Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Kafloðnar upplýsingar um ekki neitt

Ég segi eins og aðrir bloggarar: Væri ekki bara betra að láta DV sjá um upplýsingagjöfina? Í staðinn fyrir að þurfa að hlusta á kafloðnar upplýsingar og loðin svör sem segja okkur ekki neitt? Spyr sá sem ekkert veit, frekar en hinir.
mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augabrúnirnar síga

Það er ekkert nýtt að allra augu séu á Íslandi. Þannig hefur það verið síðustu árin. Eini munurinn núna er, að augabrúnirnir hafa sigið á skoðendunum. Sko, sigið all verulega og augu viðkomandi stara nú grimmilega á okkur. Núna er það sko ekkert bankaundur og Björk sko...... nei nei, nú er  annað uppi á teningnum er ég hræddur um.


mbl.is Allra augu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Do you remember?

Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem Bill þvældist fyrir Hillary. Do you remember?
mbl.is Þvælist Bill fyrir Hillary?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur í ljós

Eru Púlararnir að svindla á því? Nei ég hef ekki trú á því. Það kemur þá í ljós. Eins og hugsanlegt svindl og svínarí í íslenska fjármálageiranum, þó síðar verði.
mbl.is Capello kallar Gerrard til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar fer út, hinn suður

Á sama tíma og framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur til lækkunar stýrivaxta og aukinna opinberra útgjalda, sækja Íslendingar formlega um lán hjá sjóðnum og segjast jafnvel ætla að hækka stýrivexti enn frekar og beita ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum. Þessi formlega umsókn er undirrituð af Davíð Oddssyni og Árna Mathiesen. Hvað er í gangi? Nú skil ég akkúrat ekki neitt. Þið fyrirgefið.
mbl.is DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ha???????????????

Maður bara efast um að þessi frétt sé rétt. OK, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þarf meiri peninga til að geta hugsanlega lánað Íslendingum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvetur ríki heims til að lækka stýrivexti og auka opinber útgjöld!! Það er eitthvað annað en Seðlabankamenn og íslensk stjórnvöld eru að gera í dag. Nú botnar maður ekki neitt í neinu. Þið verðið að hafa mig afsakaðan. Spurningarmerkin í fyrirsögninni eru sérstaklega tileinkuð Jenný.
mbl.is IMF þarf aukafjárveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin efri mörk á íslandi

Ég hélt að Pétur Blöndal vissi það að það eru engin efri mörk á Íslandi. Nema kannski í læknisfræði. Við keyrum allt upp í skýin, sem fýkur svo burt með næstu lægð. Og lendir svo harkalega á frostkaldri eða sviðinni jörð. Við Íslendingar erum alltaf bestir í smá tíma. En svo..........


mbl.is Saknar efri marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningar redda ekki öllu

Mark Hughes fær áreiðanlega að fjúka fyrr en síðar sem knattspyrnustjóri Man City. Hann fær ótakmarkaða peninga frá einhverjum Araba, en árangurinn ekki eftir því. Hann fær að vísu ekki að kaupa nýja leikmenn fyrr en í janúar en þolinmæði eigandans verður kannski á þrotum þá.
mbl.is Hart ekki með Englandi í Berlín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórstjarna

Stefán er snillingur, það hefur hann margoft sýnt okkur Íslendingum. Og núna Bandaríkjamönnum. Hann er næsta stórstjarna okkar Íslendinga. Og á það svo sannarlega skilið. Vegna stórkostlegra hæfileika sinna.
mbl.is Stefán Karl fær góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slappar og tilgerðarlegar ræður

Edduverðlaunahátíðin er svo sem allt í lagi en óskaplega mikil Óskarskomplexahátíð. Margt hæfileikaríkt fólk vinnur í íslenskum kvikmyndum í dag, en afskaplega voru slappar ræðurnar hjá Balta og Friðriki Þór. Þeir gera greinilega margt betur en að halda ræður, enda var ekki verið að veita þeim verðlaun fyrir ræður, svo þeim er fyrirgefið það. Til hamingju öll.
mbl.is Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband