Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Spyrjum að leikslokum

Það á nú allt eftir að koma í ljós Björgólfur. Eitthvað hafa nú eignirnar fallið í verði er ég hræddur um. Ég missti af Kastljósi, en spyrjum að leikslokum. Að slá sér upp á nafninu Iceland voru mikil mistök og hroki, sem við súpum seyðið af núna.
mbl.is Skuldir lenda ekki á þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörspilltur

Það er til skammar að svona menn sitji sem formenn í verkalýðsfélögum. Ég vona að félagar í VR sjái það. Og launin sem þessir menn hafa!! Sveiattann!!
mbl.is Fjölmenni á VR fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stillimyndin er fín

Æi, einhvern veginn kem ég ekki til með að sakna Skjás Eins. Ósköp hafa þeir verið að sýna útþynnt efni í gegnum tíðina. Aflóga ameríska þætti og músík á milli. Ég held að við getum alveg verið án hans. Auðvitað tala ég aðeins fyrir sjálfan mig, það eru sjálfsagt einhverjir sem fíla þetta..... sem mér finnst drasl.
mbl.is Stillimynd á SkjáEinum í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn góður kostur í stöðunni

Það er einn góður kostur í stöðunni: Að þeir sem hafa sett Ísland í þessa stöðu, hvort sem þeir eru fjárglæframenn, stjórnmálamenn eða embættismenn, viðurkenni mistók sín, glæpi sína og alla óráðssíuna. Þá væri hægt að byrja með hreint borð og allt yrði miklu auðveldara.
mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálft kíló af kattamat í kvöldmatinn.... takk

Þetta er náttúrulega alveg frábært. Það sem leitar samt á huga minn í þessu sambandi er: Verður þetta maturinn sem við, íslenskur almúgi, verðum að leggja okkur til munns á næstunni? Þetta er alvarleg pæling. Kreppan er varla byrjuð enn.
mbl.is Kattamatur úr Súðavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bölvuð beinin

Hefur breka nýlenduveldið borgað skuldir breskra fyrirtækja sem hafa hrunið í gegn um árin út um allan heim? Svar: NEI. Oftar en ekki hafa Bretar skilið eftir sviðna jörð víða um heim, eftir að hafa kúgað heilu þjóðirnar öldum saman. Þeir virðast hafa gleymt því. Bölvuð beinin.
mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýralæknar lækni dýr

Dýralæknar eiga að lækna dýr, ekki vera vasast í peningum landsmanna. Með hroka. Best geymdir í rauðri Valhöll, hljóðeinangaðri.
mbl.is Deilur vegna Íslands í gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roðnar upp í hársrætur

Innsta vígi Sjálfstæðisflokksins skammast sín svo mikið fyrir þá sem inni í því funda að öllu jöfnu, að það roðnar upp í hársrætur...... og þykir engin furða.


mbl.is Máluðu Valhöll rauða í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalega hryllilegt

Ef við hefðum sótt um inngöngu í ESB fyrir svona 15 árum, eftir að kvótinn var tekinn frá almenningi, stæðum við ekki í þessum sporum í dag. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknaríhaldið, sægreifarnir og núna útrásarfjárglæframennirnir og sofandi stjórnmálamenn, hafa komið okkur í þá stöðu, sem við erum í núna. Það er hrikalegt hvað þessir menn hafa fengið að vaða uppi í íslensku samfélagi, svo árum skiptir. Vonandi er íslenskur almenningur loksins vaknaður til meðvitundar um, hvað þessir óþurftarmenn hafa gert íslensku samfélagi. Þetta fólk allt, VERÐUR að axla ábyrgð og sæta refsingu fyrir gjörðir sínar.
mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Save Iceland

Það er eiginlega bara einkennilegt að þessi íslensku viðskiptaséní skyldu ekki láta þetta heita Icelandsave. Og ganga alla leið til að sverta Ísland? Hvað segja samtökin Save Iceland við þessu sparnaðarskrímsli? Er þetta ekki farið að bögga þau?


mbl.is 100 þúsund kröfur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband