitt högg út úr hópnum. Þetta er þó ekkert á við það sem Erill vinur okkar frá Aðsigi er alltaf að lenda í. Hann var líka alinn upp við erfiðar aðstæður. Það var alltaf stormur í Aðsigi. Um leið og eitthvað gerist í miðbænum og lögregla þarf að hafa afskipti af málunum, þá kemur Erill við sögu. Ég vil benda drengnum á, að halda sig bara í úthverfum, þar sem rólegra er yfir hlutunum, þó oft sé nú allt brjálað þar í heimahúsum.
mbl.is Hnífsstunga og erill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðifréttir

Það er gott að fá svona gleðifréttir inn í spillingarumræðuna hér á Íslandi. Eiður er frábær knattspyrnumaður og er landi sínu til mikils sóma. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því, að hann er að leika með einu af bestu knattspyrnuliðum heims.... og þangað komast nú bara fáir útvaldir.
mbl.is Eiður Smári skoraði eitt í stórsigri Börsunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlustum á Tryggva

Hlustum á Tryggva. Hann er nú búinn að koma við í nokkrum spillingarbælunum. Heldur betur. Hann hlýtur að geta sagt okkur krassandi sögur þaðan.
mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband