Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hrollur og gæsahúð

Það setur að manni hroll þegar maður heyrir þessi nöfn. Ég held ég þori ekki að smakka þessa bjóra. Það er alveg nóg að vera með gæsahúð út af spillingunni, sem viðgengst í þessu þjóðfélagi.
mbl.is Kaldi, Skjálfti, Jökull, Móri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fréttir ríkisstjórnin af mótmælunum

Það er gott að erlendir fjölmiðlar fjalla um mótmælin á Íslandi. Þá kannski fréttir ríkisstjórn Íslands af þeim. Í fyllingu tímans.
mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apinn er ekki farinn

Auðvitað þarf eins og einn Spursara til að redda Liverpool. En það er algjör misskilningur að apinn sé farinn af bakinu á Keane. Rafael Benitez er ennþá knattspyrnustjóri Liverpool.
mbl.is Benítez: Apinn farinn af bakinu á Keane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslendingar illir?

Eru Íslendingar hjá IMF? Og ef svo er, eru þeir eitthvað illir? Ég botna ekkert í þessari fyrirsögn. Mogganum til skammar.
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ligga ligga lá......

Nú eru auðmennirnir farnir að rífast innbyrðis. Pabbi minn er miklu ríkari en pabbi þinn. Það sem þú segir er tóm lygi. Við áttum miklu meira en þú. Þetta er ekki okkur að kenna. Það ert þú sem eyðilagðir allt saman. Við værum ennþá vellvellríkir, ef þú hefðir ekki eyðilagt allt. En ég á miklu meiri peninga á Cayman Islands en þú. Þú átt bara Rússapeninga. Og ég skil ekki afhverju Seðlabankastjóri er vondur við mig. Kannski er það bara af því að ég er Framsóknarmaður helv....íhaldið þitt. Ég klaga bara í verkalýðsforystuna. Hún lánar mér úr lífeyrissjóðunum ekki þér.....ligga ligga lá.....
mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar fréttir?

Aumingja Pálmi Haraldsson. Honum verður að hjálpa. Það hefur Hannes Smárason skilið af því að það hefur þurft að hjálpa honum líka í gegnum tíðina. Aumingja mennirnir.
mbl.is Lét flytja út af reikningum FL án heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr spillingabælunum með spillingarefina

Þessu var ég búinn að spá. Við hverju bjuggust þessir háu herrar? Það verður að taka íslenska alþýðu alvarlega, sem berst nú fyrir lífi sínu fjárhagslega. Og hún hefur ekki komið sér í þá stöðu sjálf. Nú er sko kominn tími á rétta upplýsingagjöf frá stjórnvöldum til almennings og tími aðgerða. Út úr spillingabælunum með spillingarefina áður en allt fer hér í bál og brand.
mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármáladruslurnar til Zimbabwe

Hvernig væri að senda fjármáladruslurnar og verkalýðsdruslurnar og fleiri slíkar með í leiðinni. Þó það fáist náttúrulega ekkert verð fyrir þær. Við erum þá alla vega laus við þær. Kannski fæst eitthvað fyrir þær í Zimbabwe. Þar fengu þær nóg af matadorpeningum að leika sér við.
mbl.is Druslurnar sendar úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð: Farðu að gera eitthvað annað. Skrifa gamansögur t.d.

Þetta verður að koma allt upp á borðið strax. Hafi Sigurður rétt fyrir sér verða stjórnvöld að koma með skýringar strax. Hvað liggur á bak við aðgerðir Seðlabankastjóra? Er það hefnd? Skíta í allt, bara ef hann nær fram hefndum? Davíð verður að far burt úr Seðlabankanum. Og það strax. Hann nýtur einskis trausts af hálfu íslensku þjóðarinnar. Og hann á ekki að hafa nein völd lengur. Sýndu nú drenglyndi Davíð og segðu af þér  NÚNA. Þú getur gert svo margt annað, og það vel, en að sitja eins og tréhestur og þrjóskur asni niðri í Seðlabanka í þínum fílabeinsturni.
mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deutchland Deutchand uber alles

Það bætast sífellt fleiri ríki í hópinn góða. Nú er það Þýskaland. Valdamikil ríki eins og Bretland og Þýskaland toga nú í alla spotta til að hefta för íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi. Allt út af örfáum mönnum, sem fóru glæfra og glæpsamlega með það sem þeim var trúað fyrir. Og drógu með sér fégráðuga einstaklinga, eins og t.d. úr verkalýðshreyfingunni. Og settu íslensku þjóðina í þrot. En við gefumst ekki upp. Það er fullt af góðum hugmyndum í gangi, sem munu reisa við efnahag þjóðarinnar, ef rétt verður haldið á spilunum. En fyrst.......burt með spillingarliðið.
mbl.is Vandi vegna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband