Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Þýsk spilling

Það er best að ég drífi mig til Þýskalands og rukki stjórnvöld um 300 mörkin sem var stolið af mér saklausum túristanum í Hamborg í den. Ég sá reyndar lögregluna góma manninn og taka af honum peningana og svo löbbuðu þeir bara  burtu og hirtu peningana og skildu mig, ungan manninn. eftir blankann með tilheyrandi veseni fyrir mig. Þar var sko spillingin grasserandi. Við erum að tala um þýsku lögregluna, takk fyrir.
mbl.is Reiðir þýskum stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Kóngaríki fyrir hest"

Gott að slá hring um fíflin. Verst að darraðardansinn heldur áfram innan hringsins, eins og ekkert hafi í skorist. Kannski heyrist bráðum frá einhverjum: " Kóngaríki fyrir hest", eins og Shakespear saði hér um árið.
mbl.is Haldist í hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka af skarið

Það berast nú fréttir að ummæli forseta séu stórlega ýkt. Það er sama sagan. Almenningur fær aldrei að vita sannleikann. Og sögusagnirnar veltast um í þjóðfélaginu. En einhver verður að taka af skarið í öllum þessum málum og hvers vegna ekki forseti Íslands? Ekki fáum við mikið út úr ríkisstjórninni, svo mikið er víst. Og spillingarmennirnir vaða áfram uppi, eins og ekkert hafi á skorist og reyna að koma sök á hvern annan.
mbl.is Mikið fjallað um ummæli forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almúganum blæðir....... út

Ísland í stríði við helstu stórveldi heimsins? Það getur ekki endað nema á einn hátt. Oddsson leiðin er að ganga frá Íslandi. Og Íslendingar dunda sér við að koma sök á hvern annan. Það ríkir smákóngastríð á Íslandi. Og alúganum blæðir....... kannski bara út...... bráðlega.
mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kúguð húsmóðir"

Kallinn vinnur úti, valsar um í kallaklúbbunum, hittir vini sína á barnum og horfir á boltann og skreppur svo á Goldfinger til að slaka á eftir allt þetta erfiði. Konan er"kúguð húsmóðir", þrífur, eldar og hugsar um börnin. Henni er mjög naumt skammtað af kallinum sem ræður öllu. Kallinn er heimurinn fyrir utan Ísland. Konan er Ísland.
mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anda inn..... Anda út

Anda inn..... Anda út.
Bergur Thorberg 2007

mbl.is Bankamenn á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg tilviljun

Einkennileg tilviljun að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi FL Group (nú Stoðir), var í dag ráðinn fjölmiðlafulltrúi Geirs Haarde. Fengu stjórnvöld "inside information" frá fjölmiðlafulltrúanum , sem urðu til þess að skattrannsóknarstjóri fór inn í Stoðir í dag? Hvað haldið þið?


mbl.is Húsleit hjá Stoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf batnar það

Alltaf batnar það. Fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi FL Group orðin fjölmiðlafulltrúi Geirs Haarde.  Það ætti þá að vera greið leið fyrir Geir að upplýsingum um viðskiptahætti FL Group gegnum árin. Maður skyldi ætla það. Annars hef ég alltaf haft mikið álit á Kristjáni, en í dag skilur maður bara ekki neitt, frekar en í gær.
mbl.is Ráðinn fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottararnir hugsi sinn gang

Þetta eru góð skilaboð inn í Alþingishúsið. Guðni og aðrir (stjórnvöld), ættu núna alvarlega að hugsa sinn gang. Sérstaklega "plottararnir", þeir sem eru beintengdir inn í fjármálaspillinguna. Og hleypa öðrum að.
mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Bjarna að kenna hvernig ástandið er

Það er ekki Bjarna Harðarsyni að kenna að Ísland er í þeirri stöðu sem það er nú. Hreint ekki. En að hann skuli segja af sér eftir þessi mistök og dómgreindarleysi sem hann sýndi í gær sem þingmaður, er bara stórmannlegt. Aðrir menn ættu að taka hann til fyrirmyndar. Þeir sem bera að miklu leyti ábyrgð á hvernig ástandið er núna á landinu okkar. Þeir taka það til sín sem eiga það. Og helst strax.
mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband