Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vaxið í eyrunum bara vex og vex

Krafan er skýr: Burt með spillingarliðið. En vaxið í eyrum ráðamanna bara eykst. Hvaða tak hefur Davíð á Geir? Sjálfstæðisflokkurinn er að molna í sundur. Ísland er bananalýðveldi í dag. Brauðmolum kastað í fólkið. Allir gera sér grein fyrir þessu, nema fámenn spillingarklíka. Burt með hana.
mbl.is Þúsundir mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blómsveigur við Alþingishúsið

Lögreglan á alveg skilið blóm, en ég hefði viljað sjá lagðan blómsveig við Alþingishúsið í leiðinni. Hjálmar Dómkirkjuprestur hefði getað haldið stutta minningarræðu um stjórnmálaferil margra þingmanna, þar innan dyra , í leiðinni.


mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljúgandi álka

Fyrirgefiði, ég las þetta fyrst sem "fljúgandi álka" á götum. En það er víst nóg af þeim líka.
mbl.is Fljúgandi hálka á götum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. Gissurarson-- portrait

Bergur Thorberg  2006


mbl.is Ný greiðslujöfnunarvísitala tekin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar nafngiftir

Af hverju ekki: Nýi Framsóknarflokkurinn? Í takt við nýjar nafngiftir samtímans?
mbl.is Framfaraflokkurinn stofnaður á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott

Þetta er gott hjá heimsspekingunum. Þetta er líka krafa íslensks almennings. Sjálfsögð krafa og tímabær í ljósi liðinna atburða. Setja þessa vinnu í gang strax.
mbl.is Vilja að skorið verði úr um hver beri ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðum við engu sjálf?

Farið hefur fé betra. Ákvörðun tekin á vettvangi NATO!!!! Ráðum við þessu ekki sjálf? Það hélt ég. Engar flugvélar hér í loftrýmisgæslu, takk fyrir. Alla vega ekki breskar.
mbl.is Hætt við loftrýmisgæslu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djö...... mannvonska

Þetta er nú bara ein svakalegasta saga sem ég hef heyrt lengi. Ég skil ekki manneskjur sem geta hagað sér svona. Virða mannslíf að vettugi. Það er heilög skylda  ALLRA, að bjarga mönnum úr sjávarháska, ef þeir hafa til þess einhvern möguleika. Að skilja manninn eftir á strandstað án þess að veita honum nokkra hjálp, og það starfsmenn danska ríkisins, Það er ekki bara illmennska, heldur klárt lögbrot. Íslenska ríkið á að taka málið í sínar hendur strax og lögsækja þessa menn og jafnvel danska ríkið. Forsætisráðherra á að  kalla danska sendiherrann strax á sinn fund og krefjast skýringa. Þetta er svo yfirgengilegt að það verður að ganga í málið strax. Ég er viss um að Íslenskur almenningur stendur heils hugar að baki Ólafs. Djö...... mannvonska.
mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn að komast til vits?

Ja hérna. Eru menn að komast til vits? Þetta hafa margir viljað lengi (15-20 ár), þar á meðal ég. Frá Evrópu hefðu komið miklar kjarabætur og lægra vöruverð. Þetta sýnir svart á hvítu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og er, svartara íhald en kommarnir í gamla Sovét. En batnandi mönnum er þó best að lifa. Það er bara ekki víst að forysta Sjálfstæðisflokksins hlusti á ykkur.
mbl.is Stjórnendur Seðlabankans víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalli prins og Dabbi kóngur

Hverjum er ekki sama? Gamli tíminn reynir allt til að lifa af nýja tíma með........ auðæfum..... sem breskur almenningur og íbúar fyrrverandi og núverandi nýlendna Breta, hafa skapað. Og rétta svo þessari úrkynjuðu ætt á silfurfati. Ég skil ekki í fólki, að vera ekki búið að setja þetta lið af. En það lifir á því, að spilltir auðugir stjórnmálamenn, (ég er ekki að tala um Íslendinga, heldur Breta), halda þeim við völd. Það er eins konar samtrygging í gangi. Eins og reyndar á Íslandi, þó málum sé aðeins öðruvísi háttað hér. En ekki mikið. Hver þekkir ekki Dabba kóng? Hann er ennþá við völd.
mbl.is Bretaprins sextugur á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband