Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Vinstri Græna þyrlan

Hvað myndi Steingrímur gera, ef hann væri í ríkisstjórn? Til að bjarga íslensku þjóðinni? Hann er búinn að malbika heim að Gunnarsstöðum og byggja nýjan flugvöll á Þórhöfn. Það gerði hann þegar hann var samgönguráðherra. Kannski byggja upp sjóstangaveiði á Þórshöfn? Hann gæti náttúrulega látið ríkið kaupa grænu þyrluna af Magnúsi Kristinssyni og verið þannig í góðu sambandi við landsbyggðina. Hún er alla vega í flokkslitunum. Steingrímur er fulltrúi gamalla tíma. Og er ekkert betri en allir hinir.
mbl.is Lengi getur vont versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð hjálpi okkur á næstu vikum

Spurningin er: Hvers virði eru eignir Landsbankans í Bretlandi? Eru þær svo mikils virði? Fara a.m.k. lækkandi með hverjum klukkutímanum. Hvers á Íslenska þjóðin að gjalda og hversu hár verður lokareikningurinn? Fyrir allt sukkið? Svo fer krónan á flot og gengi hennar lækkar enn frekar. Guð hjálpi okkur þá.
mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka tunnu!!!!!!

Taka tunnu!!!!!! Vantar salt!!!!!! Gamla Sigló ævintýrið. Þá var nú gaman að vera til. Og er það reyndar ennþá, mín elskulega þjóð. Áfram með lífið.

Ég lifi og lífið finn

er við leggjum, kinn við kinn.

Og ég heyri, hjartsláttinn

hef'ann með mér, inn í minn.

(Bergur Thorberg 1992)


mbl.is Síldarkvóti eykst um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir á leiðinni í feitt embætti

Geir er á leiðinni í feitt embætti. Þorgerður Katrín tekur við Sjálfstæðisflokknum. En Davíð....... Það verður líklega að færa hann með valdi út úr Seðlabankanum.... þó ljótt sé...
mbl.is Ávísun á risagjaldþrot ef lán fæst ekki frá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigga litla.... hver var hún?

Sigga litla systir mín

situr út'í götu.

Er að mjólka ána sín

í ofurlitla fötu.

(Jónas Hallgrímsson)


mbl.is Dagur íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptalegt siðrof??????????

Er Framsóknarflokkurinn að tala um viðskiptalegt siðrof? Hvernig var með sölu á ríkisbönkunum í den? Voru það ekki helmingaskipti milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Voru það ekki Framsóknarmenn sem aðallega komu að öðrum bannkanna? Var það ekki viðskiptalegt siðrof? Ég held að forysta Framsóknarflokksins ætti að fara sér varlega í að tala um viðskiptalegt siðrof. Hvernig komst Finnur Ingólfsson til sinna miklu auðæfa? Og margir aðrir Framsóknarmenn. Var þar aldrei um að ræða viðskiptalegt siðrof? 
mbl.is Framsókn: Ríkisstjórnin hvetur til viðskiptalegs siðrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða miðvikudag?

Hvaða miðvikudag? Miðvikudaginn fyrir Páska?
mbl.is Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá var kátt í höllinni

South River Band

 

Á hljómleikum
´
Áfram með lífið.

mbl.is „Hlýleg“ stemmning í Höllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

........ nema kannski í Færeyjum

Íslensk fjármálafyrirtæki hljóta að toppa þann lista miðað við höfðatölu. Annað væri einkennilegt. Sé það þannig, að Ísland hafi verið í tísku undanfarin ár, þá er það einnig næsta víst, að Ísland er orðið einhvers konar holdgervingur fyrir það sem miður hefur farið á fjármálamörkuðum heimsins. Axli þeir nú ábyrgð sem hafa leitt okkur þangað sem við erum í dag. Íslendingar verða fyrir aðkasti um allan heim í dag, nema kannski í Færeyjum.
mbl.is Listi yfir „hættulegustu“ fjármálafyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu að skammast sín og þegja

Heyra í þessum afturhaldsseggjum, sem hafa verið dragbítar á velferð Íslendinga, svo áratugum skiptir. Þeir hafa ekki viljað heyra minnst á Evrópusambandsaðild........ fyrr en allt í einu núna. Þeir hafa verið fylgjandi verndarstefnu til sjávar og sveita, afturhaldsstefnu, sem hefur leitt til sífellt hækkandi vöruverðs og hálfgerðrar örbirgðar hjá mörgu fólki Íslandi. og stutt Sjálfstæðisflokkinn dyggilega í gegnum árin. Loksins þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, ætla þeir að baða sig í nýju ljósi........ tvö eða þreföldu siðferðisljósi. Gamla kaupfélagsveldið. Allir segja SÍS SÍS SÍS. Arðrændu meira að segja bændur landsins og verkalýðinn í leiðinni. Nú standa þeir berháttaðir frammi fyrir alþjóð í tvöfeldni sinni. Þeir ættu að skammast sín og þegja.
mbl.is Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband