Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvar hefur Hannes Hólmsteinn haldið sig?

Það er eiginlega furðulegt að ekki skuli hafa verið rætt meira um, að Hannes Hólmsteinn Gissurarson á sæti í bankaráði Seðlabankans. Ekki ætla ég honum sérstaklega fyrirfram yfirsjónir í starfi, en í ljósi fyrri afskipta hans af íslenskri pólitík og náins samstarfs við Davíð Oddsson í gegnum árin, finnst mér að hann eigi að stíga fram eins og aðrir og skýra sinn þátt í stjórnun Seðlabankans á undanförnum árum. Talsmaður ofur frjálshyggjunnar, sem er að tröllríða heiminum.
mbl.is Seðlabanki á hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æj æj æj æj æj

Nú er það gamla fjölmiðlafrumvarpið. Fjölmiðlamennirnir eiga sem sagt alla sök. Hann er þarna að segja fjölmiðlafólki á Íslandi stríð á hendur. Maðurinn sem stjórnaði vissum fjölmiðlum árum sama á bak við tjöldin. Er maðurinn veikur eða lifir hann bara áfram í sínum fílabeinsturni? Hann situr a.m.k. í embættinu sínu feita án nokkurs stuðnings frá þjóðinni. Þetta er orðið mjög þreytandi. Vægast sagt.
mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sókn er besta vörnin..... eða hvað?

Er nú haukurinn kominn fram á vígvöllinn? Er Davíð ekki SEÐLABANKASTJÓRI? Heldur hann að sókn sé besta vörnin fyrir hann? Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem hann reynir að leiða almenning frá sínum eigin vandamálum með því að tala um vandamál annarra. Auðvitað er framganga auðmannanna síðastliðin ár forkastanleg. En þeir fengu að vaða áfram eftirlitslaust. Hvar var Seðlabankinn? Hvar var fjármálaeftirlitið? Hvar voru stjórnvöld? Maður hefur heyrt Davíð tala svona svo oft áður að maður fær eiginlega bara klígju. Ég legg til að rannsókn á störfum Seðlabankastjóra verði látin hafa forgang svo við fáum hreint borð þar. Ætlar þjóðin að láta það yfir sig ganga að Davíð togi endalaust í spotta sem ná inn í ríkisstjórnina? Hvaða samtöl er Davíð að vitna í? Ef það eru samtöl ráðamanna við einhverja, útlendinga eða Íslendinga, hvað veit Davíð sem við vitum ekki? Nei nú er það gamla sagan: Baugsveldið. Maðurinn er ekki í lagi.
mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttukveðjur

Við Kormákur sendum baráttukveðjur.

Bergur og Kormákur úr South River Band.

 


Nasasjón

Því miður komst ég ekki á þennan fund þó ég hafi haft nasasjón af honum. Ég verð bara að mæta á næsta fund. Vonandi kemur eitthvað út úr þessum fundi. Ég hefði viljað heyra í fjölmiðlamönnunum. Ég sendi stuðningskveðjur. Burt með spillingarliðið.
mbl.is Troðfullt á fundi á Nasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af glæpamönnum og svikurum

Enn á ný sýnir heimurinn að hann vill ekkert með Íslendinga hafa. Íslendingar eru orðnir glæpamenn og svikahrappar í augum stjórnvalda og almennings um allan heim. Allt vegna óhæfuverka örfárra gráðugra manna (kvenna og karlmanna), og sofandi og spilltra íslenskra stjórnvalda síðustu áratugina. Kolkrabbinn og Sís mafían lifa sko góðu lífi, enn þann dag í dag.
mbl.is Hóta lögbanni á Actavis í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BG og INGIBJÖRG................og.... BINGO

Framsóknarþingsæti er nú ekkert sjálfgefið eða öruggt þessa dagana. Aftur á móti gæti verið nýtt afl á leiðinni. Bjarni og Guðni geta nú haft samband við Ingibjörgu Pálmadóttur og endurreist vinsæla grúppu hér á árum áður: BG og INGIBJÖRG.  Bingó.
mbl.is Eygló tekur sæti á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Björn fer líka.... Þá verður Alþingi strax skemmtilegra aftur

Nú er nýr stjórnmálaflokkur í burðarliðnum. Kannski verður það Bændaflokkurinn eða Suðurlandsskjálftinn... Nýtt stjórmálaafl? Þeir vinirnir Bjarni og Guðni verða ekki í neinum vandræðum með að finna nafn, enda góðir íslenskumenn báðir tveir. Kannski geta þeir fengið Jón Bjarnason með sér líka. En að Birni... ef hann fer líka af Alþingi.... Þá verður það strax skemmtilegra aftur.
mbl.is Dómsmálaráðherra: „Alþingi verður svipminna og leiðinlegra"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þekkjum vitleysuna

"Við þekkjum plaggið". Maður skyldi nú ætla það, að ríkisstjórnin þekkti plaggið. Eða voru það bara Davíð og Árni sem sömdu plaggið? Mikil endemis vitleysa er þetta allt saman.
mbl.is „Við þekkjum plaggið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki í sama báti

Þetta kom mér ekki svo mjög á óvart. Guðni kallinn, þessi hressi orðhnyttni maður, er nú horfinn úr orrahríð stjórnmálanna. Átakafundur fyrir helgi í flokknum, þar sem flokksþingi var flýtt vegna Evrópumála, og ljóst að Guðni var þar ekki í sama báti og Valgerður og fleiri forystumenn flokksins. Þetta var ljóst fyrir mörgum árum þegar Halldór Ásgrímsson var farinn að gæla við Evrópusambandsaðild. Gangi Guðna vel á nýjum vettvangi. Nú þurfa fleiri að axla ábyrgð og það úr öðrum flokkum. Það held ég að sé nokkuð ljóst og er hrein og bein krafa þjóðarinnar.
mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband